Rangt að láta Liverpool mæta Atlético Madrid Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2020 07:00 Þessir stuðningsmenn voru á leik Liverpool og Atlético Madrid á Anfield, leik sem hefði líklega betur verið sleppt. VÍSIR/GETTY Liverpool hefði ekki átt að mæta Atlético Madrid á Anfield í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þann 11. mars, segir nýráðinn yfirmaður lýðheilsumála í Liverpool-borg. Liðin áttust við í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann Atlético einvígið eftir framlengdan leik á Anfield. Á leiknum voru 54.000 áhorfendur og þar á meðal 3.000 stuðningsmenn spænska liðsins. Á þeim tíma voru aðeins sex staðfest kórónuveirusmit í Liverpool-borg en veiran hafði hins vegar dreift meira úr sér í Madrid. Sama dag og leikurinn fór fram var til að mynda ákveðið að ekki yrðu spilaðir fleiri leikir í spænsku deildinni nema fyrir luktum dyrum, og spænsk yfirvöld höfðu látið loka skólum. Bresk yfirvöld voru hins vegar enn með þá stefnu að láta veiruna trufla daglegt líf sem minnst en ráðlögðu þeim sem töldu sig finna fyrir einkennum COVID-19 sýkingar að vera í heimasóttkví. Í gær voru staðfest smit í Liverpool orðin 309. „Það var ekki rétt ákvörðun að láta leikinn fara fram,“ sagði Matthe Ashton, sem í gær var skipaður yfirmaður lýðheilsumála í borginni, við The Guardian. Hann kvaðst þó ekki álasa þeim vísindamönnum og yfirmönnum heilbrigðismála sem ráðlagt hefðu stjórnvöldum að loka ekki á íþróttakappleiki. „Fólk tekur ekki rangar ákvarðanir viljandi. Kannski ríkti ekki skilningur á alvarleika stöðunnar hjá stjórnvöldum á þessum tíma,“ sagði Ashton og bætti við: „Þó að við vitum það aldrei fyrir víst þá gæti leikurinn við Atlético Madrid verið einn af þeim viðburðum og mannamótum sem höfðu áhrif á fjölgun smita í Liverpool. Leikurinn ætti svo sannarlega að vera hafður í huga í framtíðarrannsóknum á þessum atburðum svo að hægt sé að læra af þessu og sleppa við að gera sömu mistök.“ Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Liverpool hefði ekki átt að mæta Atlético Madrid á Anfield í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þann 11. mars, segir nýráðinn yfirmaður lýðheilsumála í Liverpool-borg. Liðin áttust við í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann Atlético einvígið eftir framlengdan leik á Anfield. Á leiknum voru 54.000 áhorfendur og þar á meðal 3.000 stuðningsmenn spænska liðsins. Á þeim tíma voru aðeins sex staðfest kórónuveirusmit í Liverpool-borg en veiran hafði hins vegar dreift meira úr sér í Madrid. Sama dag og leikurinn fór fram var til að mynda ákveðið að ekki yrðu spilaðir fleiri leikir í spænsku deildinni nema fyrir luktum dyrum, og spænsk yfirvöld höfðu látið loka skólum. Bresk yfirvöld voru hins vegar enn með þá stefnu að láta veiruna trufla daglegt líf sem minnst en ráðlögðu þeim sem töldu sig finna fyrir einkennum COVID-19 sýkingar að vera í heimasóttkví. Í gær voru staðfest smit í Liverpool orðin 309. „Það var ekki rétt ákvörðun að láta leikinn fara fram,“ sagði Matthe Ashton, sem í gær var skipaður yfirmaður lýðheilsumála í borginni, við The Guardian. Hann kvaðst þó ekki álasa þeim vísindamönnum og yfirmönnum heilbrigðismála sem ráðlagt hefðu stjórnvöldum að loka ekki á íþróttakappleiki. „Fólk tekur ekki rangar ákvarðanir viljandi. Kannski ríkti ekki skilningur á alvarleika stöðunnar hjá stjórnvöldum á þessum tíma,“ sagði Ashton og bætti við: „Þó að við vitum það aldrei fyrir víst þá gæti leikurinn við Atlético Madrid verið einn af þeim viðburðum og mannamótum sem höfðu áhrif á fjölgun smita í Liverpool. Leikurinn ætti svo sannarlega að vera hafður í huga í framtíðarrannsóknum á þessum atburðum svo að hægt sé að læra af þessu og sleppa við að gera sömu mistök.“
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30
Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07
Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46