„Algjörlega óþolandi“ að sjá fyrirtæki misnota aðstoð stjórnvalda Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 7. maí 2020 15:23 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra í viðtali vegna málsins í dag. Vísir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleið stjórnvalda. Skilyrði verði sett á leiðina til að koma í veg fyrir svona misnotkun. „Það var lögð rík áhersla á það að koma til móts við fyrirtæki sem eru í vanda í tengslum við Covid og ég held að það sé almennur samfélagslegur vilji til þess. Þess vegna er algjörlega óþolandi að sjá fyrirtæki sem eru að ganga á þennan vilja almennings mjög freklega eins og við erum að sjá í fréttum sem hafa verið að berast undanfarna daga,“ segir Ásmundur Einar. Greint hefur verið frá því að fyrirtækin Össur, Hagar og Skeljungur hafi öll nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda á meðan þau greiddu eigendum sínum út arð eða keyptu eigin bréf. ASÍ sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í gær eftir að tíðindi bárust af arðgreiðslu til handa eigendum Össurar á sama tíma og 165 starfsmenn fyrirtækisins eru á hlutabótaleiðinni. Sagði í ályktun miðstjórnar ASÍ að þetta væri „ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt.“ Ráðherra segir að þótt hlutabótaleiðin hafi verið nokkuð opin í upphafi þá hafi alltaf legið fyrir að leiðin yrði ekki án skilyrða. „Við ákváðum að hafa þetta opið í upphafi vegna þess að þetta væri tímabundið ástand og við vildum verja ráðningarsamband fólksins. En að í framhaldinu yrði lögð rík áhersla á að það yrðu sett stífari skilyrði á þessa misnotkun eða siðferðilegu nálgun sem ég kann vægast sagt ekki vel að meta,“ segir Ásmundur Einar. „Við viljum ekki að farið sé svona með almannafé,“ segir Ásmundur Einar. Hann á von á að vinnu við framhald hlutabótaleiðarinnar og frumvarp um stuðning við fyrirtæki sem standa í uppsögnum ljúki í næstu viku. Viðtalið við Ásmund Einar má sjá í heild hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Alþingi Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Settu starfsmenn á hlutabætur, keyptu eigin bréf og greiddu arð Tvö félög sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda samhliða því að kaupa eigin bréf. 7. maí 2020 06:08 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleið stjórnvalda. Skilyrði verði sett á leiðina til að koma í veg fyrir svona misnotkun. „Það var lögð rík áhersla á það að koma til móts við fyrirtæki sem eru í vanda í tengslum við Covid og ég held að það sé almennur samfélagslegur vilji til þess. Þess vegna er algjörlega óþolandi að sjá fyrirtæki sem eru að ganga á þennan vilja almennings mjög freklega eins og við erum að sjá í fréttum sem hafa verið að berast undanfarna daga,“ segir Ásmundur Einar. Greint hefur verið frá því að fyrirtækin Össur, Hagar og Skeljungur hafi öll nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda á meðan þau greiddu eigendum sínum út arð eða keyptu eigin bréf. ASÍ sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í gær eftir að tíðindi bárust af arðgreiðslu til handa eigendum Össurar á sama tíma og 165 starfsmenn fyrirtækisins eru á hlutabótaleiðinni. Sagði í ályktun miðstjórnar ASÍ að þetta væri „ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt.“ Ráðherra segir að þótt hlutabótaleiðin hafi verið nokkuð opin í upphafi þá hafi alltaf legið fyrir að leiðin yrði ekki án skilyrða. „Við ákváðum að hafa þetta opið í upphafi vegna þess að þetta væri tímabundið ástand og við vildum verja ráðningarsamband fólksins. En að í framhaldinu yrði lögð rík áhersla á að það yrðu sett stífari skilyrði á þessa misnotkun eða siðferðilegu nálgun sem ég kann vægast sagt ekki vel að meta,“ segir Ásmundur Einar. „Við viljum ekki að farið sé svona með almannafé,“ segir Ásmundur Einar. Hann á von á að vinnu við framhald hlutabótaleiðarinnar og frumvarp um stuðning við fyrirtæki sem standa í uppsögnum ljúki í næstu viku. Viðtalið við Ásmund Einar má sjá í heild hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Alþingi Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Settu starfsmenn á hlutabætur, keyptu eigin bréf og greiddu arð Tvö félög sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda samhliða því að kaupa eigin bréf. 7. maí 2020 06:08 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49
Settu starfsmenn á hlutabætur, keyptu eigin bréf og greiddu arð Tvö félög sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda samhliða því að kaupa eigin bréf. 7. maí 2020 06:08