Er stórútgerðin með þjóðinni í liði? Arnar Atlason skrifar 15. apríl 2020 14:50 Nú um páskahelgina birti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, svar við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar, um bótakröfu útgerða vegna makrílúthlutunar. Þar kemur fram að tilteknar útgerðir hafi sett fram skaðabótakröfu á íslenska ríkið og þar með íslensku þjóðina upp á rúma 10 milljarða króna. Um hvað snýst málið ? Málið snýst um grundvallaratriði íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins sem er hver sé raunverulegur eigandi veiðiheimildanna. Skaðabótakröfuna byggja útgerðirnar á því að nýverið féll dómur í Hæstarétti þess efnis að þáverandi sjávarútvegsráðherra Jóni Bjarnasyni hafi verið óheimilt að úthluta makrílkvóta með tilteknum hætti. Nánar tiltekið var honum óheimilt að sveigja frá því að fara að veiðireynslu og að úthluta þess í stað tilteknum hluta heimildanna til smábáta án reynslu. Ráðherrann fyrir hönd ríkisins og þjóðarinnar mátti ekki ráðstafa sameiginlegri eign landsmanna að vild. Sameign en samt einkaeign? Því er sú staða uppi, að margra áliti, að Hæstiréttur hafi í raun staðfest eignarhald útgerðanna á veiðiheimildunum þvert á lög um stjórn fiskveiða. Í fyrstu grein þeirra segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Hver og einn verður að hafa sína skoðun en sá sem þetta ritar er þeirrar skoðunar að þetta hljóti að stangast á. Þessi staða hljóti einnig að ýta undir endurskoðun stjórnarskrár með einhverjum hætti, núverandi stjórnarskrá hljóti að teljast veik eða gölluð að þessu leyti. Sú staðreynd að handhafar veiðiheimildanna geti nú raunverulega talist bera skaða af því með hvaða hætti þeim er úthlutað hlýtur að vekja upp fjölda spurninga. Hugsanlega er stærsta spurningin sú hvort ekki eigi einfaldlega að fella úr gildi ákvæði sem ekki er raunverulegt eða virkt og nálgast verkefnið með öðrum hætti. Þá er átt við það verkefni að tryggja þjóðinni sem mestan afrakstur af auðlindinni. Svindl við vigtun afla Þann 6. apríl sl. var birt á vef stjórnartíðinda skýrsla um vigtun sjávarafla. Samkvæmt skýrslunni er vigt afla við svokallaða endurvigtun að meðaltali 1,7% of lág. Útgerðirnar spara sér árlega, segir jafnframt í skýrslunni, með þessu móti um 1 milljarð króna. (Endurvigtun afla er til útskýringar heimild fiskvinnslu til þess að vigta afla eftir að ís hefur verið fjarlægður.) Í skýrslunni segir að vigtin sem fiskvinnslan gefur upp sé þannig endanleg tala, þarna hafi aðilar möguleika á að selja sér sjálfdæmi. Endanleg tala komi ekki frá hlutlausum aðila heldur aðila sem mikið á undir viðskiptunum. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að aukið eftirlit með samþættum útgerðum, það er fyrirtækjum sem selja eða afhenda sjálfum sér aflann án sölu á opinberum markaði, sé líklegt til árangurs. Fiskistofa hefur að undanförnu gert úttektir á vigtun hjá þeim aðilum sem heimild hafa til endurvigtunar og má sjá þær niðurstöður á heimasíðu hennar. Í tölum fyrir janúar- og febrúarmánuð er versta tilfellið þannig að meðaltal það sem útgerð gefur upp er 12% hlutfall íss en úttekt Fiskistofu sýndi að hlutfall íss var einungis um 5%, Munurinn því 7%, útgerð í hag. Félagsleg undirboð Þessu til viðbótar hefur undirritaður margoft bent á að samþætt íslensk útgerðar- og vinnslufyrirtæki stunda stórkostlegar félagslegar undirgreiðslur á launum sjómanna og hafnargjöldum. Ítrekað hefur verið sýnt fram á að þessar útgerðir greiða allt að helmingi lægri laun en þær útgerðir sem landa á frjálsum markaði með sjávarfang. Má benda á nýlegar kröfur fulltrúa sjómanna í þá veru að ítarleg rannsókn fari fram á verðmyndun ýmissa tegunda. Jafnframt skal það rifjað upp að í kjölfar síðasta sjómannaverkfalls féllust sjómenn á að fiskverð það sem notast skyldi við í launauppgjöri, væri að lágmarki 25% lægra en verð á fiskmörkuðum þar sem fiskur selst hæsta verði. Sama verð nota umræddar útgerðir til þess að fá fram afslætti á hafnargjöldum í landinu. Ítrekað hefur verið sýnt fram á þetta, meðal annars í skýrslu KPMG frá árinu 2012. Hlutabótaleiðin og óunnin afli Á nýliðnu ári var magn þess afla sem fluttur var úr landi óunnin tæp 50 þúsund tonn. Bent hefur verið á það ítrekað að þessi tonn gætu skapað störf fyrir að lágmarki 500 manns. Í skilmálum vegna hlutabótaleiðarinnar sem fyrirtæki nýta sér nú í neyð í stórum stíl, einnig fiskvinnslufyrirtæki. Er hvergi minnst á þetta. Samþætt fiskvinnslu og útgerðarfyrirtæki gætu því valið að setja enn meira af eigin afla úr landi óunninn á sama tíma og þau lækka launakostnað með því að nýta sér hlutabótaleiðina. Er ekki mál að linni? Stærstu útgerðir landsins, sem hafa nú verndaðan aðgang að hinum gríðarlegu auðæfum sem felast í hafinu við landið, ættu alls ekki að þurfa afslátt né endurgreiðslu. Lögverndað aðgengi þeirra ætti að tryggja þeim forskot sem engu öðru er líkt. En það er engu líkara en stórútgerðin kæri sig ekki um að vera með þjóðinni í liði eða skila henni til baka sanngjörnum skerf af þeim auðæfum sem útgerðarmönnum hafa verið afhent. Ráðamenn þjóðarinnar verða að huga að því hvernig tryggja megi með öruggum hætti enn meiri afkomu Íslendinga af auðlindinni. Það getur ekki verið með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Arnar Atlason Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Nú um páskahelgina birti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, svar við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar, um bótakröfu útgerða vegna makrílúthlutunar. Þar kemur fram að tilteknar útgerðir hafi sett fram skaðabótakröfu á íslenska ríkið og þar með íslensku þjóðina upp á rúma 10 milljarða króna. Um hvað snýst málið ? Málið snýst um grundvallaratriði íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins sem er hver sé raunverulegur eigandi veiðiheimildanna. Skaðabótakröfuna byggja útgerðirnar á því að nýverið féll dómur í Hæstarétti þess efnis að þáverandi sjávarútvegsráðherra Jóni Bjarnasyni hafi verið óheimilt að úthluta makrílkvóta með tilteknum hætti. Nánar tiltekið var honum óheimilt að sveigja frá því að fara að veiðireynslu og að úthluta þess í stað tilteknum hluta heimildanna til smábáta án reynslu. Ráðherrann fyrir hönd ríkisins og þjóðarinnar mátti ekki ráðstafa sameiginlegri eign landsmanna að vild. Sameign en samt einkaeign? Því er sú staða uppi, að margra áliti, að Hæstiréttur hafi í raun staðfest eignarhald útgerðanna á veiðiheimildunum þvert á lög um stjórn fiskveiða. Í fyrstu grein þeirra segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Hver og einn verður að hafa sína skoðun en sá sem þetta ritar er þeirrar skoðunar að þetta hljóti að stangast á. Þessi staða hljóti einnig að ýta undir endurskoðun stjórnarskrár með einhverjum hætti, núverandi stjórnarskrá hljóti að teljast veik eða gölluð að þessu leyti. Sú staðreynd að handhafar veiðiheimildanna geti nú raunverulega talist bera skaða af því með hvaða hætti þeim er úthlutað hlýtur að vekja upp fjölda spurninga. Hugsanlega er stærsta spurningin sú hvort ekki eigi einfaldlega að fella úr gildi ákvæði sem ekki er raunverulegt eða virkt og nálgast verkefnið með öðrum hætti. Þá er átt við það verkefni að tryggja þjóðinni sem mestan afrakstur af auðlindinni. Svindl við vigtun afla Þann 6. apríl sl. var birt á vef stjórnartíðinda skýrsla um vigtun sjávarafla. Samkvæmt skýrslunni er vigt afla við svokallaða endurvigtun að meðaltali 1,7% of lág. Útgerðirnar spara sér árlega, segir jafnframt í skýrslunni, með þessu móti um 1 milljarð króna. (Endurvigtun afla er til útskýringar heimild fiskvinnslu til þess að vigta afla eftir að ís hefur verið fjarlægður.) Í skýrslunni segir að vigtin sem fiskvinnslan gefur upp sé þannig endanleg tala, þarna hafi aðilar möguleika á að selja sér sjálfdæmi. Endanleg tala komi ekki frá hlutlausum aðila heldur aðila sem mikið á undir viðskiptunum. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að aukið eftirlit með samþættum útgerðum, það er fyrirtækjum sem selja eða afhenda sjálfum sér aflann án sölu á opinberum markaði, sé líklegt til árangurs. Fiskistofa hefur að undanförnu gert úttektir á vigtun hjá þeim aðilum sem heimild hafa til endurvigtunar og má sjá þær niðurstöður á heimasíðu hennar. Í tölum fyrir janúar- og febrúarmánuð er versta tilfellið þannig að meðaltal það sem útgerð gefur upp er 12% hlutfall íss en úttekt Fiskistofu sýndi að hlutfall íss var einungis um 5%, Munurinn því 7%, útgerð í hag. Félagsleg undirboð Þessu til viðbótar hefur undirritaður margoft bent á að samþætt íslensk útgerðar- og vinnslufyrirtæki stunda stórkostlegar félagslegar undirgreiðslur á launum sjómanna og hafnargjöldum. Ítrekað hefur verið sýnt fram á að þessar útgerðir greiða allt að helmingi lægri laun en þær útgerðir sem landa á frjálsum markaði með sjávarfang. Má benda á nýlegar kröfur fulltrúa sjómanna í þá veru að ítarleg rannsókn fari fram á verðmyndun ýmissa tegunda. Jafnframt skal það rifjað upp að í kjölfar síðasta sjómannaverkfalls féllust sjómenn á að fiskverð það sem notast skyldi við í launauppgjöri, væri að lágmarki 25% lægra en verð á fiskmörkuðum þar sem fiskur selst hæsta verði. Sama verð nota umræddar útgerðir til þess að fá fram afslætti á hafnargjöldum í landinu. Ítrekað hefur verið sýnt fram á þetta, meðal annars í skýrslu KPMG frá árinu 2012. Hlutabótaleiðin og óunnin afli Á nýliðnu ári var magn þess afla sem fluttur var úr landi óunnin tæp 50 þúsund tonn. Bent hefur verið á það ítrekað að þessi tonn gætu skapað störf fyrir að lágmarki 500 manns. Í skilmálum vegna hlutabótaleiðarinnar sem fyrirtæki nýta sér nú í neyð í stórum stíl, einnig fiskvinnslufyrirtæki. Er hvergi minnst á þetta. Samþætt fiskvinnslu og útgerðarfyrirtæki gætu því valið að setja enn meira af eigin afla úr landi óunninn á sama tíma og þau lækka launakostnað með því að nýta sér hlutabótaleiðina. Er ekki mál að linni? Stærstu útgerðir landsins, sem hafa nú verndaðan aðgang að hinum gríðarlegu auðæfum sem felast í hafinu við landið, ættu alls ekki að þurfa afslátt né endurgreiðslu. Lögverndað aðgengi þeirra ætti að tryggja þeim forskot sem engu öðru er líkt. En það er engu líkara en stórútgerðin kæri sig ekki um að vera með þjóðinni í liði eða skila henni til baka sanngjörnum skerf af þeim auðæfum sem útgerðarmönnum hafa verið afhent. Ráðamenn þjóðarinnar verða að huga að því hvernig tryggja megi með öruggum hætti enn meiri afkomu Íslendinga af auðlindinni. Það getur ekki verið með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun