Bauhaus sektað vegna verðverndarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2020 09:52 Verslun Bauhaus við Lambhagaveg í Reykjavík. markaðsefni bauhaus Byggingavöruverslunin Bauhaus hefur verið sektuð um 500 þúsund krónur vegna fullyrðinga verslunarinnar um að þar sé lægsta verðið á markaðnum. Þar að auki telst Bauhaus ekki hafa gert nægilegar breytingar á svokallaðri „verðvernd“ sinni en verslunin hafði áður verið ávítt vegna hennar. Húsasmiðjan kvartaði vegna ofangreindrar hegðunar Bauhaus til Neytendastofu í upphafi árs, ekki síst vegna fullyrðingarinnar „Hjá BAUHAUS getur þú verið viss um að fá alltaf lægsta verðið á markaðnum,“ sem birtist í markaðsefni Bauhaus. Fullyrðingin var sett fram í tengslum við verðvernd fyrirtækisins. Í verðvernd Bauhaus felst að ef neytandi finni sömu vöru ódýrari hjá samkeppnisaðila lækki fyrirtækið sitt verð. Sama hvaða verð aðrir samkeppnisaðilar séu að bjóða eða hvers konar afslátt eða endurgreiðslu, þ.m.t. tilboð og tax free afslætti. Bauhaus muni ávallt bjóða neytendum lægra verð. Húsasmiðjan Grafarholti.Vísir/vilhelm Ströng skilyrði Húsasmiðjan taldi verðverndina hins vegar ekki standa undir fullyrðingunni um „lægsta verðið á markaðinum.“ Ekki væri hægt að sjá að Bauhaus gæti sannað þær fullyrðingar sem félagið setti fram í umkvörtuðum auglýsingum, auk þess sem skilyrðin sem þurfi að uppfylla til að standast verðverndina séu „það ströng og sérstök að neytendur eigi litla sem enga möguleika á að uppfylla skilyrðin.“ Það væri því mat Húsasmiðjunnar að viðskiptahættir Bauhaus í þessum efnum væru villandi og það sem meira væri; Bauhaus hefði áður verið ávítt vegna verðverndarinnar. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu árið 2012 að fullyrðingar Bauhaus um verðverndina væru villandi og taldi Húsasmiðjan að tilvikið sem hér um ræðir væri sambærilegt. Bauhaus hafnaði því að framkvæmd verðverndarinnar væri flókin fyrir neytendur, þvert á móti væri hún „þægileg.“ Verði viðskiptavinur Bauhaus var við vöru sem er ódýrari hjá keppinaut þurfi hann aðeins að framvísa eða gera grein fyrir staðfestingu þess efnis. Viðskiptavinur geta komið slíkri staðfestingu til Bauhaus á netinu/samfélagsmiðlum eða við þjónustuborð/afgreiðslumenn. Reynist það rétt sé brugðist strax við og verð vöru lækkað í kerfum verslunarinnar Nánari útlistun á skilyrðum verðverndarinnar má nálgast í ákvörðun Neytendastofu. Verðvernd ekki næg sönnun Neytendastofa segir hins vegar ítrekað hafa komið fram að „fyrirtæki geti ekki byggt sönnur fyrir fullyrðingum um besta, lægsta eða hagstæðasta verð á því einu og sér að fyrirtækið bjóði neytendum verðvernd.“ Til þess að setja fram fullyrðingar eins og „Hjá BAUHAUS getur þú verið viss um að fá alltaf lægsta verðið á markaðnum“ þurfi Bauhaus að leggja eitthvað fram fullyrðingunni til stuðnings. Það hafi Bauhaus ekki gert og sé fullyrðingin því ósönnuð og brjóti í bága við lög. Því hefur Bauhaus verið bannað að birta fullyrðinguna í framtíðinni. Þar að auki hafi Bauhaus ekki gert nægjanlegar breytingar á skilmálum verðverndarinnar. „Við meðferð málsins hafa engin gögn verið lögð fram sem sýna fram á breytta framkvæmd verðverndar Bauhaus þó skýringar félagsins hafi verið þess efnis og upplýsingum á vefsíðu hafi verið breytt meðan á meðferð málsins stóð,“ eins og segir í ákvörðun Neytendastofu. Stofnunin komst því að þeirri niðurstöðu að Bauhaus hafi brotið gegn ákvörðun Neytendastofu árið 2012. Fullyrðing Bauhaus um lægstu verðin á markaðnum sé þar að auki villandi. Neytendastofa taldi því rétt að leggja 500 þúsund króna stjórnvaldssekt á Bauhaus. Sektina skal greiða í ríkissjóð innan þriggja mánaða. Neytendur Stjórnsýsla Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira
Byggingavöruverslunin Bauhaus hefur verið sektuð um 500 þúsund krónur vegna fullyrðinga verslunarinnar um að þar sé lægsta verðið á markaðnum. Þar að auki telst Bauhaus ekki hafa gert nægilegar breytingar á svokallaðri „verðvernd“ sinni en verslunin hafði áður verið ávítt vegna hennar. Húsasmiðjan kvartaði vegna ofangreindrar hegðunar Bauhaus til Neytendastofu í upphafi árs, ekki síst vegna fullyrðingarinnar „Hjá BAUHAUS getur þú verið viss um að fá alltaf lægsta verðið á markaðnum,“ sem birtist í markaðsefni Bauhaus. Fullyrðingin var sett fram í tengslum við verðvernd fyrirtækisins. Í verðvernd Bauhaus felst að ef neytandi finni sömu vöru ódýrari hjá samkeppnisaðila lækki fyrirtækið sitt verð. Sama hvaða verð aðrir samkeppnisaðilar séu að bjóða eða hvers konar afslátt eða endurgreiðslu, þ.m.t. tilboð og tax free afslætti. Bauhaus muni ávallt bjóða neytendum lægra verð. Húsasmiðjan Grafarholti.Vísir/vilhelm Ströng skilyrði Húsasmiðjan taldi verðverndina hins vegar ekki standa undir fullyrðingunni um „lægsta verðið á markaðinum.“ Ekki væri hægt að sjá að Bauhaus gæti sannað þær fullyrðingar sem félagið setti fram í umkvörtuðum auglýsingum, auk þess sem skilyrðin sem þurfi að uppfylla til að standast verðverndina séu „það ströng og sérstök að neytendur eigi litla sem enga möguleika á að uppfylla skilyrðin.“ Það væri því mat Húsasmiðjunnar að viðskiptahættir Bauhaus í þessum efnum væru villandi og það sem meira væri; Bauhaus hefði áður verið ávítt vegna verðverndarinnar. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu árið 2012 að fullyrðingar Bauhaus um verðverndina væru villandi og taldi Húsasmiðjan að tilvikið sem hér um ræðir væri sambærilegt. Bauhaus hafnaði því að framkvæmd verðverndarinnar væri flókin fyrir neytendur, þvert á móti væri hún „þægileg.“ Verði viðskiptavinur Bauhaus var við vöru sem er ódýrari hjá keppinaut þurfi hann aðeins að framvísa eða gera grein fyrir staðfestingu þess efnis. Viðskiptavinur geta komið slíkri staðfestingu til Bauhaus á netinu/samfélagsmiðlum eða við þjónustuborð/afgreiðslumenn. Reynist það rétt sé brugðist strax við og verð vöru lækkað í kerfum verslunarinnar Nánari útlistun á skilyrðum verðverndarinnar má nálgast í ákvörðun Neytendastofu. Verðvernd ekki næg sönnun Neytendastofa segir hins vegar ítrekað hafa komið fram að „fyrirtæki geti ekki byggt sönnur fyrir fullyrðingum um besta, lægsta eða hagstæðasta verð á því einu og sér að fyrirtækið bjóði neytendum verðvernd.“ Til þess að setja fram fullyrðingar eins og „Hjá BAUHAUS getur þú verið viss um að fá alltaf lægsta verðið á markaðnum“ þurfi Bauhaus að leggja eitthvað fram fullyrðingunni til stuðnings. Það hafi Bauhaus ekki gert og sé fullyrðingin því ósönnuð og brjóti í bága við lög. Því hefur Bauhaus verið bannað að birta fullyrðinguna í framtíðinni. Þar að auki hafi Bauhaus ekki gert nægjanlegar breytingar á skilmálum verðverndarinnar. „Við meðferð málsins hafa engin gögn verið lögð fram sem sýna fram á breytta framkvæmd verðverndar Bauhaus þó skýringar félagsins hafi verið þess efnis og upplýsingum á vefsíðu hafi verið breytt meðan á meðferð málsins stóð,“ eins og segir í ákvörðun Neytendastofu. Stofnunin komst því að þeirri niðurstöðu að Bauhaus hafi brotið gegn ákvörðun Neytendastofu árið 2012. Fullyrðing Bauhaus um lægstu verðin á markaðnum sé þar að auki villandi. Neytendastofa taldi því rétt að leggja 500 þúsund króna stjórnvaldssekt á Bauhaus. Sektina skal greiða í ríkissjóð innan þriggja mánaða.
Neytendur Stjórnsýsla Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira