Segist hafa átt að svara meira fyrir sig opinberlega eftir úrslitaleikinn 2018 Anton Ingi Leifsson skrifar 16. apríl 2020 07:32 Karius átti ekki sjö dagana sæla hjá Liverpool. vísir/getty Markvörðurinn Loris Karius, sem hefur verið á láni hjá Besiktas undanfarin tvö tímabil frá Liverpool, sér eftir því hvernig hann brást við gagnrýninni sem hann fékk eftir að hafa gert tvö afdrífarik mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018. Markvörðurinn gerði tvö skelfileg mistök er Liverpool tapaði gegn Real Madrid í Kiev árið 2018 en lokatölur urðu 3-1. Fyrru mistökin gerði hann þegar hann rétti Karim Benzema næstum því boltann og hann missti svo skot Gareth Bale af löngu færi í netið. Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir við þann þýska. Sumir gengu þó langt yfir strikið og fékk hann meðal annars líflátshótanir eftir leikinn en hann hefur ekki spilað leik fyrir félagið eftir leikinn afdrifaríka. Hann opnaði sig um þetta í viðtali við þýska blaðið Bild. „Trúðu mér. Ég hef lært mikið af þessu. Þegar ég lít í baksýnisspegilinn þá hefði ég átt að svara meira opinberlega fyrir mig. Ég fékk heilahristing eftir samstuð við Ramos sem takmarkaði sjón mína. Þetta var staðfest af einum færasta heilalækni í heimi,“ sagði sá þýski við Bild. „Ég var ánægður að vita hvað hafði gerst í leiknum og ég vildi ekki gera það opinbert. Þegar niðurstöðurnar koma út, þá voru margir sem komu með móðganir og illsku ummæli, sem voru oftast fyrir neðan belti. Ég notaði þetta aldrei sem afsökun en þegar fólk gerir grín að einhverjum sem meiddist illa á höfði þá skil ég ekkert.“ Loris Karius regrets how he dealt with fallout of Liverpool's 2018 Champions League final defeat following his costly errors https://t.co/6lK5UCE8yo— MailOnline Sport (@MailSport) April 15, 2020 „Leikmenn mæta miklum fjandskap á netinu. Ef þú myndir lesa öll skilaboð sem væru skrifuð um þig þá myndiru ekki sofa í tvo daga. Það er ótrúlegt hvað fólk skrifar um annað fólk undir nafnleysi og sumir eru einfaldlega rasistar.“ „Þú getur ekki skellt skuldinni á stuðningsmenn ef þeir púa á leikmann. Þú borgar þig inn og átt þinn rétt á að verða ósáttur. Leikmenn verða þola það. Þegar leikmaður fær líflátshótanir þá er farið yfir línuna. Það voru nokkrar þannig en ég tók þeim ekki alvarlega. Þetta er fólk sem skrifar ekki undir nafni og er ekki einu sinni með mynd af andlitinu þeirra á prófílnum þeirra,“ sagði Karus. Hann hefur eins og áður segir ekki spilað leik fyrir rauða herinn eftir mistökin 2018 en hann hefur verið á láni hjá Besiktas í Tyrklandi þar sem hann hefur ekki vakið mikla lukku. Óvíst er hvað verður um hann í sumar en hann er á samningi hjá Liverpool til ársins 2022. #Loris #Karius über #Bundesliga-Rückkehr, #Jürgen #Klopp und Patzer gegen #Real #Madrid https://t.co/nFjnF5Tdej— SPORT BILD (@SPORTBILD) April 15, 2020 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Markvörðurinn Loris Karius, sem hefur verið á láni hjá Besiktas undanfarin tvö tímabil frá Liverpool, sér eftir því hvernig hann brást við gagnrýninni sem hann fékk eftir að hafa gert tvö afdrífarik mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018. Markvörðurinn gerði tvö skelfileg mistök er Liverpool tapaði gegn Real Madrid í Kiev árið 2018 en lokatölur urðu 3-1. Fyrru mistökin gerði hann þegar hann rétti Karim Benzema næstum því boltann og hann missti svo skot Gareth Bale af löngu færi í netið. Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir við þann þýska. Sumir gengu þó langt yfir strikið og fékk hann meðal annars líflátshótanir eftir leikinn en hann hefur ekki spilað leik fyrir félagið eftir leikinn afdrifaríka. Hann opnaði sig um þetta í viðtali við þýska blaðið Bild. „Trúðu mér. Ég hef lært mikið af þessu. Þegar ég lít í baksýnisspegilinn þá hefði ég átt að svara meira opinberlega fyrir mig. Ég fékk heilahristing eftir samstuð við Ramos sem takmarkaði sjón mína. Þetta var staðfest af einum færasta heilalækni í heimi,“ sagði sá þýski við Bild. „Ég var ánægður að vita hvað hafði gerst í leiknum og ég vildi ekki gera það opinbert. Þegar niðurstöðurnar koma út, þá voru margir sem komu með móðganir og illsku ummæli, sem voru oftast fyrir neðan belti. Ég notaði þetta aldrei sem afsökun en þegar fólk gerir grín að einhverjum sem meiddist illa á höfði þá skil ég ekkert.“ Loris Karius regrets how he dealt with fallout of Liverpool's 2018 Champions League final defeat following his costly errors https://t.co/6lK5UCE8yo— MailOnline Sport (@MailSport) April 15, 2020 „Leikmenn mæta miklum fjandskap á netinu. Ef þú myndir lesa öll skilaboð sem væru skrifuð um þig þá myndiru ekki sofa í tvo daga. Það er ótrúlegt hvað fólk skrifar um annað fólk undir nafnleysi og sumir eru einfaldlega rasistar.“ „Þú getur ekki skellt skuldinni á stuðningsmenn ef þeir púa á leikmann. Þú borgar þig inn og átt þinn rétt á að verða ósáttur. Leikmenn verða þola það. Þegar leikmaður fær líflátshótanir þá er farið yfir línuna. Það voru nokkrar þannig en ég tók þeim ekki alvarlega. Þetta er fólk sem skrifar ekki undir nafni og er ekki einu sinni með mynd af andlitinu þeirra á prófílnum þeirra,“ sagði Karus. Hann hefur eins og áður segir ekki spilað leik fyrir rauða herinn eftir mistökin 2018 en hann hefur verið á láni hjá Besiktas í Tyrklandi þar sem hann hefur ekki vakið mikla lukku. Óvíst er hvað verður um hann í sumar en hann er á samningi hjá Liverpool til ársins 2022. #Loris #Karius über #Bundesliga-Rückkehr, #Jürgen #Klopp und Patzer gegen #Real #Madrid https://t.co/nFjnF5Tdej— SPORT BILD (@SPORTBILD) April 15, 2020
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira