Ýta launamál Skagamanna undir heimkomu Harðar Inga? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2020 21:00 Guðmundur, Freyr og Hjörvar fara yfir málin og mögulegar launalækkanir í íþróttaheiminum. Skjáskot/Sportið í kvöld Í þætti gærkvöldsins af Sportið í kvöld voru launalækkanir í íþróttaheiminum til umræðu. Þá sérstaklega í kringum ÍA en fréttir bárust í gær að laun hefðu verið tekin af leikmönnum án samþykkis þeirra. ÍA gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þess efnis að unnið verði í málinu í góðri sátt við leikmenn félagsins. „Held að við séum að fara fá fréttir um þetta frá fleiri félögum. Ég veit að lið eru að reyna lækka laun leikmanna, þjálfara og allra í kringum félögin. Sáum bara fréttir um það í dag að leikmenn ÍA væru ósáttir,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi, en með honum voru Freyr Alexandersson og Hjörvar Hafliðason að þessu sinni. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Það þarf að nálgast viðfangsefnið þannig að það sé „samtal“ og allir séu upplýstir. Held að það sé mögulega mikilvægara en aldrei fyrr,“ sagði Freyr Alexandersson varðandi það að félögin þyrftu að upplýsa leikmenn og þjálfara um nákvæmlega hvað sé í gangi. „Ég skil að Freyr komi úr Laugardalnum og þurfi að tala eins og pólitíkus en þegar ég horfi á Skagann þá voru þeir reknir með rosalegu tapi í fyrra. Samt voru þeir að ná í Sindra Snæ Magnússon frá ÍBV og Aron Kristófer Lárusson frá Þór Akureyri á miðju tímabili. Þegar þeir sáu í hvað stefndi,“ sagði Hjörvar áður en Gummi greip inn í. „Ég velti fyrir mér þegar ég sá þessar tölur [60 milljón króna tap], sem komu út í kringum ársþing KSÍ frá Skagamönnum, hvernig gæti staðið á þessu og fyrsta sem mér datt í hug – og ég hef ekkert fyrir mér í þessu – er að þeir taka Tryggva Hrafn Haraldsson til baka. Hvort það hafi greiðslur átt eftir að koma frá Halmstad, þar sem Tryggvi Hrafn var, sem komu þar af leiðandi ekki hafi reiknast inn í bókhaldið sem tap,“ sagði Guðmundur um þennan mikla halla á rekstri ÍA. „Það er ekki svo stórt tap að það er í tugum milljóna,“ svaraði Freyr. Að lokum tók Hjörvar þó upp hanskann fyrir ÍA. „Raunveruleiki Skagamanna er raunveruleiki fótboltamanna um allan heim. Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu, er upp á Skaga núna og hann er eflaust að segja þeim frá því að það sé búið að taka helminginn af launum hans. Svona í takt við það sem er að gerast allstaðar.“ Hjörvar endaði svo með því að benda á að eflaust ýtti þetta undir það að Hörður Ingi Gunnarsson bakvörður ÍA, fari aftur í uppeldísfélag sitt FH. Skagamenn hafa nú þegar neitað tilboði Hafnfirðinga í þennan unga og efnilega bakvörð. Alveg í lokin barst svo umræðan út í mikilvægi yngri flokka þjálfara og þeirra hlutverk í mótun ungra barna sem stunda íþróttir. Umræðuna um launalækkanir í íþróttaheiminum má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Launalækkanir Fótbolti Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) ÍA Tengdar fréttir Hjörvar telur Ríkharð Jónsson bestan í sögu efstu deildar en hvað er besta liðið? Í síðasta þætti af Sportið í kvöld, frá því í gær, ræddu þeir Guðmundur Benediktsson, Freyr Alexandersson og Hjörvar Hafliðason um besta leikmann efstu deildar hér á landi frá upphafi sem og besta liðið. 9. apríl 2020 18:00 KSÍ greiðir liðum fyrr vegna sjónvarpssamninga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að greiða félögum í Pepsi Max deild karla fyrirfram samningsgreiðslu vegna sjónvarpssamninga. 9. apríl 2020 13:00 Segir stöðu knattspyrnuþjálfara þunga Birgir Jónasson, gjaldkeri Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands, segir að félögin geti ekki einhliða ákveðið það að draga niður þjálfara í launum. Það þurfi að taka samtalið og ákveða þetta í sameiningu. 8. apríl 2020 22:00 Yfirlýsing frá ÍA: Stefna á að vinna sig út úr miklum vanda í góðri sátt við leikmenn Knattspyrnufélag ÍA hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis um launamál leikmanna liðsins. 8. apríl 2020 15:48 Laun leikmanna ÍA lækkuð um helming án samráðs við þá Leikmenn ÍA eru ekki sáttir með hvernig staðið var að launalækkunum þeirra. 8. apríl 2020 13:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira
Í þætti gærkvöldsins af Sportið í kvöld voru launalækkanir í íþróttaheiminum til umræðu. Þá sérstaklega í kringum ÍA en fréttir bárust í gær að laun hefðu verið tekin af leikmönnum án samþykkis þeirra. ÍA gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þess efnis að unnið verði í málinu í góðri sátt við leikmenn félagsins. „Held að við séum að fara fá fréttir um þetta frá fleiri félögum. Ég veit að lið eru að reyna lækka laun leikmanna, þjálfara og allra í kringum félögin. Sáum bara fréttir um það í dag að leikmenn ÍA væru ósáttir,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi, en með honum voru Freyr Alexandersson og Hjörvar Hafliðason að þessu sinni. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Það þarf að nálgast viðfangsefnið þannig að það sé „samtal“ og allir séu upplýstir. Held að það sé mögulega mikilvægara en aldrei fyrr,“ sagði Freyr Alexandersson varðandi það að félögin þyrftu að upplýsa leikmenn og þjálfara um nákvæmlega hvað sé í gangi. „Ég skil að Freyr komi úr Laugardalnum og þurfi að tala eins og pólitíkus en þegar ég horfi á Skagann þá voru þeir reknir með rosalegu tapi í fyrra. Samt voru þeir að ná í Sindra Snæ Magnússon frá ÍBV og Aron Kristófer Lárusson frá Þór Akureyri á miðju tímabili. Þegar þeir sáu í hvað stefndi,“ sagði Hjörvar áður en Gummi greip inn í. „Ég velti fyrir mér þegar ég sá þessar tölur [60 milljón króna tap], sem komu út í kringum ársþing KSÍ frá Skagamönnum, hvernig gæti staðið á þessu og fyrsta sem mér datt í hug – og ég hef ekkert fyrir mér í þessu – er að þeir taka Tryggva Hrafn Haraldsson til baka. Hvort það hafi greiðslur átt eftir að koma frá Halmstad, þar sem Tryggvi Hrafn var, sem komu þar af leiðandi ekki hafi reiknast inn í bókhaldið sem tap,“ sagði Guðmundur um þennan mikla halla á rekstri ÍA. „Það er ekki svo stórt tap að það er í tugum milljóna,“ svaraði Freyr. Að lokum tók Hjörvar þó upp hanskann fyrir ÍA. „Raunveruleiki Skagamanna er raunveruleiki fótboltamanna um allan heim. Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu, er upp á Skaga núna og hann er eflaust að segja þeim frá því að það sé búið að taka helminginn af launum hans. Svona í takt við það sem er að gerast allstaðar.“ Hjörvar endaði svo með því að benda á að eflaust ýtti þetta undir það að Hörður Ingi Gunnarsson bakvörður ÍA, fari aftur í uppeldísfélag sitt FH. Skagamenn hafa nú þegar neitað tilboði Hafnfirðinga í þennan unga og efnilega bakvörð. Alveg í lokin barst svo umræðan út í mikilvægi yngri flokka þjálfara og þeirra hlutverk í mótun ungra barna sem stunda íþróttir. Umræðuna um launalækkanir í íþróttaheiminum má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Launalækkanir
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) ÍA Tengdar fréttir Hjörvar telur Ríkharð Jónsson bestan í sögu efstu deildar en hvað er besta liðið? Í síðasta þætti af Sportið í kvöld, frá því í gær, ræddu þeir Guðmundur Benediktsson, Freyr Alexandersson og Hjörvar Hafliðason um besta leikmann efstu deildar hér á landi frá upphafi sem og besta liðið. 9. apríl 2020 18:00 KSÍ greiðir liðum fyrr vegna sjónvarpssamninga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að greiða félögum í Pepsi Max deild karla fyrirfram samningsgreiðslu vegna sjónvarpssamninga. 9. apríl 2020 13:00 Segir stöðu knattspyrnuþjálfara þunga Birgir Jónasson, gjaldkeri Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands, segir að félögin geti ekki einhliða ákveðið það að draga niður þjálfara í launum. Það þurfi að taka samtalið og ákveða þetta í sameiningu. 8. apríl 2020 22:00 Yfirlýsing frá ÍA: Stefna á að vinna sig út úr miklum vanda í góðri sátt við leikmenn Knattspyrnufélag ÍA hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis um launamál leikmanna liðsins. 8. apríl 2020 15:48 Laun leikmanna ÍA lækkuð um helming án samráðs við þá Leikmenn ÍA eru ekki sáttir með hvernig staðið var að launalækkunum þeirra. 8. apríl 2020 13:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira
Hjörvar telur Ríkharð Jónsson bestan í sögu efstu deildar en hvað er besta liðið? Í síðasta þætti af Sportið í kvöld, frá því í gær, ræddu þeir Guðmundur Benediktsson, Freyr Alexandersson og Hjörvar Hafliðason um besta leikmann efstu deildar hér á landi frá upphafi sem og besta liðið. 9. apríl 2020 18:00
KSÍ greiðir liðum fyrr vegna sjónvarpssamninga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að greiða félögum í Pepsi Max deild karla fyrirfram samningsgreiðslu vegna sjónvarpssamninga. 9. apríl 2020 13:00
Segir stöðu knattspyrnuþjálfara þunga Birgir Jónasson, gjaldkeri Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands, segir að félögin geti ekki einhliða ákveðið það að draga niður þjálfara í launum. Það þurfi að taka samtalið og ákveða þetta í sameiningu. 8. apríl 2020 22:00
Yfirlýsing frá ÍA: Stefna á að vinna sig út úr miklum vanda í góðri sátt við leikmenn Knattspyrnufélag ÍA hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis um launamál leikmanna liðsins. 8. apríl 2020 15:48
Laun leikmanna ÍA lækkuð um helming án samráðs við þá Leikmenn ÍA eru ekki sáttir með hvernig staðið var að launalækkunum þeirra. 8. apríl 2020 13:00