Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. apríl 2020 21:30 Ferða- og einangrunarhjúpurinn kemur í veg fyrir að Covid19 smitaður einstaklingur smiti út frá sér þegar hann er fluttur á milli staða. Vísir/Einar Á. Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. Vöruhönnuður segir tækið þegar hafa sannað sig. Fyrir tæpum tveimur vikum fékk stoðtækjafyrirtækið Össur beiðni um hvort fyrirtækið gæti komið að framleiðslu á ferða- og einangrunarhjúpum sem notaðir eru við flutning á Covid19-smituðum án þess smithætta sé til staðar. Fáir slíkir hjúpar eru til hér á landi og hafði Landspítalinn pantað fleiri frá birgja erlendis en afhendingartími var óljós. Því var leitað annarra ráða en Össur hafði áður komið til hjálpar með að útvega pinna sem notaðir eru við sýnatöku vegna veirunnar. Ferða- og einangrunarhjúpur sem stoðtækjafyrirtækið Össur framleiddi.Vísir/Einar Á. Vel tekið í beiðni Landspítalans „Það fór bara allt af stað. Það stukku allir til. Við erum hérna lítið teymi sem að keyrum á þetta að fullu og fáum aðstoð í öllu húsinu,“ segir Lárus Gunnsteinsson, vöruhönnuður hjá Össuri. Tveimur dögum síðar hafi fyrsti hjúpurinn verið afhentur og síðan þá fleiri verið framleiddir. Eðli málsins samkvæmt þurfum lækninga- og hjúkrunarvörur að fara í gegnum margra mánaða samþykktarferli. Það hafi ekki þurft í þessu tilfelli. „Lögfræðingar beggja fyrirtækjanna, Össurar og Landspítalans þeir sömu um það og gæðaeftirlit okkar fór í gegnum það. Núna erum við að bjarga mannslífum en hins vegar, og til þess að árétta það, að þá kunnum við þetta. Það eru hlutir í þessu sem við erum með hér er betra heldur en það sem fæst og er framleitt sem lækningatæki,“ segir Lárus. Þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir vöru sem þessari í heiminum hefur ekki verið tekin ákvörðun um frekari framleiðslu. „Ég veit það ekki. Það er kannski annarra að ákveða það. Þetta er kannski ekki það sem við höfum verið í, en maður veit aldrei sína ævi,“ segir Lárus og bætir við að þótt fáir dagar séu liðnir sé þegar komin góð reynsla á hjúpnum hjá Landspítalanum. „Þessi fyrst sem við gerðum, það tók okkur fjóra daga að teikna og búa hann til og á honum byggjum við hina. Við fórum með hann á Landspítalann fyrir viku. Tókum hann svo til baka á laugardaginn. Hann leit úr fyrir að vera mikið notaður. Við erum að endurbæta hann, þannig að þetta er greinilega mikið notað,“ segir Lárus. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. Vöruhönnuður segir tækið þegar hafa sannað sig. Fyrir tæpum tveimur vikum fékk stoðtækjafyrirtækið Össur beiðni um hvort fyrirtækið gæti komið að framleiðslu á ferða- og einangrunarhjúpum sem notaðir eru við flutning á Covid19-smituðum án þess smithætta sé til staðar. Fáir slíkir hjúpar eru til hér á landi og hafði Landspítalinn pantað fleiri frá birgja erlendis en afhendingartími var óljós. Því var leitað annarra ráða en Össur hafði áður komið til hjálpar með að útvega pinna sem notaðir eru við sýnatöku vegna veirunnar. Ferða- og einangrunarhjúpur sem stoðtækjafyrirtækið Össur framleiddi.Vísir/Einar Á. Vel tekið í beiðni Landspítalans „Það fór bara allt af stað. Það stukku allir til. Við erum hérna lítið teymi sem að keyrum á þetta að fullu og fáum aðstoð í öllu húsinu,“ segir Lárus Gunnsteinsson, vöruhönnuður hjá Össuri. Tveimur dögum síðar hafi fyrsti hjúpurinn verið afhentur og síðan þá fleiri verið framleiddir. Eðli málsins samkvæmt þurfum lækninga- og hjúkrunarvörur að fara í gegnum margra mánaða samþykktarferli. Það hafi ekki þurft í þessu tilfelli. „Lögfræðingar beggja fyrirtækjanna, Össurar og Landspítalans þeir sömu um það og gæðaeftirlit okkar fór í gegnum það. Núna erum við að bjarga mannslífum en hins vegar, og til þess að árétta það, að þá kunnum við þetta. Það eru hlutir í þessu sem við erum með hér er betra heldur en það sem fæst og er framleitt sem lækningatæki,“ segir Lárus. Þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir vöru sem þessari í heiminum hefur ekki verið tekin ákvörðun um frekari framleiðslu. „Ég veit það ekki. Það er kannski annarra að ákveða það. Þetta er kannski ekki það sem við höfum verið í, en maður veit aldrei sína ævi,“ segir Lárus og bætir við að þótt fáir dagar séu liðnir sé þegar komin góð reynsla á hjúpnum hjá Landspítalanum. „Þessi fyrst sem við gerðum, það tók okkur fjóra daga að teikna og búa hann til og á honum byggjum við hina. Við fórum með hann á Landspítalann fyrir viku. Tókum hann svo til baka á laugardaginn. Hann leit úr fyrir að vera mikið notaður. Við erum að endurbæta hann, þannig að þetta er greinilega mikið notað,“ segir Lárus.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira