Fréttir á tímum veirunnar Hjálmar Jónsson skrifar 6. apríl 2020 18:00 Aldrei er mikilvægi upplýsingakerfis samfélagsins og ritstýrðra fjölmiðla, sem bera það uppi, augljósara en á tímum eins og þessum þegar öllu skiptir að almenningur fái áreiðanlegar og greinargóðar upplýsingar um aðstæður í samfélaginu og ástæður aðgerða sem allur almenningur þarf að taka þátt í til þess að þær nái tilætluðum árangri. Skilningi á þessum veruleika er ekki síst að þakka það hversu vel hefur tekist til við að virkja allan almenning í baráttu við þann vágest sem veiran COVID-19 sannarlega er. Daglegir upplýsingafundir þríeykisins frá upphafi faraldursins eru til fyrirmyndar og forsenda þess trúverðugleika sem aðgerðir til þess að berjast við hann hafa í huga almennings. Gagnsæi og gagnrýnin umfjöllun er það sem fólk horfir til á tímum eins og þessum og mikilvægi hefðbundinna fjölmiðla er meira en ella vegna útbreiddrar notkunar samfélagsmiðla og viðhorfa sem þar koma fram sem oft og tíðum eiga sér ekki stoð í veruleikanum. Almenningur þarf sannreyndar upplýsingar og þær fær hann í hefðbundnum ritstýrðum fjölmiðlum. Nú þarf ekki að fjölyrða um erfiðar rekstraraðstæður einkarekinna fjölmiðla hér á landi og annars staðar í heiminum. Fáar ef nokkrar starfsgreinar hafa mátt þola jafn stórfelldar breytingar og fölmiðlar hafa mátt upplifa á síðustu 30 árum. Margvíslega tækifæri eru vissulega fólgin í þeirri þróun, að mínu mati, en það breytir ekki þeirri staðreynd að tekjumódel fjölmiðla er í uppnámi og hefur verið síðustu 15-20 árin. Það er augljóst öllum sem til þekkja að komið er að sársaukamörkum í þeim efnum. Almenningur þarf að fjármagna upplýsingakerfi samfélagsins með einum eða öðrum hætti nú um stundir, eins og hann gerði forðum með áskrfitum sínum, sem jafnframt voru lengst af undirstaða auglýsingatekna hefðbundinna fjölmiðla. Almenningur fjármagnar auðvitað fjölmiðla í samfélagseigu, eins og hefð er fyrir, en við þurfum að horfa til þess hvernig hægt er að tryggja rekstrargrunn einkrekinna fjölmiðla einnig. Stærstur hluti frétta sem birtast daglega og eiga erindi við almenning er birtur í þeim. Menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um stuðningt við fjölmiðla. Það er góðra gjalda vert, þó mun lengra þurfi að ganga að mínu viti. Aðstæður nú kalla hins vegar á aðgerðir strax. Það er augljóst að fjölmiðlar eru að verða fyrir tekjutapi vegna þeirra hremminga sem efnahagslífið er í vegna faraldursins. Það er jafn augljóst að fjölmiðlar geta ekki nýtt sér úrræði um skert starfshlutfall, þar sem að aldrei er meiri þörf fyrir upplýsta og vandaða umfjöllun en einmitt nú. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð hafa þegar brugðist við með sértækum aðgerðum til styrktar fjölmiðlum og ég vil hér með skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við með sambærilegum hætti. Stjórnvöld hafa hingað til sýnt að þau geta brugðist við hratt og markvisst og ég hef fulla trú á að þau geti einnig gert það í þessum efnum. Höfundur er formaður BÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálmar Jónsson Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Aldrei er mikilvægi upplýsingakerfis samfélagsins og ritstýrðra fjölmiðla, sem bera það uppi, augljósara en á tímum eins og þessum þegar öllu skiptir að almenningur fái áreiðanlegar og greinargóðar upplýsingar um aðstæður í samfélaginu og ástæður aðgerða sem allur almenningur þarf að taka þátt í til þess að þær nái tilætluðum árangri. Skilningi á þessum veruleika er ekki síst að þakka það hversu vel hefur tekist til við að virkja allan almenning í baráttu við þann vágest sem veiran COVID-19 sannarlega er. Daglegir upplýsingafundir þríeykisins frá upphafi faraldursins eru til fyrirmyndar og forsenda þess trúverðugleika sem aðgerðir til þess að berjast við hann hafa í huga almennings. Gagnsæi og gagnrýnin umfjöllun er það sem fólk horfir til á tímum eins og þessum og mikilvægi hefðbundinna fjölmiðla er meira en ella vegna útbreiddrar notkunar samfélagsmiðla og viðhorfa sem þar koma fram sem oft og tíðum eiga sér ekki stoð í veruleikanum. Almenningur þarf sannreyndar upplýsingar og þær fær hann í hefðbundnum ritstýrðum fjölmiðlum. Nú þarf ekki að fjölyrða um erfiðar rekstraraðstæður einkarekinna fjölmiðla hér á landi og annars staðar í heiminum. Fáar ef nokkrar starfsgreinar hafa mátt þola jafn stórfelldar breytingar og fölmiðlar hafa mátt upplifa á síðustu 30 árum. Margvíslega tækifæri eru vissulega fólgin í þeirri þróun, að mínu mati, en það breytir ekki þeirri staðreynd að tekjumódel fjölmiðla er í uppnámi og hefur verið síðustu 15-20 árin. Það er augljóst öllum sem til þekkja að komið er að sársaukamörkum í þeim efnum. Almenningur þarf að fjármagna upplýsingakerfi samfélagsins með einum eða öðrum hætti nú um stundir, eins og hann gerði forðum með áskrfitum sínum, sem jafnframt voru lengst af undirstaða auglýsingatekna hefðbundinna fjölmiðla. Almenningur fjármagnar auðvitað fjölmiðla í samfélagseigu, eins og hefð er fyrir, en við þurfum að horfa til þess hvernig hægt er að tryggja rekstrargrunn einkrekinna fjölmiðla einnig. Stærstur hluti frétta sem birtast daglega og eiga erindi við almenning er birtur í þeim. Menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um stuðningt við fjölmiðla. Það er góðra gjalda vert, þó mun lengra þurfi að ganga að mínu viti. Aðstæður nú kalla hins vegar á aðgerðir strax. Það er augljóst að fjölmiðlar eru að verða fyrir tekjutapi vegna þeirra hremminga sem efnahagslífið er í vegna faraldursins. Það er jafn augljóst að fjölmiðlar geta ekki nýtt sér úrræði um skert starfshlutfall, þar sem að aldrei er meiri þörf fyrir upplýsta og vandaða umfjöllun en einmitt nú. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð hafa þegar brugðist við með sértækum aðgerðum til styrktar fjölmiðlum og ég vil hér með skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við með sambærilegum hætti. Stjórnvöld hafa hingað til sýnt að þau geta brugðist við hratt og markvisst og ég hef fulla trú á að þau geti einnig gert það í þessum efnum. Höfundur er formaður BÍ
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun