Sigurður Gunnar á í launadeilu við ÍR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2020 16:08 Sigurður fór með ÍR alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Vísir/Vilhelm Eins og fram kom í morgun hefur ÍR rift samningi körfuboltamannsins Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar við félagið. Í Sportinu í dag sagði hann farir sínar ekki alveg sléttar af samskiptum við stjórnarmenn ÍR og hefur staðið í stappi við þá vegna launamála. Sigurður lék með ÍR tímabilið 2018-19 og kom svo aftur til liðsins síðasta haust eftir stutt stopp í Frakklandi. Hann sleit hins vegar krossband í hné í fyrsta leik sínum með ÍR og lék ekki meira með í vetur. „Þetta var alveg í deiglunni og kom ekki á óvart,“ sagði Sigurður aðspurður hvort ákvörðun ÍR að segja samningi hans upp hefði komið flatt upp á hann. Ísfirðingurinn gerði tveggja ára samning við ÍR en í honum var uppsagnarákvæði eftir tímabilið sem Breiðhyltingar nýttu sér. Eftir að Sigurður meiddist deildi hann við stjórnarmenn ÍR um launamál. „Það kom ágreiningur um hvort greiða ætti mér laun á meiðslatímabilinu,“ sagði Sigurður. En fékk hann greidd laun á síðasta tímabili? „Já, að einhverju marki,“ svaraði Sigurður sem vonast til að fá þau laun sem hann á inni hjá félaginu greidd. Sigurður, sem er 31 árs, segir að nokkur lið hafi þegar haft samband við sig. Auk ÍR hefur hann leikið með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari með Keflavík og tvisvar sinnum með Grindavík. Miðherjinn öflugi segir að endurhæfingin hafi gengið vel og býst við því að verða klár fyrir næsta tímabil. Klippa: Sportið í dag - Sigurður Gunnar um viðskilnaðinn við ÍR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Subway-deild karla Sportið í dag ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Tengdar fréttir ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Eins og fram kom í morgun hefur ÍR rift samningi körfuboltamannsins Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar við félagið. Í Sportinu í dag sagði hann farir sínar ekki alveg sléttar af samskiptum við stjórnarmenn ÍR og hefur staðið í stappi við þá vegna launamála. Sigurður lék með ÍR tímabilið 2018-19 og kom svo aftur til liðsins síðasta haust eftir stutt stopp í Frakklandi. Hann sleit hins vegar krossband í hné í fyrsta leik sínum með ÍR og lék ekki meira með í vetur. „Þetta var alveg í deiglunni og kom ekki á óvart,“ sagði Sigurður aðspurður hvort ákvörðun ÍR að segja samningi hans upp hefði komið flatt upp á hann. Ísfirðingurinn gerði tveggja ára samning við ÍR en í honum var uppsagnarákvæði eftir tímabilið sem Breiðhyltingar nýttu sér. Eftir að Sigurður meiddist deildi hann við stjórnarmenn ÍR um launamál. „Það kom ágreiningur um hvort greiða ætti mér laun á meiðslatímabilinu,“ sagði Sigurður. En fékk hann greidd laun á síðasta tímabili? „Já, að einhverju marki,“ svaraði Sigurður sem vonast til að fá þau laun sem hann á inni hjá félaginu greidd. Sigurður, sem er 31 árs, segir að nokkur lið hafi þegar haft samband við sig. Auk ÍR hefur hann leikið með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari með Keflavík og tvisvar sinnum með Grindavík. Miðherjinn öflugi segir að endurhæfingin hafi gengið vel og býst við því að verða klár fyrir næsta tímabil. Klippa: Sportið í dag - Sigurður Gunnar um viðskilnaðinn við ÍR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Subway-deild karla Sportið í dag ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Tengdar fréttir ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti