Nemendur Jafnréttisskólans taka á móti forsetahjónunum Heimsljós 15. maí 2020 11:34 Kristinn Ingvarsson Í stað árlegrar heimsóknar nemenda Jafnréttisskólans á Bessastaði tóku nemendur skólans á móti forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elízu Reid, í Háskóla Íslands á dögunum. Tuttugu sérfræðingar frá þróunarríkjunum og átakasvæðum eru í skólanum á þessu ári og þeir útskrifast eftir rúma viku. Jafnréttisskóli GRÓ – þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og starfar undir merkjum UNESCO, Menningar-, mennta- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Enginn nemenda fór heim þegar kórónaveirufaraldurinn fór að láta að sér kveða og þess er vænst að allir komist til síns heima þegar náminu lýkur í næstu viku. Fyrir hönd nemenda töluðu tveir fulltrúar í heimsókn forsetahjónanna, þær Kinita Shenoy frá Indlandi/Sri Lanka og Shaimim Nampijja frá Úganda. Shaimim lýsti fyrir forsetahjónunum hvernig faraldurinn markaði námið í Jafnréttisskólanum, hvernig nemendur skemmtu sér meðal annars að því að fylgjast með virtum prófessorum og kennurum reyna að átta sig á netfundaforritum með tuttugu starfandi andlit á skjánum. „En það voru ekki aðeins kennararnir sem þurftu að aðlaga sig og læra. Við þurfum öll að aðlaga okkur breyttu umhverfi, flytja kynningar á netinu, taka þátt í umræðum eða sitja netfundi,“ sagði hún. Kinita Shenoy fjallaði einnig um áhrif COVID-19 og benti á að þrátt fyrir að sjúkdómurinn sjálfur leggist verr á karlmenn séu áhrif hans alvarlegri á líf kvenna. „Efnahagsleg áhrif sjúkdómsins koma sérstaklega illa við fátækt og jaðarsett fólk, víða um heim. Konur sem vinna ólaunuð störf á heimilum sitja nú fastar í fullri vinnu allan sólarhringinn og frásagnir af aukni heimilisofbeldi berast víða að. En heimsfaraldurinn gefur einnig tækifæri til að staldra við og skoða hvernig ráðandi samfélagsmynstur leiðir af sér óréttlæti. Nú verða til tækifæri til að skoða betur hvað veldur óréttlæti og hvernig megi uppræta það til að auka bæði efnahagslegt- og kynjajafnrétti,“ sagði Kinita. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Forseti Íslands Jafnréttismál Skóla - og menntamál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent
Í stað árlegrar heimsóknar nemenda Jafnréttisskólans á Bessastaði tóku nemendur skólans á móti forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elízu Reid, í Háskóla Íslands á dögunum. Tuttugu sérfræðingar frá þróunarríkjunum og átakasvæðum eru í skólanum á þessu ári og þeir útskrifast eftir rúma viku. Jafnréttisskóli GRÓ – þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og starfar undir merkjum UNESCO, Menningar-, mennta- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Enginn nemenda fór heim þegar kórónaveirufaraldurinn fór að láta að sér kveða og þess er vænst að allir komist til síns heima þegar náminu lýkur í næstu viku. Fyrir hönd nemenda töluðu tveir fulltrúar í heimsókn forsetahjónanna, þær Kinita Shenoy frá Indlandi/Sri Lanka og Shaimim Nampijja frá Úganda. Shaimim lýsti fyrir forsetahjónunum hvernig faraldurinn markaði námið í Jafnréttisskólanum, hvernig nemendur skemmtu sér meðal annars að því að fylgjast með virtum prófessorum og kennurum reyna að átta sig á netfundaforritum með tuttugu starfandi andlit á skjánum. „En það voru ekki aðeins kennararnir sem þurftu að aðlaga sig og læra. Við þurfum öll að aðlaga okkur breyttu umhverfi, flytja kynningar á netinu, taka þátt í umræðum eða sitja netfundi,“ sagði hún. Kinita Shenoy fjallaði einnig um áhrif COVID-19 og benti á að þrátt fyrir að sjúkdómurinn sjálfur leggist verr á karlmenn séu áhrif hans alvarlegri á líf kvenna. „Efnahagsleg áhrif sjúkdómsins koma sérstaklega illa við fátækt og jaðarsett fólk, víða um heim. Konur sem vinna ólaunuð störf á heimilum sitja nú fastar í fullri vinnu allan sólarhringinn og frásagnir af aukni heimilisofbeldi berast víða að. En heimsfaraldurinn gefur einnig tækifæri til að staldra við og skoða hvernig ráðandi samfélagsmynstur leiðir af sér óréttlæti. Nú verða til tækifæri til að skoða betur hvað veldur óréttlæti og hvernig megi uppræta það til að auka bæði efnahagslegt- og kynjajafnrétti,“ sagði Kinita. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Forseti Íslands Jafnréttismál Skóla - og menntamál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent