„Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“ Anton Ingi Leifsson skrifar 13. maí 2020 09:30 Guðjón Valur gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn. vísir/s2s Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. Guðjón Valur gerði sér lítið fyrir og fór á 22 stórmót með landsliðinu en eitt þeirra var HM í Frakklandi 2001. Það var annað stórmót Guðjóns en í fyrsta sinn sem hann var eini vinstri hornamaðurinn í hópnum. „Við spilum við Bandaríkjamenn á Selfossi. Inn í klefa eftir leikinn er hópurinn skorinn niður,“ sagði Guðjón. Gústaf Bjarnason, einn reynslubolti hópsins, var ekki valinn í hópinn og Guðjón því, eins og áður segir, einn með vinstri hornarstöðuna. „Gústi Bjarna var að spila á sínum heimavelli. Ég held að hann hafi verið fyrirliði í þessum leik og er svo „köttaður“. Þetta er ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í með liðinu þá til baka.“ „Þetta var reynslumikill og náinn hópur eins og við urðum síðar. Mér fannst ég eiginlega ekki fitta inn aldurslega og tengingalega séð. Maður var einn af fáum sem var að spila á Íslandi á þeim tíma. Ég man alltaf eftir þessa tilfinningu og mig langaði ekki að líða svona. Þetta var ekkert sem ég gat að gert og þetta var val þjálfarans.“ Hann segir þó að hann hafi lært mikið að því hvernig Gústaf kom fram við hann strax eftir valið. Hann hafi óskað honum til hamingju og strákarnir hafi tekið honum vel þrátt fyrir ungan aldur. „Þetta var óþægilegt og erfitt á þeim tíma en þá lærði ég hvernig maður getur tekið á við erfiðar aðstæður. Gústi kom til mín, óskaði mér til hamingju og góðs gengis og var alvöru karlmaður. Það var ekkert vesen frá hópnum eða honum gagnvart mér en mér fannst þetta rangt. Mér fannst ég vera taka eitthvað frá honum þó að ákvörðunin hafi ekki verið mín. Ég var honum alltaf þakklátur fyrir það hvernig hann tæklaði þetta og tók samviskubitið frá mér. “ Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón um rútuferðina fyrir EM 2001 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. Guðjón Valur gerði sér lítið fyrir og fór á 22 stórmót með landsliðinu en eitt þeirra var HM í Frakklandi 2001. Það var annað stórmót Guðjóns en í fyrsta sinn sem hann var eini vinstri hornamaðurinn í hópnum. „Við spilum við Bandaríkjamenn á Selfossi. Inn í klefa eftir leikinn er hópurinn skorinn niður,“ sagði Guðjón. Gústaf Bjarnason, einn reynslubolti hópsins, var ekki valinn í hópinn og Guðjón því, eins og áður segir, einn með vinstri hornarstöðuna. „Gústi Bjarna var að spila á sínum heimavelli. Ég held að hann hafi verið fyrirliði í þessum leik og er svo „köttaður“. Þetta er ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í með liðinu þá til baka.“ „Þetta var reynslumikill og náinn hópur eins og við urðum síðar. Mér fannst ég eiginlega ekki fitta inn aldurslega og tengingalega séð. Maður var einn af fáum sem var að spila á Íslandi á þeim tíma. Ég man alltaf eftir þessa tilfinningu og mig langaði ekki að líða svona. Þetta var ekkert sem ég gat að gert og þetta var val þjálfarans.“ Hann segir þó að hann hafi lært mikið að því hvernig Gústaf kom fram við hann strax eftir valið. Hann hafi óskað honum til hamingju og strákarnir hafi tekið honum vel þrátt fyrir ungan aldur. „Þetta var óþægilegt og erfitt á þeim tíma en þá lærði ég hvernig maður getur tekið á við erfiðar aðstæður. Gústi kom til mín, óskaði mér til hamingju og góðs gengis og var alvöru karlmaður. Það var ekkert vesen frá hópnum eða honum gagnvart mér en mér fannst þetta rangt. Mér fannst ég vera taka eitthvað frá honum þó að ákvörðunin hafi ekki verið mín. Ég var honum alltaf þakklátur fyrir það hvernig hann tæklaði þetta og tók samviskubitið frá mér. “ Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón um rútuferðina fyrir EM 2001 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn