Eins og barn í sælgætisbúð Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 07:00 Matthijs de Ligt er á sinni fyrstu leiktíð með Juventus en ekki er ljóst hvernig eða hvenær þeirri leiktíð lýkur. VÍSIR/EPA Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt var hreinskilinn þegar hann lýsti því hvernig það hefði verið að koma fyrst til Juventus og hitta menn á borð við Cristiano Ronaldo og Gianluigi Buffon. De Ligt kom til Juventus frá Ajax í fyrrasumar eftir magnað tímabil með hollenska liðinu. Þessi tvítugi miðvörður hefur leikið 20 deildarleiki með Juventus í vetur, þar af 17 í byrjunarliði, en hann viðurkennir að það hafi verið ansi mikil upplifun að mæta á fyrstu æfingarnar hjá liðinu: „Þegar ég kom fyrst inn í búningsklefann þá var þetta svolítið eins og að vera barn í sælgætisbúð. „Þarna er Buffon… þarna er Ronaldo“,“ sagði De Ligt í viðtali við liðsfélaga sinn, markvörðinn Wojciech Szczesny fyrir pólsku Youtube-rásina Foot Truck. Hann segir það hafa tekið sig fyrstu tvo mánuðina að komast yfir það að vera mættur til ítölsku meistaranna, en Juventus keypti hann fyrir andvirði 67,5 milljóna punda. Byrjunin var ekki ýkja góð því De Ligt skoraði sjálfsmark í vináttuleik gegn Inter fyrir tímabilið, og fékk dæmda á sig hendi og víti í leikjum við Lecce og Torino snemma leiktíðar. Orð Ronaldos ekki ástæðan „Það voru þegar margir að fylgjast með mér. Síðan jókst pressan enn meira en mér leið vel á æfingum. Það tók sinn tíma að aðlagast í leikjunum en mér tókst það skref fyrir skref,“ sagði De Ligt og var léttur í bragði þegar hann rifjaði upp vítin sem hann fékk á sig. „Ég man eftir því að hafa verið að fara í sturtuna eftir leik og fólk var að segja að þetta væri ótrúlegt. Það var eins og að það væri segull í hendinni minni,“ sagði De Ligt. Orðrómur var uppi um að það hefði verið Ronaldo sem hefði sannfært hann um að ganga til liðs við Juventus, í stað Manchester United, Barcelona eða PSG, en Ronaldo sást hvísla einhverju til De Ligt eftir leik Hollands og Portúgals í Þjóðadeildinni í júní 2019. De Ligt sagði það hafa verið heiður að Ronaldo skyldi tala við sig, en „það er ekki ástæðan. Ég hafði mikinn tíma til að velja á milli félaga og taldi Juventus vera besta kostinn.“ Ítalski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt var hreinskilinn þegar hann lýsti því hvernig það hefði verið að koma fyrst til Juventus og hitta menn á borð við Cristiano Ronaldo og Gianluigi Buffon. De Ligt kom til Juventus frá Ajax í fyrrasumar eftir magnað tímabil með hollenska liðinu. Þessi tvítugi miðvörður hefur leikið 20 deildarleiki með Juventus í vetur, þar af 17 í byrjunarliði, en hann viðurkennir að það hafi verið ansi mikil upplifun að mæta á fyrstu æfingarnar hjá liðinu: „Þegar ég kom fyrst inn í búningsklefann þá var þetta svolítið eins og að vera barn í sælgætisbúð. „Þarna er Buffon… þarna er Ronaldo“,“ sagði De Ligt í viðtali við liðsfélaga sinn, markvörðinn Wojciech Szczesny fyrir pólsku Youtube-rásina Foot Truck. Hann segir það hafa tekið sig fyrstu tvo mánuðina að komast yfir það að vera mættur til ítölsku meistaranna, en Juventus keypti hann fyrir andvirði 67,5 milljóna punda. Byrjunin var ekki ýkja góð því De Ligt skoraði sjálfsmark í vináttuleik gegn Inter fyrir tímabilið, og fékk dæmda á sig hendi og víti í leikjum við Lecce og Torino snemma leiktíðar. Orð Ronaldos ekki ástæðan „Það voru þegar margir að fylgjast með mér. Síðan jókst pressan enn meira en mér leið vel á æfingum. Það tók sinn tíma að aðlagast í leikjunum en mér tókst það skref fyrir skref,“ sagði De Ligt og var léttur í bragði þegar hann rifjaði upp vítin sem hann fékk á sig. „Ég man eftir því að hafa verið að fara í sturtuna eftir leik og fólk var að segja að þetta væri ótrúlegt. Það var eins og að það væri segull í hendinni minni,“ sagði De Ligt. Orðrómur var uppi um að það hefði verið Ronaldo sem hefði sannfært hann um að ganga til liðs við Juventus, í stað Manchester United, Barcelona eða PSG, en Ronaldo sást hvísla einhverju til De Ligt eftir leik Hollands og Portúgals í Þjóðadeildinni í júní 2019. De Ligt sagði það hafa verið heiður að Ronaldo skyldi tala við sig, en „það er ekki ástæðan. Ég hafði mikinn tíma til að velja á milli félaga og taldi Juventus vera besta kostinn.“
Ítalski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira