Smit orðin 1.417 hér á landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2020 13:06 Staðfestum smitum vegna kórónuveirunnar heldur áfram að fjölga. Vísir/Vilhelm Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19 sjúkdómnum eru nú alls 1.417 hér á landi. Af þeim eru 1.017 nú smitaðir. Staðfestum smitum fjölgaði um 53 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en þá var greint frá 45 nýjum smitum. Smitum hefur því fjölgað milli daga. Á síðunni kemur einnig fram að 45 manns hafi verið lagðir inn á sjúkrahús vegna faraldursins og hækkaði sú tala aðeins um einn síðasta sólarhringinn en þar af liggja tólf á gjörgæslu. Einstaklingum á gjörgæslu hefur ekki fjölgað frá því í gær. Alls hefur 396 manns batnað af veikinni en þeim hefur fjölgað 87 frá því í gær. Þá eru 5.275 manns í sóttkví og 1.017 í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fækkar um 1.025 á milli daga og hafa nú alls 11.679 manns lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 23.640 manns. Klukkan tvö verður haldinn upplýsingafundur almannavarna og landlæknis þar sem farið verður yfir stöðu mála í sambandi við faraldurinn og farið yfir aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Alma Möller, landlæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á staðnum til að upplýsa landsmenn um þróun mála með tilliti til kórónuveirunnar hér á landi. Þá mun Sara Dögg Svanhildardóttir verða gestur fundarins að þessu sinni en hún smitaðist af nýju kórónuveirunni en er nú batnað og mun hún deila sinni upplifun af veikindunum sem fylgja veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn kl. 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Að venju verða Alma Möller, landlæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á staðnum til að upplýsa landsmenn um þróun mála með tilliti til kórónuveirunnar hér á landi. 4. apríl 2020 13:00 Binda vonir við blóðvökva úr fólki sem hefur náð sér Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, lýsti í gær yfir stuðningi við tilraunir til að þróa meðferð gegn Covid-19 með blóðvökva sjúklinga sem hafa náð sér af sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 4. apríl 2020 12:08 Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19 sjúkdómnum eru nú alls 1.417 hér á landi. Af þeim eru 1.017 nú smitaðir. Staðfestum smitum fjölgaði um 53 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en þá var greint frá 45 nýjum smitum. Smitum hefur því fjölgað milli daga. Á síðunni kemur einnig fram að 45 manns hafi verið lagðir inn á sjúkrahús vegna faraldursins og hækkaði sú tala aðeins um einn síðasta sólarhringinn en þar af liggja tólf á gjörgæslu. Einstaklingum á gjörgæslu hefur ekki fjölgað frá því í gær. Alls hefur 396 manns batnað af veikinni en þeim hefur fjölgað 87 frá því í gær. Þá eru 5.275 manns í sóttkví og 1.017 í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fækkar um 1.025 á milli daga og hafa nú alls 11.679 manns lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 23.640 manns. Klukkan tvö verður haldinn upplýsingafundur almannavarna og landlæknis þar sem farið verður yfir stöðu mála í sambandi við faraldurinn og farið yfir aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Alma Möller, landlæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á staðnum til að upplýsa landsmenn um þróun mála með tilliti til kórónuveirunnar hér á landi. Þá mun Sara Dögg Svanhildardóttir verða gestur fundarins að þessu sinni en hún smitaðist af nýju kórónuveirunni en er nú batnað og mun hún deila sinni upplifun af veikindunum sem fylgja veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn kl. 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Að venju verða Alma Möller, landlæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á staðnum til að upplýsa landsmenn um þróun mála með tilliti til kórónuveirunnar hér á landi. 4. apríl 2020 13:00 Binda vonir við blóðvökva úr fólki sem hefur náð sér Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, lýsti í gær yfir stuðningi við tilraunir til að þróa meðferð gegn Covid-19 með blóðvökva sjúklinga sem hafa náð sér af sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 4. apríl 2020 12:08 Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn kl. 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Að venju verða Alma Möller, landlæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á staðnum til að upplýsa landsmenn um þróun mála með tilliti til kórónuveirunnar hér á landi. 4. apríl 2020 13:00
Binda vonir við blóðvökva úr fólki sem hefur náð sér Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, lýsti í gær yfir stuðningi við tilraunir til að þróa meðferð gegn Covid-19 með blóðvökva sjúklinga sem hafa náð sér af sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 4. apríl 2020 12:08
Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05