Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs sett á ís Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2020 13:00 Þórhildur Sunna segist vona að það takist að ljúka frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs fyrir þinglok í sumar. Vísir/samsett mynd Frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins hefur verið sett á ís vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður nefndarinnar segir málinu þó hvergi lokið. Kórónuveirufaraldurinn hefur tafið afgreiðslu nokkurra mála í nefndinni að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar. „Við vorum með frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sem sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins og svo erum við með frumkvæðisathugun um hvernig það kemur eiginlega til að við erum á gráum lista FATF (Financial Action Task Force) Þessi mál eru bara þannig stödd að við erum aðeins búin að setja þau aðeins upp í hillu núna á meðan þetta ástand gengur yfir. Þetta er kannski þess eðlis að við viljum geta verið inni í sama rými til þess að tala saman um framhald þessara mála,“ segir Þórhildur Sunna og vísar til þess að flestir nefndafundir hafa að undanförnu farið fram í gegnum fjarfundabúnað. Sjá einnig: Hefur fleiri spurningar um framkvæmd hagsmunamats Stefnt sé þó að því að halda málinu áfram og helst ljúka því fyrir þinglok í sumar. Nefndin hafði kallað eftir frekari gögnum frá sjávarútvegsráðuneytinu en Þórhildur Sunna segir margt áhugavert í þeim gögnum. Kristján Þór Júlíusson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í janúar þar sem hann svaraði spurningum nefndarinnar.Vísir/Vilhelm „Til dæmis það að sjávarútvegsráðherra álíti sig hæfan í málefnum Síldarvinnslunnar. Hann er búinn að slá á frest núna að laga lög um hlutdeild í sjávarútvegsfyrirtækjum. En þar var reyndar ekkert verið að taka á því sem er kannski hvað umdeildast og það er að Samherji á 49,9% hlut í Síldarvinnslunni en telst samt sem áður ekki tengdur aðili. Þetta virðist ráðherra vera að nýta sér með því að telja sig ekki þurfa að pæla í sínu hæfi gagnvart Síldarvinnslunni,“segir Þórhildur Sunna. Þótt frumkvæðisathuganir hafi verið settar á ís liggja þó fjölmörg önnur verkefni fyrir nefndinni. „Fyrir okkur liggja náttúrlega stór verkefni önnur sem að er líka brýnt að leysa úr. Þetta er búið að hlaðast duglega upp svona á meðan við vorum í hálfgerðu frostmarki í nefndastarfi sem ekki tengdist covid þannig að það er kominn tími til að taka á þeim málum líka.“ Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Sjá meira
Frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins hefur verið sett á ís vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður nefndarinnar segir málinu þó hvergi lokið. Kórónuveirufaraldurinn hefur tafið afgreiðslu nokkurra mála í nefndinni að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar. „Við vorum með frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sem sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins og svo erum við með frumkvæðisathugun um hvernig það kemur eiginlega til að við erum á gráum lista FATF (Financial Action Task Force) Þessi mál eru bara þannig stödd að við erum aðeins búin að setja þau aðeins upp í hillu núna á meðan þetta ástand gengur yfir. Þetta er kannski þess eðlis að við viljum geta verið inni í sama rými til þess að tala saman um framhald þessara mála,“ segir Þórhildur Sunna og vísar til þess að flestir nefndafundir hafa að undanförnu farið fram í gegnum fjarfundabúnað. Sjá einnig: Hefur fleiri spurningar um framkvæmd hagsmunamats Stefnt sé þó að því að halda málinu áfram og helst ljúka því fyrir þinglok í sumar. Nefndin hafði kallað eftir frekari gögnum frá sjávarútvegsráðuneytinu en Þórhildur Sunna segir margt áhugavert í þeim gögnum. Kristján Þór Júlíusson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í janúar þar sem hann svaraði spurningum nefndarinnar.Vísir/Vilhelm „Til dæmis það að sjávarútvegsráðherra álíti sig hæfan í málefnum Síldarvinnslunnar. Hann er búinn að slá á frest núna að laga lög um hlutdeild í sjávarútvegsfyrirtækjum. En þar var reyndar ekkert verið að taka á því sem er kannski hvað umdeildast og það er að Samherji á 49,9% hlut í Síldarvinnslunni en telst samt sem áður ekki tengdur aðili. Þetta virðist ráðherra vera að nýta sér með því að telja sig ekki þurfa að pæla í sínu hæfi gagnvart Síldarvinnslunni,“segir Þórhildur Sunna. Þótt frumkvæðisathuganir hafi verið settar á ís liggja þó fjölmörg önnur verkefni fyrir nefndinni. „Fyrir okkur liggja náttúrlega stór verkefni önnur sem að er líka brýnt að leysa úr. Þetta er búið að hlaðast duglega upp svona á meðan við vorum í hálfgerðu frostmarki í nefndastarfi sem ekki tengdist covid þannig að það er kominn tími til að taka á þeim málum líka.“
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Sjá meira