Segir ríkisstjórnina fasta í sandkassaleik og skotgrafahernaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2020 21:15 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina stunda sandkassaleik og skotgrafahernað á tímum neyðarástands. Það sé óásættanlegt að ríkisstjórnin sé ekki tilbúin að styðja eina einustu tillögu stjórnarandstöðunnar á meðan stjórnarandstaðan sé reiðubúin að styðja góðar tillögur ríkisstjórnarinnar. Annarri umræðu lauk á Alþingi fyrr í dag um bandormsfrumvarp fjármálaráðherra vegna hluta þeirra efnahagsaðgerða sem ríkisstjórnin hefur boðað. Stjórnarandstaðan gerði nokkrar breytingatillögur við bandorminn sem allar voru felldar að lokinni annarri umræðu fyrr í dag, meðal annars tillaga Samfylkingarinnar um að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta mikil vonbrigði. Hann lýsir jafnframt óánægju með fjáraukalög 2020 sem nú eru til umræðu á Alþingi en hann skilaði séráliti þegar málið var afgreitt úr fjárlaganefnd. „Í fyrsta lagi er ekki minnst einu orði á orðið heimili í þessum fjárauka og í öðru lagi er þessi ríkisstjórn ekki að fara að hækka atvinnuleysisbætur. Þannig að þessi ríkisstjórn ætlast til þess að fólk lifi hér á 290 þúsund krónum á mánuði sem er skammarlega lágt,“ segir Ágúst Ólafur. Segir aðgerðirnar metnaðarlausar „Ég hef sömuleiðis áhyggjur af að það sé ekki nóg gert fyrir lítil fyrirtæki, þau virðast algjörlega gleymast hvað þetta varðar og svo í fjórða lagi eru engar verklegar framkvæmdir í þessum fjárauka,“ segir Ágúst Ólafur en gert er ráð fyrir ríflega 13 milljarða útgjaldaaukningu í frumvarpinu. „Sem er um 1% af ríkisútgjöldunum, finnst þessu fólki það virkilega nægjanlegt í því andrúmslofti sem við erum að kljást við?“ spyr Ágúst. Hann kveðst ekki bjartsýnn á að einhverjar af tillögum stjórnarandstöðunnar við fjáraukalögin verði samþykkt í kvöld. „Nei því miður, við erum að fara að leggja hér fram til dæmis að auka álagsgreiðslur til framlínufólks í heimsfaraldrinum, þannig að það nái til allra hjúkrunarheimila eða löggæslu, það fólk er skilið eftir, þau munu fella það,“ segir Ágúst og heldur áfram. „Við erum að mælast hér til að námsmenn eigi rétt á atvinnuleysisbótum í sumar, þau eru nú þegar búin að fella það,“ segir Ágúst Ólafur. Þá vill hann að betur verði gert við fjölmiðla og að betur verði í lagt hvað varðar nýsköpun. „Mér finnst þetta bara allt of lítið, metnaðarlaust og er alls ekki að svara því kalli sem hér er til að mæta dýpstu kreppu í hundrað ár.“ Aðspurður segir hann Samfylkinguna þó munu styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar. „Við munum styðja allar góðar tillögur ríkisstjórnarinnar en við skulum snúa þessu við. Það er ótrúlega merkilegt að ríkisstjórnin er ekki til í að styðja eina einustu tillögu frá stjórnarandstöðunni,“ segir Ágúst Ólafur. „Þessi ríkisstjórn er föst í algjörum sandkassaleik og skotgrafahernaði á tímum neyðarástands sem að við eigum ekkert að sætta okkur við. Við erum til í að styðja þeirra tillögur, hvernig stendur á því að þau eru ekki til í að styðja eina einustu tillögu frá okkur?“ Alþingi Samfylkingin Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina stunda sandkassaleik og skotgrafahernað á tímum neyðarástands. Það sé óásættanlegt að ríkisstjórnin sé ekki tilbúin að styðja eina einustu tillögu stjórnarandstöðunnar á meðan stjórnarandstaðan sé reiðubúin að styðja góðar tillögur ríkisstjórnarinnar. Annarri umræðu lauk á Alþingi fyrr í dag um bandormsfrumvarp fjármálaráðherra vegna hluta þeirra efnahagsaðgerða sem ríkisstjórnin hefur boðað. Stjórnarandstaðan gerði nokkrar breytingatillögur við bandorminn sem allar voru felldar að lokinni annarri umræðu fyrr í dag, meðal annars tillaga Samfylkingarinnar um að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta mikil vonbrigði. Hann lýsir jafnframt óánægju með fjáraukalög 2020 sem nú eru til umræðu á Alþingi en hann skilaði séráliti þegar málið var afgreitt úr fjárlaganefnd. „Í fyrsta lagi er ekki minnst einu orði á orðið heimili í þessum fjárauka og í öðru lagi er þessi ríkisstjórn ekki að fara að hækka atvinnuleysisbætur. Þannig að þessi ríkisstjórn ætlast til þess að fólk lifi hér á 290 þúsund krónum á mánuði sem er skammarlega lágt,“ segir Ágúst Ólafur. Segir aðgerðirnar metnaðarlausar „Ég hef sömuleiðis áhyggjur af að það sé ekki nóg gert fyrir lítil fyrirtæki, þau virðast algjörlega gleymast hvað þetta varðar og svo í fjórða lagi eru engar verklegar framkvæmdir í þessum fjárauka,“ segir Ágúst Ólafur en gert er ráð fyrir ríflega 13 milljarða útgjaldaaukningu í frumvarpinu. „Sem er um 1% af ríkisútgjöldunum, finnst þessu fólki það virkilega nægjanlegt í því andrúmslofti sem við erum að kljást við?“ spyr Ágúst. Hann kveðst ekki bjartsýnn á að einhverjar af tillögum stjórnarandstöðunnar við fjáraukalögin verði samþykkt í kvöld. „Nei því miður, við erum að fara að leggja hér fram til dæmis að auka álagsgreiðslur til framlínufólks í heimsfaraldrinum, þannig að það nái til allra hjúkrunarheimila eða löggæslu, það fólk er skilið eftir, þau munu fella það,“ segir Ágúst og heldur áfram. „Við erum að mælast hér til að námsmenn eigi rétt á atvinnuleysisbótum í sumar, þau eru nú þegar búin að fella það,“ segir Ágúst Ólafur. Þá vill hann að betur verði gert við fjölmiðla og að betur verði í lagt hvað varðar nýsköpun. „Mér finnst þetta bara allt of lítið, metnaðarlaust og er alls ekki að svara því kalli sem hér er til að mæta dýpstu kreppu í hundrað ár.“ Aðspurður segir hann Samfylkinguna þó munu styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar. „Við munum styðja allar góðar tillögur ríkisstjórnarinnar en við skulum snúa þessu við. Það er ótrúlega merkilegt að ríkisstjórnin er ekki til í að styðja eina einustu tillögu frá stjórnarandstöðunni,“ segir Ágúst Ólafur. „Þessi ríkisstjórn er föst í algjörum sandkassaleik og skotgrafahernaði á tímum neyðarástands sem að við eigum ekkert að sætta okkur við. Við erum til í að styðja þeirra tillögur, hvernig stendur á því að þau eru ekki til í að styðja eina einustu tillögu frá okkur?“
Alþingi Samfylkingin Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira