Má ekki klippa og fór því að teikna: „List á líka að vera skemmtileg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. apríl 2020 11:30 Hárgreiðslumaðurinn Vilberg er hæfileikabúnt. „Þetta var mjög súrt en heilsa trompar allt annað á þessum síðustu og verstu,“ segir hárgreiðslumaðurinn og listamaðurinn Vilberg Hafsteinn Jónsson sem tók upp á því að byrja gera teikningar eftir hert samkomubannið skall á og hárgreiðslumenn þurfti að leggja niður skærin. Hann starfar vanalega á hárgreiðslustofunni Rauðhetta & Úlfurinn. „Ég hef alltaf getað þetta og haft þetta í mér en konan mín mætti heim með alla blýanta í heiminum í janúar og ég byrjaði bara á fullu. Ég teiknaði mikið í kringum aldamótin þegar ég var í hárgreiðslunámi í Iðnaskólanum. Þar var ég með kennara sem heitir Hrönn Traustadóttir sem var svo klár í teikningu og ég alveg blómstraði hjá henni.“ Villi hefur verið mjög listrænt í gegnum árin og til að mynda graffað töluvert. Bónorð hans til eiginkonunnar var til að mynda nokkuð frumlegt. „Ég bað konuna um að giftast með því að graffa á vegg, viltu giftast mér,“ segir Villi en þegar hert samkomubann hófst hafði hárgreiðslumaðurinn allt í einu mun meiri tíma en vanalega. „Ég er með einn tveggja ára og einn fimm ára heima og það er bara myndlistarkennsla allan daginn heima. Síðan fæ ég sjálfur tíma til að skapa. Allt í einu í fyrsta skipti í nokkra áratugi er líf mitt dálítið rólegt. Mig hefur alltaf langað að hafa rými fyrir þessa sköpun og það gerðist með þessu samkomubanni.“ Villi vinnur öll sín verk heima við á meðan samkomubannið stendur yfir. Eitt verk er í sérstöku uppáhaldi hjá Villa og kallast það verk Bananas. „Þetta segir sig í raun svolítið sjálft þar sem þú blandar saman bananna og ananas en eftir að hafa verið að teikna þúsund ára styttur og svona þá hugsaði ég að list ætti nú einnig að vera svolítið skemmtileg. Tveggja ára gæinn minn getur ekki fyrir sitt litla líf munað hvort banani sé ananas og ég veit aldrei hvað hann er að biðja um. Bananas myndi einfalda líf mitt til muna.“ Villi hefur verið frá sinni hefðbundnu vinnu í þrjár vikur og nýtir tímann til að skapa list. „Ég hef náð að teikna sjö verk á þessum þremur vikum og þetta gengur mjög vel,“ segir Vill sem stofnaði á dögunum Facebook-síðu þar sem hægt er að fylgjast með honum og hans verkum og einnig er hægt að fylgja honum á Instagram. Villi ákvað halda stafræna listasýningunni á dögunum og kallaði hann hana Stei Seif. Hann hefur verið að teikna nokkur þekkt andlit undanfarið og sjá má þau hér að neðan. „Ég hef verið hvetja fólk í kringum mig að núna sé tímapunkturinn til að vera skapa eins og brjálæðingar. Svona ástand kemur ekki oft og það að hafa þennan aukatíma, þá er gott að nýta hann í eitthvað uppbyggilegt.“ Villi stefnir einnig að því að framleiða boli með þekktri hauskúpumynd sem hann teiknaði á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by @villi_jons on Apr 8, 2020 at 5:33pm PDT View this post on Instagram A post shared by @villi_jons on Apr 14, 2020 at 4:05am PDT Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Myndlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
„Þetta var mjög súrt en heilsa trompar allt annað á þessum síðustu og verstu,“ segir hárgreiðslumaðurinn og listamaðurinn Vilberg Hafsteinn Jónsson sem tók upp á því að byrja gera teikningar eftir hert samkomubannið skall á og hárgreiðslumenn þurfti að leggja niður skærin. Hann starfar vanalega á hárgreiðslustofunni Rauðhetta & Úlfurinn. „Ég hef alltaf getað þetta og haft þetta í mér en konan mín mætti heim með alla blýanta í heiminum í janúar og ég byrjaði bara á fullu. Ég teiknaði mikið í kringum aldamótin þegar ég var í hárgreiðslunámi í Iðnaskólanum. Þar var ég með kennara sem heitir Hrönn Traustadóttir sem var svo klár í teikningu og ég alveg blómstraði hjá henni.“ Villi hefur verið mjög listrænt í gegnum árin og til að mynda graffað töluvert. Bónorð hans til eiginkonunnar var til að mynda nokkuð frumlegt. „Ég bað konuna um að giftast með því að graffa á vegg, viltu giftast mér,“ segir Villi en þegar hert samkomubann hófst hafði hárgreiðslumaðurinn allt í einu mun meiri tíma en vanalega. „Ég er með einn tveggja ára og einn fimm ára heima og það er bara myndlistarkennsla allan daginn heima. Síðan fæ ég sjálfur tíma til að skapa. Allt í einu í fyrsta skipti í nokkra áratugi er líf mitt dálítið rólegt. Mig hefur alltaf langað að hafa rými fyrir þessa sköpun og það gerðist með þessu samkomubanni.“ Villi vinnur öll sín verk heima við á meðan samkomubannið stendur yfir. Eitt verk er í sérstöku uppáhaldi hjá Villa og kallast það verk Bananas. „Þetta segir sig í raun svolítið sjálft þar sem þú blandar saman bananna og ananas en eftir að hafa verið að teikna þúsund ára styttur og svona þá hugsaði ég að list ætti nú einnig að vera svolítið skemmtileg. Tveggja ára gæinn minn getur ekki fyrir sitt litla líf munað hvort banani sé ananas og ég veit aldrei hvað hann er að biðja um. Bananas myndi einfalda líf mitt til muna.“ Villi hefur verið frá sinni hefðbundnu vinnu í þrjár vikur og nýtir tímann til að skapa list. „Ég hef náð að teikna sjö verk á þessum þremur vikum og þetta gengur mjög vel,“ segir Vill sem stofnaði á dögunum Facebook-síðu þar sem hægt er að fylgjast með honum og hans verkum og einnig er hægt að fylgja honum á Instagram. Villi ákvað halda stafræna listasýningunni á dögunum og kallaði hann hana Stei Seif. Hann hefur verið að teikna nokkur þekkt andlit undanfarið og sjá má þau hér að neðan. „Ég hef verið hvetja fólk í kringum mig að núna sé tímapunkturinn til að vera skapa eins og brjálæðingar. Svona ástand kemur ekki oft og það að hafa þennan aukatíma, þá er gott að nýta hann í eitthvað uppbyggilegt.“ Villi stefnir einnig að því að framleiða boli með þekktri hauskúpumynd sem hann teiknaði á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by @villi_jons on Apr 8, 2020 at 5:33pm PDT View this post on Instagram A post shared by @villi_jons on Apr 14, 2020 at 4:05am PDT
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Myndlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira