Johnson enn við stjórnvölinn þrátt fyrir sjúkrahúsleguna Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2020 10:10 Forsætisráðherrann var lagður inn á sjúkrahús heilags Tómasar í gærkvöldi. Hann hefur verið með þrálátan hita og kærasta hans segist hafa verið rúmliggjandi í viku án þess þó að hún hafi fengið greiningu á veikindunum. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, stýrir enn ríkisstjórninni þrátt fyrir að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús vegna COVID-19-veikinda í gærkvöldi, að sögn innanríkisráðherra Bretlands. Dominic Raab, utanríkisráðherra, stýrir ríkisstjórnarfundum í fjarveru Johnson. Forsætisráðherrann var fluttur á sjúkrahús vegna þrálátra einkenna COVID-19 sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í gær. Það var sagt í „varúðarskyni“ og að ráðleggingum læknis. Johnson, sem er 55 ára gamall, greindist smitaður af veirunni fyrir tíu dögum og hefur unnið heima hjá sér síðan. Robert Jenrick, innanríkisráðherra, sagði breska ríkisútvarpinu BBC í morgun, að vonir stæðu til þess að Johnson gæti snúið sem fyrst aftur í Downing-stræti 10. „Ég er viss um að þetta er mjög erfitt fyrir hann, fyrir einhvern eins og Boris sem vill vera virkur í að stýra ríkisstjórninni úr brúnni, en hann stýrir engu að síður algerlega ríkisstjórninni,“ sagði Jenrick. Bretar búa sig nú undir það sem stefnir í að vera versta vika faraldursins til þessa. Tilkynnt var um 600 ný dauðsföll vegna veirunnar í gær. Elísabet drottning ávarpaði þjóðina í gær og hvatti landsmenn til þess að leggja sitt af mörkum. „Ég vona að um ókomin ár geti allir verið stoltir af því hvernig þeir brugðust við þessari áskorun og að þeir sem koma á eftir okkur segja að Bretar þessarar kynslóðar hafi verið eins sterkir og nokkur önnur,“ sagði drottningin sem er 93 ára gömul. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið lagður inn á sjúkrahús til að undirgangast prófanir, tíu dögum eftir að hann greindist með kórónuveiruna. 5. apríl 2020 20:29 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, stýrir enn ríkisstjórninni þrátt fyrir að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús vegna COVID-19-veikinda í gærkvöldi, að sögn innanríkisráðherra Bretlands. Dominic Raab, utanríkisráðherra, stýrir ríkisstjórnarfundum í fjarveru Johnson. Forsætisráðherrann var fluttur á sjúkrahús vegna þrálátra einkenna COVID-19 sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í gær. Það var sagt í „varúðarskyni“ og að ráðleggingum læknis. Johnson, sem er 55 ára gamall, greindist smitaður af veirunni fyrir tíu dögum og hefur unnið heima hjá sér síðan. Robert Jenrick, innanríkisráðherra, sagði breska ríkisútvarpinu BBC í morgun, að vonir stæðu til þess að Johnson gæti snúið sem fyrst aftur í Downing-stræti 10. „Ég er viss um að þetta er mjög erfitt fyrir hann, fyrir einhvern eins og Boris sem vill vera virkur í að stýra ríkisstjórninni úr brúnni, en hann stýrir engu að síður algerlega ríkisstjórninni,“ sagði Jenrick. Bretar búa sig nú undir það sem stefnir í að vera versta vika faraldursins til þessa. Tilkynnt var um 600 ný dauðsföll vegna veirunnar í gær. Elísabet drottning ávarpaði þjóðina í gær og hvatti landsmenn til þess að leggja sitt af mörkum. „Ég vona að um ókomin ár geti allir verið stoltir af því hvernig þeir brugðust við þessari áskorun og að þeir sem koma á eftir okkur segja að Bretar þessarar kynslóðar hafi verið eins sterkir og nokkur önnur,“ sagði drottningin sem er 93 ára gömul.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið lagður inn á sjúkrahús til að undirgangast prófanir, tíu dögum eftir að hann greindist með kórónuveiruna. 5. apríl 2020 20:29 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Boris Johnson lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið lagður inn á sjúkrahús til að undirgangast prófanir, tíu dögum eftir að hann greindist með kórónuveiruna. 5. apríl 2020 20:29