Viðar um samninginn í Kína: „Hefði líklega aldrei getað sagt nei“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2020 20:15 Það voru alvöru peningar sem biðu Viðars í Kína. vísir/s2s Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson gekk árið 2015 til raðir kínverska félagsins Jiangsu Sainty eftir að hafa slegið í gegn með Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni. Samningur var það góður að það var varla hægt að segja nei sagði Viðar. Selfyssingurinn var gestur Sportsins í dag þar sem hann fór yfir ferilinn en hann er nú á mála hjá Yeni Malatyaspor í Tyrkandi. Þar er hann á láni frá Rostov en Viðar hefur komið víða við á ferlinum. Hann sló fyrst í gegn í atvinnumennsku hjá Vålerenga í Noregi þar sem hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. Hann segir að það hafi mörg tilboð komið inn á borð Vålerenga en félagið hafi viljað margar milljónir evra fyrir framherjann. „Það voru margar dyr opnar um sumarið þegar tímabilið var hálfnað en þá var ég ekkert voða stressaður. Ég vildi klára tímabilið og vera markahæstur en þá voru búnir ellefu, tólf leikir og ég kominn með jafn mörg mörk. Mér leið vel þarna og það gekk vel en þá voru ensk lið að fylgjast með mér. Það komu tilboð frá Hollandi og Þýskalandi fyrir fína upphæð en Vålerenga vildi fimm milljónir evra,“ sagði Viðar en liðin voru ekki tilbúin að borga uppsett verð. „Það voru í hverri einustu viku stór lið að horfa á mig. Ég veit alveg að ég var kannski ekkert að fara beint í Premier League en það voru félög þaðan sem voru frekar stórir að horfa. Það var mikill áhugi en liðin sögðu bara að upphæðin hafi verið alltof há,“ en það fór ekki í taugarnar á Viðari. Hann segir að eftir að tímabilinu lauk hafi ekki verið eins mörg lið á eftir honum eins og sumarið. Það var helst Rússland og Kína og þá kölluðu peningarnir. „Svo er tímabilið búið í nóvember og þá eru ekki mörg lið að leita að mönnum. Það er eitthvað aðeins í gangi en þá ertu kominn í rússnesk lið og svo var ég þolinmóður en það var ekkert mikið í gangi. Þú ert ekki búinn að spila þá í tvo mánuði og þetta er erfiður gluggi. Liðið vill að þú komir inn og hafir strax áhrif.“ „Það kom mikill áhugi frá Kína og það er meira að segja það en að segja nei við þeim. Það er metnaður í þeim. Maður er að spila í Noregi og maður taldi sig vera höfðingja að vera bjóða systur sinni út að borða. Þegar tölur koma eins og frá Kínverjunum þá hefði ég séð eftir því ansi lengi ef ég hefði sagt nei.“ „Þetta er fótboltalega séð ekki rétt skref og ég myndi gera þetta öðruvísi í dag en ég sé ekki eftir þessu. Ég hefði líklega aldrei getað sagt nei við þessu sem þau buðu mér. Þetta er ævintýri og allt það en orðinn 25 ára. Ég held ég gæti ekki sagt nei við þessu þó ég gæti breytt einhverju,“ sagði Viðar. Klippa: Sportið í dag - Viðar Örn um Kína ævintýrið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Sjá meira
Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson gekk árið 2015 til raðir kínverska félagsins Jiangsu Sainty eftir að hafa slegið í gegn með Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni. Samningur var það góður að það var varla hægt að segja nei sagði Viðar. Selfyssingurinn var gestur Sportsins í dag þar sem hann fór yfir ferilinn en hann er nú á mála hjá Yeni Malatyaspor í Tyrkandi. Þar er hann á láni frá Rostov en Viðar hefur komið víða við á ferlinum. Hann sló fyrst í gegn í atvinnumennsku hjá Vålerenga í Noregi þar sem hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. Hann segir að það hafi mörg tilboð komið inn á borð Vålerenga en félagið hafi viljað margar milljónir evra fyrir framherjann. „Það voru margar dyr opnar um sumarið þegar tímabilið var hálfnað en þá var ég ekkert voða stressaður. Ég vildi klára tímabilið og vera markahæstur en þá voru búnir ellefu, tólf leikir og ég kominn með jafn mörg mörk. Mér leið vel þarna og það gekk vel en þá voru ensk lið að fylgjast með mér. Það komu tilboð frá Hollandi og Þýskalandi fyrir fína upphæð en Vålerenga vildi fimm milljónir evra,“ sagði Viðar en liðin voru ekki tilbúin að borga uppsett verð. „Það voru í hverri einustu viku stór lið að horfa á mig. Ég veit alveg að ég var kannski ekkert að fara beint í Premier League en það voru félög þaðan sem voru frekar stórir að horfa. Það var mikill áhugi en liðin sögðu bara að upphæðin hafi verið alltof há,“ en það fór ekki í taugarnar á Viðari. Hann segir að eftir að tímabilinu lauk hafi ekki verið eins mörg lið á eftir honum eins og sumarið. Það var helst Rússland og Kína og þá kölluðu peningarnir. „Svo er tímabilið búið í nóvember og þá eru ekki mörg lið að leita að mönnum. Það er eitthvað aðeins í gangi en þá ertu kominn í rússnesk lið og svo var ég þolinmóður en það var ekkert mikið í gangi. Þú ert ekki búinn að spila þá í tvo mánuði og þetta er erfiður gluggi. Liðið vill að þú komir inn og hafir strax áhrif.“ „Það kom mikill áhugi frá Kína og það er meira að segja það en að segja nei við þeim. Það er metnaður í þeim. Maður er að spila í Noregi og maður taldi sig vera höfðingja að vera bjóða systur sinni út að borða. Þegar tölur koma eins og frá Kínverjunum þá hefði ég séð eftir því ansi lengi ef ég hefði sagt nei.“ „Þetta er fótboltalega séð ekki rétt skref og ég myndi gera þetta öðruvísi í dag en ég sé ekki eftir þessu. Ég hefði líklega aldrei getað sagt nei við þessu sem þau buðu mér. Þetta er ævintýri og allt það en orðinn 25 ára. Ég held ég gæti ekki sagt nei við þessu þó ég gæti breytt einhverju,“ sagði Viðar. Klippa: Sportið í dag - Viðar Örn um Kína ævintýrið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Sjá meira