M&C Saatchi stolt af því að hafa orðið fyrir valinu Andri Eysteinsson skrifar 13. maí 2020 21:51 Teymi auglýsingastofunnar í New York skálaði fyrir því að hafa orðið fyrir valinu í útboði vegna nýrrar herferðar. M&C Saatchi Auglýsingastofan M&C Saatchi er stolt að hafa orðið fyrir valinu í útboði vegna nýrrar markaðsherferðar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofunni. Íslenskar auglýsingastofur hafa gagnrýnt þá ákvörðun að eitt stærsta verkefni á íslenskum markaði falli í skaut breskrar auglýsingastofu. Íslandsstofa mun verja 300 milljónum króna í auglýsingaherferðina sem M&C Saatchi og íslenska auglýsingastofan Peel munu vinna. Ríkið mun alls verja einum og hálfum milljarði í verkefnið sem ber heitið Ísland – saman í sókn. „M&C Saatchi lýsir yfir mikilli ánægju með að fá að vinna að þessari herferð til að markaðssetja það dásamlega land sem Ísland er. Við undirbúninginn söfnuðum við saman okkar besta fólki frá fjölmörgum löndum, sérfræðinga á ólíkum sviðum. Því meira sem við unnum að tillögu okkar að herferðinni þeim mun sannfærðari urðum við um eftirfarandi: Í fyrsta lagi hversu einstakt og magnað landið sem þið eigið er og í öðru lagi hversu mikil forréttindi það eru að fá að taka þátt í að koma ferðaþjónustunni aftur á réttan kjöl til að styðja við alla Íslendinga,“ segir í tilkynningunni. Þá svarar stofan einnig frétt Morgunblaðsins sem greindi í morgun frá rannsókn á fjárhagslegum málefnum eignarhaldsfélagsins sem stofan tilheyrir. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í verkefnið sem ber heitið Ísland – saman í sókn. „Það var aldrei ætlan okkar að leyna neinu hvað þetta varðar. Fjallað hefur verið um þetta mál nokkuð ítarlega í breskum og alþjóðlegum fjölmiðlum. Um er að ræða gamalt mál sem tengist eingöngu málefnum eignarhaldsfélagsins og ferlum þess við upplýsingagjöf sem skráð félag. Mikilvægt er að fram komi að félagið upplýsti um það að eigin frumkvæði. Í kjölfarið hefur umrætt vinnulag verið endurskoðað og nýr fjármálastjóri og algjörlega nýtt fjármálateymi hafa tekið við hjá eignarhaldsfélaginu. Enginn þeirra sem ábyrgð báru starfa þar lengur. Málið hefur jafnframt engin áhrif haft á þau dótturfélög M&C Saatchi Group sem unnu að sigurtillögunni að komandi markaðsherferð íslenskrar ferðaþjónustu. Ekkert þessara dótturfyrirtækja og eða einstaklingar innan þeirra tengdust málinu sem fjallað er um í umræddri frétt Morgunblaðsins,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir að stofan hafi áður unnið að sambærilegum verkefnum með stjórnvöldum annarra landa, til dæmis Nýja Sjálandi, Bretlandi, Ástralíu og Bandaríkjunum. Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Auglýsingastofan M&C Saatchi er stolt að hafa orðið fyrir valinu í útboði vegna nýrrar markaðsherferðar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofunni. Íslenskar auglýsingastofur hafa gagnrýnt þá ákvörðun að eitt stærsta verkefni á íslenskum markaði falli í skaut breskrar auglýsingastofu. Íslandsstofa mun verja 300 milljónum króna í auglýsingaherferðina sem M&C Saatchi og íslenska auglýsingastofan Peel munu vinna. Ríkið mun alls verja einum og hálfum milljarði í verkefnið sem ber heitið Ísland – saman í sókn. „M&C Saatchi lýsir yfir mikilli ánægju með að fá að vinna að þessari herferð til að markaðssetja það dásamlega land sem Ísland er. Við undirbúninginn söfnuðum við saman okkar besta fólki frá fjölmörgum löndum, sérfræðinga á ólíkum sviðum. Því meira sem við unnum að tillögu okkar að herferðinni þeim mun sannfærðari urðum við um eftirfarandi: Í fyrsta lagi hversu einstakt og magnað landið sem þið eigið er og í öðru lagi hversu mikil forréttindi það eru að fá að taka þátt í að koma ferðaþjónustunni aftur á réttan kjöl til að styðja við alla Íslendinga,“ segir í tilkynningunni. Þá svarar stofan einnig frétt Morgunblaðsins sem greindi í morgun frá rannsókn á fjárhagslegum málefnum eignarhaldsfélagsins sem stofan tilheyrir. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í verkefnið sem ber heitið Ísland – saman í sókn. „Það var aldrei ætlan okkar að leyna neinu hvað þetta varðar. Fjallað hefur verið um þetta mál nokkuð ítarlega í breskum og alþjóðlegum fjölmiðlum. Um er að ræða gamalt mál sem tengist eingöngu málefnum eignarhaldsfélagsins og ferlum þess við upplýsingagjöf sem skráð félag. Mikilvægt er að fram komi að félagið upplýsti um það að eigin frumkvæði. Í kjölfarið hefur umrætt vinnulag verið endurskoðað og nýr fjármálastjóri og algjörlega nýtt fjármálateymi hafa tekið við hjá eignarhaldsfélaginu. Enginn þeirra sem ábyrgð báru starfa þar lengur. Málið hefur jafnframt engin áhrif haft á þau dótturfélög M&C Saatchi Group sem unnu að sigurtillögunni að komandi markaðsherferð íslenskrar ferðaþjónustu. Ekkert þessara dótturfyrirtækja og eða einstaklingar innan þeirra tengdust málinu sem fjallað er um í umræddri frétt Morgunblaðsins,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir að stofan hafi áður unnið að sambærilegum verkefnum með stjórnvöldum annarra landa, til dæmis Nýja Sjálandi, Bretlandi, Ástralíu og Bandaríkjunum.
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira