Hafa yfirfarið ríflega átta þúsund skjálfta síðan í lok janúar Sylvía Hall skrifar 9. apríl 2020 21:30 Vísindamenn telja að þrjú innskot hafi orðið á árinu. vísir/vilhelm Vísindaráð almannavarna fór yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni á Reykjanessskaga á fjarfundi í gær. Þar var meðal annars farið yfir skjálftavirkni undanfarna mánuði, en skjálftahrina á Reykjanesskaga frá því í lok janúar er sú mesta frá upphafi mælinga. Á vef almannavarna kemur fram að þensla vegna kvikuinnskotsins mælist frá því um miðjan febrúar og fram í fyrstu vikuna í mars. Þessi mynd hafi svo skýrst betur þegar unnið var úr GPS mælingum Háskólans sem ekki eru beintengdar vöktunarkerfinu. Líkan staðsetur kvikuinnskotið á um 8 til 13 kílómetra dýpi, sem er líklega við botn jarðskorpunnar. Það er talsvert meira dýpi en kvikuinnskotin tvö við Þorbjörn. Á sama tíma mældist jarðskjálftavirkni á svipuðum slóðum sem er líklega til marks um spennubreytingar í jarðskorpunni í kring. Þá mælist enn landris með miðju vestan við Þorbjörn og nemur landsrisið um tíu sentimetrum frá því í lok janúar. Þann 26. janúar var lýst yfir óvissustigi vegna landrissins þar sem það þótti óvenju hratt. „Líkön af kvikuinnskoti gefa til kynna sillu á 3-4 km dýpi sem framkallar umtalsverða jarðskjálftavirkni á stóru svæði norðan við Grindavík. Engin merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði,“ segir á vef almannavarna. Mikilvægt að huga að forvörnum vegna jarðskjálfta Vísindamenn telja að þrjú innskot hafi orðið á árinu; það fyrsta 21. janúar til 1. febrúar vestan við Þorbjörn, annað frá 15. febrúar til 7. mars vestast á Reykjanessskaganum og það þriðja 6. mars til dagsins í dag. Jarðskjálftavirkni er enn mikil þó dregið hafi úr stærri skjálftum á Reykjanesskaga. Hjá Veðurstofu Íslandi hafi náttúruvársérfræðingar yfirfarið ríflega átta þúsund skjálfta á svæðinu síðan í lok janúar, sem sé mesta hrina sem mælst hefur á svæðinu frá upphafi mælinga en virknin er mest norðan Grindavíkur. Þá kemur fram í tilkynningunni að langflest hús hér á landi séu byggð þannig þau standist skjálfta sem líklegt þykir að geti orðið. Hætta sé á því að lausir munir fari af stað sé ekki rétt frá þeim gengið og því þurfi að huga að forvörnum vegna jarðskjálfta reglulega. „Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir tjón eða líkamsmeiðsl er að ganga vel frá húsgögnum og öðrum innanstokksmunum þannig að þau falli ekki ef jarðskjálfti ríður yfir. Áhrif jarðskjálfta, í hrinu eins og þeirri sem nú gengur yfir, getur gætt á öllum Reykjanesskaga, og er þá höfuðborgarsvæðið ekki undanskilið.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Vísbendingar um nýtt kvikuinnskot á Reykjanesi GPS mælingar og nánari úrvinnsla á fyrirliggjandi gögnum gefa vísbendingar um nýtt kvikuinnskot vestast á Reykjanesskaganum undir Rauðhólum og Sýrfelli. 2. apríl 2020 20:26 Tveir stórir eftirskjálftar mældust í kvöld Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3 12. mars 2020 20:08 150 skjálftar við Reykjanestá Upp úr hádegi í dag jókst aftur virkni í jarðskjálftahrinu sem verið hefur í gangi nálægt Reykjanestá allt frá 15. febrúar. 4. mars 2020 19:27 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Vísindaráð almannavarna fór yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni á Reykjanessskaga á fjarfundi í gær. Þar var meðal annars farið yfir skjálftavirkni undanfarna mánuði, en skjálftahrina á Reykjanesskaga frá því í lok janúar er sú mesta frá upphafi mælinga. Á vef almannavarna kemur fram að þensla vegna kvikuinnskotsins mælist frá því um miðjan febrúar og fram í fyrstu vikuna í mars. Þessi mynd hafi svo skýrst betur þegar unnið var úr GPS mælingum Háskólans sem ekki eru beintengdar vöktunarkerfinu. Líkan staðsetur kvikuinnskotið á um 8 til 13 kílómetra dýpi, sem er líklega við botn jarðskorpunnar. Það er talsvert meira dýpi en kvikuinnskotin tvö við Þorbjörn. Á sama tíma mældist jarðskjálftavirkni á svipuðum slóðum sem er líklega til marks um spennubreytingar í jarðskorpunni í kring. Þá mælist enn landris með miðju vestan við Þorbjörn og nemur landsrisið um tíu sentimetrum frá því í lok janúar. Þann 26. janúar var lýst yfir óvissustigi vegna landrissins þar sem það þótti óvenju hratt. „Líkön af kvikuinnskoti gefa til kynna sillu á 3-4 km dýpi sem framkallar umtalsverða jarðskjálftavirkni á stóru svæði norðan við Grindavík. Engin merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði,“ segir á vef almannavarna. Mikilvægt að huga að forvörnum vegna jarðskjálfta Vísindamenn telja að þrjú innskot hafi orðið á árinu; það fyrsta 21. janúar til 1. febrúar vestan við Þorbjörn, annað frá 15. febrúar til 7. mars vestast á Reykjanessskaganum og það þriðja 6. mars til dagsins í dag. Jarðskjálftavirkni er enn mikil þó dregið hafi úr stærri skjálftum á Reykjanesskaga. Hjá Veðurstofu Íslandi hafi náttúruvársérfræðingar yfirfarið ríflega átta þúsund skjálfta á svæðinu síðan í lok janúar, sem sé mesta hrina sem mælst hefur á svæðinu frá upphafi mælinga en virknin er mest norðan Grindavíkur. Þá kemur fram í tilkynningunni að langflest hús hér á landi séu byggð þannig þau standist skjálfta sem líklegt þykir að geti orðið. Hætta sé á því að lausir munir fari af stað sé ekki rétt frá þeim gengið og því þurfi að huga að forvörnum vegna jarðskjálfta reglulega. „Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir tjón eða líkamsmeiðsl er að ganga vel frá húsgögnum og öðrum innanstokksmunum þannig að þau falli ekki ef jarðskjálfti ríður yfir. Áhrif jarðskjálfta, í hrinu eins og þeirri sem nú gengur yfir, getur gætt á öllum Reykjanesskaga, og er þá höfuðborgarsvæðið ekki undanskilið.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Vísbendingar um nýtt kvikuinnskot á Reykjanesi GPS mælingar og nánari úrvinnsla á fyrirliggjandi gögnum gefa vísbendingar um nýtt kvikuinnskot vestast á Reykjanesskaganum undir Rauðhólum og Sýrfelli. 2. apríl 2020 20:26 Tveir stórir eftirskjálftar mældust í kvöld Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3 12. mars 2020 20:08 150 skjálftar við Reykjanestá Upp úr hádegi í dag jókst aftur virkni í jarðskjálftahrinu sem verið hefur í gangi nálægt Reykjanestá allt frá 15. febrúar. 4. mars 2020 19:27 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Vísbendingar um nýtt kvikuinnskot á Reykjanesi GPS mælingar og nánari úrvinnsla á fyrirliggjandi gögnum gefa vísbendingar um nýtt kvikuinnskot vestast á Reykjanesskaganum undir Rauðhólum og Sýrfelli. 2. apríl 2020 20:26
Tveir stórir eftirskjálftar mældust í kvöld Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3 12. mars 2020 20:08
150 skjálftar við Reykjanestá Upp úr hádegi í dag jókst aftur virkni í jarðskjálftahrinu sem verið hefur í gangi nálægt Reykjanestá allt frá 15. febrúar. 4. mars 2020 19:27