Forréttindi þeirra sem njóta sakamála Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir skrifar 14. maí 2020 16:00 Á þessum ótrúlegu tímum sem búum við í dag gerir fólk allt í þeirra valdi til að dreifa huganum, láta tímann líða og bíða betri stunda. Í sérstökum BBC hlaðvarpsþætti sem fjallaði um leiðir til þess að líða betur á Covid-tímum töluðu viðmælendur um að hreyfa sig, hlusta á tónlist, læra á hljóðfæri, að elda eða baka eitthvað nýtt, lesa bækurnar sem hafa beðið árum saman, að skála á happy hour í gegnum myndsímtal og að sérstaklega sé gott að taka bara einn dag í einu. Sjálf hef ég mikið notast við glæpasögur, í hvaða formi sem þær bjóðast. Þar get ég allt í einu gengið inn í aðstæður þar sem er söguþráður, spenna og hasar og svo er einhver fundinn sekur og mér finnst, þó það sé bara um stutta stund, eins og ég hafi örlitla stjórn. Ég veit hvað gerist næst. Sakamálasögur hafa verið notaðar til skemmtunar í áraraðir. Hvort sem það er í formi bóka, þáttaraða, bíómynda eða, líkt og hefur verið vinsælt nýverið, hlaðvarpa. Aðdáendurnir eru margir og konur þar í miklum meirihluta. Sjálf eyði ég klukkustundum saman í að hlusta og horfa á sögur af sakamálum og nýt þess í botn. En ég kemst upp með það, forréttindi mín sveipa mig sakleysishulu og ég held áfram að kveikja á næsta þætti eða setja í mig heyrnartólin og hlusta. Inn valsa raddir sem segja mér frá blóðugum morðum og hræðilegum atburðum en um leið og það verður of mikið get ég einfaldlega ýtt á pásu og tekið úr mér tólin. Þá er ég strax aftur mætt í minn rólega og ofbeldislausa raunveruleika. Allt er gott á ný. En því miður eru það ekki forréttindi sem allir njóta. Það eru ekki allir sem geta notast við glæpasögur sem afþreyingu, fyrir sumum eru þær hreinlega raunveruleiki. Jafnvel daglegur. Nú á Covid-tímum hefur heimilisofbeldi aukist snarlega, um heil 11%, ofbeldi gagnvart börnum sem beint eru rakin til veirunnar komin uppá borð hjá Barnaverndarnefnd og það sem er þyngra en tárum taki, tveir einstaklingar hafa látið lífið. Við sem notum sögur um sakamál til dægrastyttingar berum oft fyrir okkur að það sé til þess að læra hvað sé best að gera skyldum við einn daginn lenda í slíkum aðstæðum, að við séum eftir allt saman einhvernveginn, kannski, mögulega, betur undirbúin. Ó hvað ég vona að það sé satt, ég vona að allar þessar klukkustundir kenni okkur að þekkja merkin, spyrja spurninga, hringja á hjálp frekar einum of oft en einum of sjaldan, skipta okkur af, aðstoða og vera til staðar. Ó hvað ég vona að það sé satt. Höfundur er mannfræðingur og meistaranemi í miðlun- og almannatengslum við Goldsmiths University í London. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Á þessum ótrúlegu tímum sem búum við í dag gerir fólk allt í þeirra valdi til að dreifa huganum, láta tímann líða og bíða betri stunda. Í sérstökum BBC hlaðvarpsþætti sem fjallaði um leiðir til þess að líða betur á Covid-tímum töluðu viðmælendur um að hreyfa sig, hlusta á tónlist, læra á hljóðfæri, að elda eða baka eitthvað nýtt, lesa bækurnar sem hafa beðið árum saman, að skála á happy hour í gegnum myndsímtal og að sérstaklega sé gott að taka bara einn dag í einu. Sjálf hef ég mikið notast við glæpasögur, í hvaða formi sem þær bjóðast. Þar get ég allt í einu gengið inn í aðstæður þar sem er söguþráður, spenna og hasar og svo er einhver fundinn sekur og mér finnst, þó það sé bara um stutta stund, eins og ég hafi örlitla stjórn. Ég veit hvað gerist næst. Sakamálasögur hafa verið notaðar til skemmtunar í áraraðir. Hvort sem það er í formi bóka, þáttaraða, bíómynda eða, líkt og hefur verið vinsælt nýverið, hlaðvarpa. Aðdáendurnir eru margir og konur þar í miklum meirihluta. Sjálf eyði ég klukkustundum saman í að hlusta og horfa á sögur af sakamálum og nýt þess í botn. En ég kemst upp með það, forréttindi mín sveipa mig sakleysishulu og ég held áfram að kveikja á næsta þætti eða setja í mig heyrnartólin og hlusta. Inn valsa raddir sem segja mér frá blóðugum morðum og hræðilegum atburðum en um leið og það verður of mikið get ég einfaldlega ýtt á pásu og tekið úr mér tólin. Þá er ég strax aftur mætt í minn rólega og ofbeldislausa raunveruleika. Allt er gott á ný. En því miður eru það ekki forréttindi sem allir njóta. Það eru ekki allir sem geta notast við glæpasögur sem afþreyingu, fyrir sumum eru þær hreinlega raunveruleiki. Jafnvel daglegur. Nú á Covid-tímum hefur heimilisofbeldi aukist snarlega, um heil 11%, ofbeldi gagnvart börnum sem beint eru rakin til veirunnar komin uppá borð hjá Barnaverndarnefnd og það sem er þyngra en tárum taki, tveir einstaklingar hafa látið lífið. Við sem notum sögur um sakamál til dægrastyttingar berum oft fyrir okkur að það sé til þess að læra hvað sé best að gera skyldum við einn daginn lenda í slíkum aðstæðum, að við séum eftir allt saman einhvernveginn, kannski, mögulega, betur undirbúin. Ó hvað ég vona að það sé satt, ég vona að allar þessar klukkustundir kenni okkur að þekkja merkin, spyrja spurninga, hringja á hjálp frekar einum of oft en einum of sjaldan, skipta okkur af, aðstoða og vera til staðar. Ó hvað ég vona að það sé satt. Höfundur er mannfræðingur og meistaranemi í miðlun- og almannatengslum við Goldsmiths University í London.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun