Guðjón Valur þurfti að biðja Snorra Stein afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2020 09:00 Guðjón Valur Sigurdsson og Snorri Steinn Guðjónsson á HM í Katar árið 2015. epa/VALDRIN XHEMA Snorri Steinn Guðjónsson var einn af þeim sem sendu Guðjóni Val Sigurðssyni kveðju í síðustu Seinni bylgju en þar fóru Henry Birgir Gunnarsson og Guðjón Valur sjálfur yfir frábæran feril Guðjóns með félagsliðunum. Snorri Steinn og Guðjón Valur léku lengi saman í landsliðinu en náðu því líka að vera liðsfélagar hjá danska liðinu AG Kaupmannahöfn og þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen. Það var því vel við hæfi að Guðjón fengi kveðju frá þessum félaga sínum úr boltanum. „Elsku besti vinur minn. Ótrúlegt en satt þá er komið að þessu, þú ert hættur. Til hamingju með að vera hættur. Til hamingju með geggjaðan og stórkostlegan feril sem verður ekkert toppaður. Takk kærlega fyrir mig,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í kveðju sinni. Snorri Steinn Guðjónsson í landsleik.Getty/Sascha Steinbach Takk fyrir að knúsa mig og faðma mig „Það var heiður og forréttindi að spila svona lengi með þér, alla landsleikir og hafa fengið að spila með þér með tveimur erlendum liðum. Takk fyrir að knúsa mig og faðma mig og tékka á mér þegar á þurfti að halda og maður var kannski búinn að kúka aðeins á sig. Það kom fyrir. Takk fyrir allar góðu stundirnar þær voru held ég fleiri en hinar. Þú finnur þetta núna, manni þykir vænt um báða hlutina,“ sagði Snorri Steinn. „Takk fyrir að leyfa mér að búa heima hjá þér og takk fyrir að leyfa mér að keyra mótorhjólið þitt. Það var yndislegur tími á fáknum. Ég vona að þú sért ekki að æfa ennþá eins og brjálæðingur. Njóttu þess að vera hættur áður en þú ferð í hinn bransann og verður gráhærður. Ekki að það sé eitthvað slæmt,“ sagði Snorri Steinn en það má sjá alla kveðjuna hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Kveðja til Guðjón Vals frá Snorra Stein Guðjón Valur sagði líka aðeins frá Snorra Steini eftir kveðjuna sem hann mat greinilega mikils. „Fyrir utan það hvað hann var frábær handboltamaður þá held ég að þetta sé uppáhalds leikmaðurinn minn í fótbolta í upphitun. Það var svo auðvelt að finna hann. Ég sparkaði boltanum eitthvað og hann skoraði mark. Mér þykir svakalega vænt um þennan,“ sagði Guðjón Valur og sagði það vera ótrúlegt hvernig Snorri Steinn gat spilað sína stöðu og þá sérstaklega inn á línunni þar sem Snorri Steinn var ekki stærri eða sterkari en hann er. Búinn að vera gráhærður síðan að hann var 26 ára „Hann segir að hann sé orðinn gráhærður en hann er búinn að vera gráhærður síðan að hann var 26 ára,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur þurfti líka að útskýra aðeins mótorhjólasöguna sem Snorri Steinn kom með í kveðjunni sinni. „Það er ágætt að hann sagði frá mótorhjólinu. Ég held að hann hafi fært það einn og hálfan metra inn í bílskúr hjá mér. Þá segist hann hafa keyrt mótorhjóla,“ sagði Guðjón Valur í léttum tón. Guðjón Valur rifjaði líka upp það þegar hann missti sig við Snorra Stein á undirbúningstímabili með þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen. Guðjón taldi sig nú þurfa að biðja Snorra aftur afsökunar á því. Guðjón Valur Sigurðsson skorar fyrir íslenska landsliðið.Getty/Jeff Gross Eitt af þessum skiptum þar sem ég hljóp á mig „Ég þurfti einu sinni að biðja hann svakalega afsökunar. Við vorum í útihlaupi hjá Rhein-Neckar Löwen. Þetta var eitt af þessum skiptum sem ég hljóp á mig,“ sagði Guðjón Valur og hélt áfram: „Það lá eitthvað illa á mér og mér fannst menn ekki vera að leggja sig nógu mikið fram. Kannski átti ég góðan dag en mér fannst eins og einhverjir væru á skokkinu. Þá var hann nýkominn og það var svo ógeðslega heitt. Hann kom bara til mín og sagði: Fyrirgefðu en ég gat ekki meir,“ sagði Guðjón Valur og var þá fljótur að átta sig. Fyrirgefðu Snorri minn „Hann var eitthvað að reyna að biðja mig afsökunar og þá áttaði ég mig á því: Djöfulsins fífl get ég verið. Ég sagði: Fyrirgefðu Snorri minn. Hann hefur aldrei slakað á eða ekki gert sitt besta. Ég skulda honum afsökunarbeiðni,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur Sigurðsson og Henry Birgir Gunnarsson verða aftur á ferðinni í Seinni bylgjunni í kvöld en þá ætla þeir að fara yfir landsliðsferilinn hjá Guðjóni Val en þar erum við að tala um sannkallaðan heimsmetaferil. Seinni bylgjan hefst klukakn 20.00 á Stöð 2 Sport í kvöld. Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson var einn af þeim sem sendu Guðjóni Val Sigurðssyni kveðju í síðustu Seinni bylgju en þar fóru Henry Birgir Gunnarsson og Guðjón Valur sjálfur yfir frábæran feril Guðjóns með félagsliðunum. Snorri Steinn og Guðjón Valur léku lengi saman í landsliðinu en náðu því líka að vera liðsfélagar hjá danska liðinu AG Kaupmannahöfn og þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen. Það var því vel við hæfi að Guðjón fengi kveðju frá þessum félaga sínum úr boltanum. „Elsku besti vinur minn. Ótrúlegt en satt þá er komið að þessu, þú ert hættur. Til hamingju með að vera hættur. Til hamingju með geggjaðan og stórkostlegan feril sem verður ekkert toppaður. Takk kærlega fyrir mig,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í kveðju sinni. Snorri Steinn Guðjónsson í landsleik.Getty/Sascha Steinbach Takk fyrir að knúsa mig og faðma mig „Það var heiður og forréttindi að spila svona lengi með þér, alla landsleikir og hafa fengið að spila með þér með tveimur erlendum liðum. Takk fyrir að knúsa mig og faðma mig og tékka á mér þegar á þurfti að halda og maður var kannski búinn að kúka aðeins á sig. Það kom fyrir. Takk fyrir allar góðu stundirnar þær voru held ég fleiri en hinar. Þú finnur þetta núna, manni þykir vænt um báða hlutina,“ sagði Snorri Steinn. „Takk fyrir að leyfa mér að búa heima hjá þér og takk fyrir að leyfa mér að keyra mótorhjólið þitt. Það var yndislegur tími á fáknum. Ég vona að þú sért ekki að æfa ennþá eins og brjálæðingur. Njóttu þess að vera hættur áður en þú ferð í hinn bransann og verður gráhærður. Ekki að það sé eitthvað slæmt,“ sagði Snorri Steinn en það má sjá alla kveðjuna hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Kveðja til Guðjón Vals frá Snorra Stein Guðjón Valur sagði líka aðeins frá Snorra Steini eftir kveðjuna sem hann mat greinilega mikils. „Fyrir utan það hvað hann var frábær handboltamaður þá held ég að þetta sé uppáhalds leikmaðurinn minn í fótbolta í upphitun. Það var svo auðvelt að finna hann. Ég sparkaði boltanum eitthvað og hann skoraði mark. Mér þykir svakalega vænt um þennan,“ sagði Guðjón Valur og sagði það vera ótrúlegt hvernig Snorri Steinn gat spilað sína stöðu og þá sérstaklega inn á línunni þar sem Snorri Steinn var ekki stærri eða sterkari en hann er. Búinn að vera gráhærður síðan að hann var 26 ára „Hann segir að hann sé orðinn gráhærður en hann er búinn að vera gráhærður síðan að hann var 26 ára,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur þurfti líka að útskýra aðeins mótorhjólasöguna sem Snorri Steinn kom með í kveðjunni sinni. „Það er ágætt að hann sagði frá mótorhjólinu. Ég held að hann hafi fært það einn og hálfan metra inn í bílskúr hjá mér. Þá segist hann hafa keyrt mótorhjóla,“ sagði Guðjón Valur í léttum tón. Guðjón Valur rifjaði líka upp það þegar hann missti sig við Snorra Stein á undirbúningstímabili með þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen. Guðjón taldi sig nú þurfa að biðja Snorra aftur afsökunar á því. Guðjón Valur Sigurðsson skorar fyrir íslenska landsliðið.Getty/Jeff Gross Eitt af þessum skiptum þar sem ég hljóp á mig „Ég þurfti einu sinni að biðja hann svakalega afsökunar. Við vorum í útihlaupi hjá Rhein-Neckar Löwen. Þetta var eitt af þessum skiptum sem ég hljóp á mig,“ sagði Guðjón Valur og hélt áfram: „Það lá eitthvað illa á mér og mér fannst menn ekki vera að leggja sig nógu mikið fram. Kannski átti ég góðan dag en mér fannst eins og einhverjir væru á skokkinu. Þá var hann nýkominn og það var svo ógeðslega heitt. Hann kom bara til mín og sagði: Fyrirgefðu en ég gat ekki meir,“ sagði Guðjón Valur og var þá fljótur að átta sig. Fyrirgefðu Snorri minn „Hann var eitthvað að reyna að biðja mig afsökunar og þá áttaði ég mig á því: Djöfulsins fífl get ég verið. Ég sagði: Fyrirgefðu Snorri minn. Hann hefur aldrei slakað á eða ekki gert sitt besta. Ég skulda honum afsökunarbeiðni,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur Sigurðsson og Henry Birgir Gunnarsson verða aftur á ferðinni í Seinni bylgjunni í kvöld en þá ætla þeir að fara yfir landsliðsferilinn hjá Guðjóni Val en þar erum við að tala um sannkallaðan heimsmetaferil. Seinni bylgjan hefst klukakn 20.00 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira