Boris Johnson lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar Eiður Þór Árnason skrifar 5. apríl 2020 20:29 Boris Johnson á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar. Getty/Leon Neal Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið lagður inn á sjúkrahús til að undirgangast athuganir. Tíu dagar eru nú síðan hann greindist með kórónuveiruna. Talskona forsætisráðuneytisins segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að Johnson sé enn með einkenni veirusýkingarinnar og sé meðal annars með háan hita. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Lundúnum nú undir kvöld að læknisráði og er innlögnin sögð vera varúðarráðstöfun. Forsætisráðherrann mun undirgangast venjubundnar athuganir og er reiknað með því að hann dvelji þar í nótt. Á föstudag birti Johnson myndband á Twitter þar sem hann sagðist vera með minniháttar einkenni. Á laugardag greindi Carrie Symonds, ólétt unnusta hans, frá því á Twitter að hún hafi verið rúmliggjandi í viku með einkenni veirunnar. Hún hafði þá ekki enn farið í sýnatöku. Another quick update from me on our campaign against #coronavirus.You are saving lives by staying at home, so I urge you to stick with it this weekend, even if we do have some fine weather.#StayHomeSaveLives pic.twitter.com/4GHmJhxXQ0— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) April 3, 2020 Johnson hefur unnið heima frá því að tilkynnt var um smitið þann 27. mars síðastliðinn. Hann mun áfram leiða ríkisstjórnina og hvetur fólk til þess að fylgja tilmælum um félagsforðun. Forsætisráðherrann hefur verið duglegur að deila skilaboðum á samfélagsmiðlum eftir að hann fór í einangrun og stýrði fundi um viðbrögð þarlendra stjórnvalda við faraldrinum á föstudag í gegnum fjarfundarbúnað. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar um tæpan fjórðung í Bretlandi 684 hafa dáið vegna Covid-19 í Bretlandi á undanförnum sólarhring og er heildarfjöldi látinna nú í 3.605. Fjöldi látinna hefur verið að aukast síðustu daga og hefur aldrei verið hærri, eða 23 prósent. 3. apríl 2020 14:46 Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. 29. mars 2020 17:37 Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 27. mars 2020 11:31 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið lagður inn á sjúkrahús til að undirgangast athuganir. Tíu dagar eru nú síðan hann greindist með kórónuveiruna. Talskona forsætisráðuneytisins segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að Johnson sé enn með einkenni veirusýkingarinnar og sé meðal annars með háan hita. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Lundúnum nú undir kvöld að læknisráði og er innlögnin sögð vera varúðarráðstöfun. Forsætisráðherrann mun undirgangast venjubundnar athuganir og er reiknað með því að hann dvelji þar í nótt. Á föstudag birti Johnson myndband á Twitter þar sem hann sagðist vera með minniháttar einkenni. Á laugardag greindi Carrie Symonds, ólétt unnusta hans, frá því á Twitter að hún hafi verið rúmliggjandi í viku með einkenni veirunnar. Hún hafði þá ekki enn farið í sýnatöku. Another quick update from me on our campaign against #coronavirus.You are saving lives by staying at home, so I urge you to stick with it this weekend, even if we do have some fine weather.#StayHomeSaveLives pic.twitter.com/4GHmJhxXQ0— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) April 3, 2020 Johnson hefur unnið heima frá því að tilkynnt var um smitið þann 27. mars síðastliðinn. Hann mun áfram leiða ríkisstjórnina og hvetur fólk til þess að fylgja tilmælum um félagsforðun. Forsætisráðherrann hefur verið duglegur að deila skilaboðum á samfélagsmiðlum eftir að hann fór í einangrun og stýrði fundi um viðbrögð þarlendra stjórnvalda við faraldrinum á föstudag í gegnum fjarfundarbúnað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar um tæpan fjórðung í Bretlandi 684 hafa dáið vegna Covid-19 í Bretlandi á undanförnum sólarhring og er heildarfjöldi látinna nú í 3.605. Fjöldi látinna hefur verið að aukast síðustu daga og hefur aldrei verið hærri, eða 23 prósent. 3. apríl 2020 14:46 Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. 29. mars 2020 17:37 Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 27. mars 2020 11:31 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Dauðsföllum fjölgar um tæpan fjórðung í Bretlandi 684 hafa dáið vegna Covid-19 í Bretlandi á undanförnum sólarhring og er heildarfjöldi látinna nú í 3.605. Fjöldi látinna hefur verið að aukast síðustu daga og hefur aldrei verið hærri, eða 23 prósent. 3. apríl 2020 14:46
Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. 29. mars 2020 17:37
Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 27. mars 2020 11:31