Eiginmaðurinn tók þríþrautarkempuna bókstaflega úr sambandi: „Þvílíkur bjáni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2020 10:45 Mirinda Carfrae kemur hér í mark í þríþrautarkeppni árið 2018 en vegna COVID-19 hefur hún ekki getað keppt að undanförnu EPA-EFE/BRUCE OMOR Samkomubann og útbreiðsla kórónuveirunnar hefur séð til þess að þríþrautarfólk keppir ekki þessa dagana ekki frekar en flest annað íþróttafólk. Íþróttakeppnum hefur verið frestað út um allan heim. Hin ástralska Mirinda Carfrae er fyrrum heimsmeistari í þríþraut og hefur enn mikla þörf fyrir að keppa. Hún ætlaði ekki að láta samkomubann stoppa sig og ákvað að nýta sér nýjustu tækni til að fá útrás fyrir keppnisskapið. 'What an idiot!' Triathlete forced out of virtual bike race ... after husband trips over power cord https://t.co/M7sJYHSc0g— Guardian sport (@guardian_sport) April 5, 2020 Mirinda fann nefnilega leið til þess að keppa þegar sett var upp sýndarveruleikakeppni þar sem keppendur kepptu í gegnum netið frá heimilum sínum. Keppnin hét „Ironman VR Pro Challenge“ og Mirinda Carfrae tók þátt frá heimili sínu í Colarado fylki í Bandaríkjunum. Keppnin var send út í beinni á fésbókinni og var mjög spennandi. Mirinda Carfrae varð í öðru sæti þegar ógæfan dundi yfir. Tim O’Donnell, eiginmaður Mirinda Carfrae og einnig þríþrautarkappi, varð þá á þau mistök að taka eiginkonu sína bókstaflega úr sambandi. Hann kom inn í herbergið til hennar og féll um rafmagnssnúruna og tók vélina um leið úr sambandi. A triathlete had her virtual race derailed by her husband. Three-time world champion Mirinda Carfrae was doing well in the race until her husband accidentally tripped and unplugged her bike.... https://t.co/37hjSuGJf8 #coronaproblems— Sam Baker (@SamBaker) April 6, 2020 Mirinda Carfrae sagði frá því í viðtali í fésbókarútsendingu keppninnar að eiginmaðurinn hafi komið inn í herbergið til að hvetja hana áfram en endaði á því að klúðra keppninni fyrir hana. „Hann tók þá ákvörðun að koma með bikarana mína inn í herbergið til að hvetja mig áfram en þegar hann labbaði aftur fyrir vélina þá tók hana úr sambandi. Þvílíkur bjáni,“ sagði hin 39 ára gamla Mirinda Carfrae. Það þarf varla að taka það fram en keppnin var búin fyrir Mirinda Carfrae og það dugði ekkert að setja hana aftur í samband. Mirinda Carfrae ætlar samt ekki að hefna sín þegar eiginmaðurinn keppir í karlaflokki. „Tim er að keppa um næstu helgi en ég ætla ekki að taka hann úr sambandi,“ sagði Mirinda Carfrae. Þríþraut Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Sjá meira
Samkomubann og útbreiðsla kórónuveirunnar hefur séð til þess að þríþrautarfólk keppir ekki þessa dagana ekki frekar en flest annað íþróttafólk. Íþróttakeppnum hefur verið frestað út um allan heim. Hin ástralska Mirinda Carfrae er fyrrum heimsmeistari í þríþraut og hefur enn mikla þörf fyrir að keppa. Hún ætlaði ekki að láta samkomubann stoppa sig og ákvað að nýta sér nýjustu tækni til að fá útrás fyrir keppnisskapið. 'What an idiot!' Triathlete forced out of virtual bike race ... after husband trips over power cord https://t.co/M7sJYHSc0g— Guardian sport (@guardian_sport) April 5, 2020 Mirinda fann nefnilega leið til þess að keppa þegar sett var upp sýndarveruleikakeppni þar sem keppendur kepptu í gegnum netið frá heimilum sínum. Keppnin hét „Ironman VR Pro Challenge“ og Mirinda Carfrae tók þátt frá heimili sínu í Colarado fylki í Bandaríkjunum. Keppnin var send út í beinni á fésbókinni og var mjög spennandi. Mirinda Carfrae varð í öðru sæti þegar ógæfan dundi yfir. Tim O’Donnell, eiginmaður Mirinda Carfrae og einnig þríþrautarkappi, varð þá á þau mistök að taka eiginkonu sína bókstaflega úr sambandi. Hann kom inn í herbergið til hennar og féll um rafmagnssnúruna og tók vélina um leið úr sambandi. A triathlete had her virtual race derailed by her husband. Three-time world champion Mirinda Carfrae was doing well in the race until her husband accidentally tripped and unplugged her bike.... https://t.co/37hjSuGJf8 #coronaproblems— Sam Baker (@SamBaker) April 6, 2020 Mirinda Carfrae sagði frá því í viðtali í fésbókarútsendingu keppninnar að eiginmaðurinn hafi komið inn í herbergið til að hvetja hana áfram en endaði á því að klúðra keppninni fyrir hana. „Hann tók þá ákvörðun að koma með bikarana mína inn í herbergið til að hvetja mig áfram en þegar hann labbaði aftur fyrir vélina þá tók hana úr sambandi. Þvílíkur bjáni,“ sagði hin 39 ára gamla Mirinda Carfrae. Það þarf varla að taka það fram en keppnin var búin fyrir Mirinda Carfrae og það dugði ekkert að setja hana aftur í samband. Mirinda Carfrae ætlar samt ekki að hefna sín þegar eiginmaðurinn keppir í karlaflokki. „Tim er að keppa um næstu helgi en ég ætla ekki að taka hann úr sambandi,“ sagði Mirinda Carfrae.
Þríþraut Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Sjá meira