Aron tók á sig högg en liðsstjórinn æðislegi slapp Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2020 22:00 Aron Pálmarsson er spænskur meistari í handbolta með Barcelona. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Auðvitað er þetta högg en það eru allir að þessu,“ segir Aron Pálmarsson sem þurfti að taka á sig 70% launaskerðingu, tímabundið, líkt og aðrir leikmenn Barcelona vegna kórónuveirukrísunnar. Aron og félagar í handboltaliði Barcelona fá aðeins 30% launa sinna á meðan að útgöngubann er í borginni en það hefur verið framlengt til 25. maí. Aron segir leikmenn hafa litlu ráðið um það en það hafi vakið ólgu þegar fjölmiðlar sögðu leikmenn knattspyrnuliðsins fá 50% sinna launa. Sú var þó ekki raunin. „Þetta var sett upp fyrir okkur eins og að þetta væri eitthvað val en það var það í raun ekki. Það var annað hvort þetta eða að fara á bætur. Meðallaunin í landinu þarna eru 2.000 evrur þannig að það tóku allir hina leiðina. Þetta var sett á alla leikmenn klúbbsins, og ég fékk einmitt mikið af spurningum með fótboltamennina því þeir voru að semja lengur, eða það kom í fjölmiðlum alla vega. Það var einmitt fyrsta spurning okkar þegar við lásum það; „Bíddu eigum við að taka 70% lækkun en þeir ekki?“,“ sagði Aron í Sportinu í dag. Gildir á meðan það er útgöngubann Aron segir að það hafi hins vegar komið í ljós að Lionel Messi og félagar væru að berjast gegn því að starfsfólk Barcelona, annað en leikmenn, þyrfti að lækka í launum. „Klúbburinn byrjaði á því að ætla að lækka alla starfsmenn félagsins um 70%. Þá erum við að tala um leikmenn, þjálfara, sjúkraþjálfara, lækna, öryggisverði og bara alla. Þeir voru að berjast fyrir því að aðeins leikmenn myndu taka á sig þessa lækkun, og það endaði með því að bara leikmenn og þjálfarar lækkuðu,“ sagði Aron og nefndi dæmi um starfsmann sem honum hefði fundist ótækt að þyrfti að lækka um 70% í launum: „Liðsstjórinn okkar er æðislegasti gaur sem að þú finnur. Kemur frá Kúbu og læknirinn okkar reddaði honum einhvern veginn í þessa vinnu. Liðsstjórar eru „já og amen“-gæjar en þessi er bara besti maður sem að þú finnur. Hann átti að lækka um 70% en fótboltinn græjaði það að svo yrði ekki. Það var því ekki rétt að þeir [fótboltamenn Barcelona] hefðu ekki viljað taka á sig launaskerðingu. Það endaði bara þannig. Auðvitað er þetta högg en það eru allir að þessu. Þetta er bara tímabundið, á meðan að það er útgöngubann í landinu, á meðan að önnur lið eru kannski búin að semja um 30-40% lækkun í hálft ár eða eitthvað. Á endanum kemur þetta þá kannski út á það sama,“ sagði Aron. Klippa: Sportið í dag - Aron um launalækkanir hjá Barcelona Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Spænski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron og samherjar lækka um 70% í launum Barcelona bregst við tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. 26. mars 2020 14:30 Aron hefur verið meistari samfellt í 2927 daga Aron Pálmarsson varð landsmeistari níunda árið í röð í gærkvöldi þegar Barcelona liðið var krýndur spænskur meistari í handbolta. 6. maí 2020 14:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
„Auðvitað er þetta högg en það eru allir að þessu,“ segir Aron Pálmarsson sem þurfti að taka á sig 70% launaskerðingu, tímabundið, líkt og aðrir leikmenn Barcelona vegna kórónuveirukrísunnar. Aron og félagar í handboltaliði Barcelona fá aðeins 30% launa sinna á meðan að útgöngubann er í borginni en það hefur verið framlengt til 25. maí. Aron segir leikmenn hafa litlu ráðið um það en það hafi vakið ólgu þegar fjölmiðlar sögðu leikmenn knattspyrnuliðsins fá 50% sinna launa. Sú var þó ekki raunin. „Þetta var sett upp fyrir okkur eins og að þetta væri eitthvað val en það var það í raun ekki. Það var annað hvort þetta eða að fara á bætur. Meðallaunin í landinu þarna eru 2.000 evrur þannig að það tóku allir hina leiðina. Þetta var sett á alla leikmenn klúbbsins, og ég fékk einmitt mikið af spurningum með fótboltamennina því þeir voru að semja lengur, eða það kom í fjölmiðlum alla vega. Það var einmitt fyrsta spurning okkar þegar við lásum það; „Bíddu eigum við að taka 70% lækkun en þeir ekki?“,“ sagði Aron í Sportinu í dag. Gildir á meðan það er útgöngubann Aron segir að það hafi hins vegar komið í ljós að Lionel Messi og félagar væru að berjast gegn því að starfsfólk Barcelona, annað en leikmenn, þyrfti að lækka í launum. „Klúbburinn byrjaði á því að ætla að lækka alla starfsmenn félagsins um 70%. Þá erum við að tala um leikmenn, þjálfara, sjúkraþjálfara, lækna, öryggisverði og bara alla. Þeir voru að berjast fyrir því að aðeins leikmenn myndu taka á sig þessa lækkun, og það endaði með því að bara leikmenn og þjálfarar lækkuðu,“ sagði Aron og nefndi dæmi um starfsmann sem honum hefði fundist ótækt að þyrfti að lækka um 70% í launum: „Liðsstjórinn okkar er æðislegasti gaur sem að þú finnur. Kemur frá Kúbu og læknirinn okkar reddaði honum einhvern veginn í þessa vinnu. Liðsstjórar eru „já og amen“-gæjar en þessi er bara besti maður sem að þú finnur. Hann átti að lækka um 70% en fótboltinn græjaði það að svo yrði ekki. Það var því ekki rétt að þeir [fótboltamenn Barcelona] hefðu ekki viljað taka á sig launaskerðingu. Það endaði bara þannig. Auðvitað er þetta högg en það eru allir að þessu. Þetta er bara tímabundið, á meðan að það er útgöngubann í landinu, á meðan að önnur lið eru kannski búin að semja um 30-40% lækkun í hálft ár eða eitthvað. Á endanum kemur þetta þá kannski út á það sama,“ sagði Aron. Klippa: Sportið í dag - Aron um launalækkanir hjá Barcelona Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Spænski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron og samherjar lækka um 70% í launum Barcelona bregst við tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. 26. mars 2020 14:30 Aron hefur verið meistari samfellt í 2927 daga Aron Pálmarsson varð landsmeistari níunda árið í röð í gærkvöldi þegar Barcelona liðið var krýndur spænskur meistari í handbolta. 6. maí 2020 14:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Aron og samherjar lækka um 70% í launum Barcelona bregst við tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. 26. mars 2020 14:30
Aron hefur verið meistari samfellt í 2927 daga Aron Pálmarsson varð landsmeistari níunda árið í röð í gærkvöldi þegar Barcelona liðið var krýndur spænskur meistari í handbolta. 6. maí 2020 14:00