Fjármálaráðherra spyr hvar fólk hafi verið Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2020 12:08 Fjármálaráðherra spyr hvar þeir hafi verið sem ekki sjái þær breytingar á stöðu efnahagsmála sem átt hafi sér stað vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir að þeir sem sjái ekki þær breytingar sem orðið hafi í efnahagsmálum vegna kórónuveirunnar séu ekki raunveruleikatengdir. Varnarbarátta fyrir lífskjarasamningunum standi tæpt og ekki svigrúm til að semja um meira. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun vísaði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata til þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði sagt í fjölmiðlum að forsendur lífskjarasamninganna stæðu tæpt og augljóst að ekki væri mikið svigrúm til að mæta kröfum sem nú væru uppi í kjaradeilum. Halldóra Mogensen segir nægt svigrúm til aðgerða fyrir fyrirtæki en þegar komi að launum fólks í grunnstoðum samfélagsins sé svigrúmið ekkert.Vísir/Vilhelm „Það virðist vera gríðarlegt svigrúm til að koma til móts við kröfur stærstu fyrirtækja í landinu. Að greiða hlutabætur og uppsagnarfrest fyrir starfsfólkið svo fyrirtækin þurfi ekki að bera kostnaðinn af því. En þegar kemur að svigrúmi til að greiða fólki sem sinnir ómissandi grunnþjónustu í landinu sanngjörn laun þá er svigrúmið allt í einu ekki neitt,” sagði Halldóra. „Ég spyr nú háttvirtan þingmann bara; hvar hefur þú verið. Átta menn sig ekki á því sem er að gerast á Íslandi? Við erum að tapa á þessu ári, umfram það sem við héldum að yrði halli ársins, tvö hundruð og fimmtíu milljörðum eða eitthvað slíkt,” sagði Bjarni. Sem væri tvöföld sú fjárhæð sem stjórnvöld hafi ætlað að setja í höfuðborgarpakkann til ársins 2033 sem mörgum hafi þótt nóg um. „Ég veit ekki hvað ég get gert fólki til hjálpar sem skilur ekki hvað hefur breyst,” sagði fjármálaráðherra. Ríkisstjórnin sé ekki beinn aðili að lífskjarasamningunum. Þeir hafi verið gerðir með stuðningi stjórnvalda á forsendum sem þá voru. Nú séu hins vegar uppi kröfur um meira en þeir samningar gáfu. Hann hafi sagt að þrátt fyrir að þær forsendur hafi breyst í grundvallaratriðum, hafi enn fram á þennan dag verið gerðir samningar sem taki mið af þeim. Fjármálaráðherra efast um raunveruleikaskyn þeirra sem ekki sjá að varnarbarátta fyrir lífskjarasamningunum stendur tæpt og ekki hægt að semja um meira.Vísir/Vilhelm „Þeir sem ekki sjá að það er ekki svigrúm til að ganga lengra en lífskjarasamningarnir í nýjum kjarasamningum eru einfaldlega ekki raunveruleikatengdir. Við erum í varnarbaráttu. Við erum að reyna að verja það sem gert var í lífskjarasamningunum og það stendur tæpt,” sagði Bjarni „Ég átta mig alveg á ástandinu. Þetta snýst bara um forgangsröðun,” og hugmyndafræði sagði Halldóra. Það ætti greinilega ekki að setja í forgang að greiða mannsæmandi laun til stétta sem reynslan sýni að samfélagið hrynji án. „Hvernig stendur á því að svigrúmir er endalaust þegar kemur að björgunaraðgerðum fyrir fyrirtæki í þeirri varnarbaráttu. En þegar kemur að varnarbaráttu fyrir grunnstoðir samfélagsins. Fyrir fólk sem vinnur ómissandi grunnþjónustu í samfélaginu . Þá er svigrúmið ekki neitt. Þetta elur á óánægju, streitu, veikindum að meta fólk ekki af verðleikum. Þetta grefur undan grunnstoðum samfélagsins og ég spyr hæstvirtan fjármálaráðherra; hvað kostar það,” sagði Halldóra Mogensen. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við ætlum ekki að gefa neitt eftir“ Skólahald lá niðri eða var skert í nokkrum leik- og grunnskólum í Kópavogi í dag vegna verkfalls Eflingar. Ekki var fundað í deilunni í dag og enginn fundur hefur verið boðaður. 6. maí 2020 19:19 Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. 5. maí 2020 20:15 Efling segir SÍS neita að semja Efling stéttarfélag og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa enn ekki náð saman í samningaviðræðum sínum. Í fréttatilkynningu Eflingar segir að SÍS neiti að gera kjarasamning sambærilegan þeim sem Ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir hafi þegar gert við félagið. 4. maí 2020 18:18 Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. 30. apríl 2020 15:42 Fjármálaráðherra segir enga fá meira en samið hafi verið um við aðra Fjármálaráðherra segir nýfellda kjarasaminga hjúkrunarfræðinga vera gott veganesti til samninganefnda til að ljúka samningum sem báðir aðilar geti sætt sig við. 30. apríl 2020 17:21 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að þeir sem sjái ekki þær breytingar sem orðið hafi í efnahagsmálum vegna kórónuveirunnar séu ekki raunveruleikatengdir. Varnarbarátta fyrir lífskjarasamningunum standi tæpt og ekki svigrúm til að semja um meira. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun vísaði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata til þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði sagt í fjölmiðlum að forsendur lífskjarasamninganna stæðu tæpt og augljóst að ekki væri mikið svigrúm til að mæta kröfum sem nú væru uppi í kjaradeilum. Halldóra Mogensen segir nægt svigrúm til aðgerða fyrir fyrirtæki en þegar komi að launum fólks í grunnstoðum samfélagsins sé svigrúmið ekkert.Vísir/Vilhelm „Það virðist vera gríðarlegt svigrúm til að koma til móts við kröfur stærstu fyrirtækja í landinu. Að greiða hlutabætur og uppsagnarfrest fyrir starfsfólkið svo fyrirtækin þurfi ekki að bera kostnaðinn af því. En þegar kemur að svigrúmi til að greiða fólki sem sinnir ómissandi grunnþjónustu í landinu sanngjörn laun þá er svigrúmið allt í einu ekki neitt,” sagði Halldóra. „Ég spyr nú háttvirtan þingmann bara; hvar hefur þú verið. Átta menn sig ekki á því sem er að gerast á Íslandi? Við erum að tapa á þessu ári, umfram það sem við héldum að yrði halli ársins, tvö hundruð og fimmtíu milljörðum eða eitthvað slíkt,” sagði Bjarni. Sem væri tvöföld sú fjárhæð sem stjórnvöld hafi ætlað að setja í höfuðborgarpakkann til ársins 2033 sem mörgum hafi þótt nóg um. „Ég veit ekki hvað ég get gert fólki til hjálpar sem skilur ekki hvað hefur breyst,” sagði fjármálaráðherra. Ríkisstjórnin sé ekki beinn aðili að lífskjarasamningunum. Þeir hafi verið gerðir með stuðningi stjórnvalda á forsendum sem þá voru. Nú séu hins vegar uppi kröfur um meira en þeir samningar gáfu. Hann hafi sagt að þrátt fyrir að þær forsendur hafi breyst í grundvallaratriðum, hafi enn fram á þennan dag verið gerðir samningar sem taki mið af þeim. Fjármálaráðherra efast um raunveruleikaskyn þeirra sem ekki sjá að varnarbarátta fyrir lífskjarasamningunum stendur tæpt og ekki hægt að semja um meira.Vísir/Vilhelm „Þeir sem ekki sjá að það er ekki svigrúm til að ganga lengra en lífskjarasamningarnir í nýjum kjarasamningum eru einfaldlega ekki raunveruleikatengdir. Við erum í varnarbaráttu. Við erum að reyna að verja það sem gert var í lífskjarasamningunum og það stendur tæpt,” sagði Bjarni „Ég átta mig alveg á ástandinu. Þetta snýst bara um forgangsröðun,” og hugmyndafræði sagði Halldóra. Það ætti greinilega ekki að setja í forgang að greiða mannsæmandi laun til stétta sem reynslan sýni að samfélagið hrynji án. „Hvernig stendur á því að svigrúmir er endalaust þegar kemur að björgunaraðgerðum fyrir fyrirtæki í þeirri varnarbaráttu. En þegar kemur að varnarbaráttu fyrir grunnstoðir samfélagsins. Fyrir fólk sem vinnur ómissandi grunnþjónustu í samfélaginu . Þá er svigrúmið ekki neitt. Þetta elur á óánægju, streitu, veikindum að meta fólk ekki af verðleikum. Þetta grefur undan grunnstoðum samfélagsins og ég spyr hæstvirtan fjármálaráðherra; hvað kostar það,” sagði Halldóra Mogensen.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við ætlum ekki að gefa neitt eftir“ Skólahald lá niðri eða var skert í nokkrum leik- og grunnskólum í Kópavogi í dag vegna verkfalls Eflingar. Ekki var fundað í deilunni í dag og enginn fundur hefur verið boðaður. 6. maí 2020 19:19 Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. 5. maí 2020 20:15 Efling segir SÍS neita að semja Efling stéttarfélag og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa enn ekki náð saman í samningaviðræðum sínum. Í fréttatilkynningu Eflingar segir að SÍS neiti að gera kjarasamning sambærilegan þeim sem Ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir hafi þegar gert við félagið. 4. maí 2020 18:18 Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. 30. apríl 2020 15:42 Fjármálaráðherra segir enga fá meira en samið hafi verið um við aðra Fjármálaráðherra segir nýfellda kjarasaminga hjúkrunarfræðinga vera gott veganesti til samninganefnda til að ljúka samningum sem báðir aðilar geti sætt sig við. 30. apríl 2020 17:21 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Sjá meira
„Við ætlum ekki að gefa neitt eftir“ Skólahald lá niðri eða var skert í nokkrum leik- og grunnskólum í Kópavogi í dag vegna verkfalls Eflingar. Ekki var fundað í deilunni í dag og enginn fundur hefur verið boðaður. 6. maí 2020 19:19
Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. 5. maí 2020 20:15
Efling segir SÍS neita að semja Efling stéttarfélag og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa enn ekki náð saman í samningaviðræðum sínum. Í fréttatilkynningu Eflingar segir að SÍS neiti að gera kjarasamning sambærilegan þeim sem Ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir hafi þegar gert við félagið. 4. maí 2020 18:18
Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. 30. apríl 2020 15:42
Fjármálaráðherra segir enga fá meira en samið hafi verið um við aðra Fjármálaráðherra segir nýfellda kjarasaminga hjúkrunarfræðinga vera gott veganesti til samninganefnda til að ljúka samningum sem báðir aðilar geti sætt sig við. 30. apríl 2020 17:21