Árskort í sund og líkamsrækt í jólagjöf frá Rangárþingi eystra Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2019 12:30 Á Hvolsvelli er glæsileg 25 metra útilaug og á sundlaugarsvæðinu eru 2 heitir potta og vaðlaug, auk rennibrautar og gufubaðs. Rangárþing eystra Mikil ánægja er á meðal starfsmanna Rangárþings eystra með jólagjöfina sem allir fengu frá sveitarfélaginu en það er árskort í sund og líkamsræktarstöð sveitarfélagsins á Hvolsvelli. Sveitarstjórinn segir að ákveðið hafi verið að gefa þessa jólagjöf því sveitarfélagið er heilsueflandi samfélag. Það er æði misjafnt hvað sveitarfélög, ríki, fyrirtæki og stofnanir og einkafyrirtæki gefa starfsfólki sínu í jólagjöf. Starfsmenn Rangárþings eystra hafa allir fengið sína jólagjöf og eru hæst ánægðir með hana en það er ókeypis sundkort og líkamsræktarkort allt árið 2020 í sundlaugina á Hvolsvelli og líkamsræktarstöðina þar. Gjöfin nær til 213 starfsmanna sveitarfélagsins. Birna Sigurðardóttir er skólastjóri Grunnskólans á Hvolsvelli þar sem um 60 starfsmenn vinna. „Fólk er bara heild yfir mjög ánægt með þessa rausnarlegu jólagjöf, hún er ofsalega flott, ég held að hún hafi komið fólki mjög á óvart.“ Mjög góð líkamsræktaraðstaða er á Hvolsvelli og sundlaugin á staðnum er flott og til fyrirmyndar. Anton Kári, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er stoltur af jólagjöfinni 2019, sem starfsfólkið fékk.Vísir/Magnús Hlynur Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra er ánægður með að sveitarstjórn hafi ákveðið að gefa starfsfólkinu svona heilsusamlega jólagjöf. „Og vonandi að fólk verði duglegt að nýta sér þetta og þetta skili sér bara í betri heilsu og vellíðan og auknu starfsþreki okkar starfsmanna hjá Rangárþingi eystra. Ég hef ekki heyrt annað en að allir hafi bara verið virkilega ánægðir með gjöfina og það fylgdi nú í bónus smá gjafabakki frá SS, bruns, hvað er betra en að byrja á smá bruns og skella sér svo í sund og ræktina,“ segir Anton Kári. Jól Rangárþing eystra Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Mikil ánægja er á meðal starfsmanna Rangárþings eystra með jólagjöfina sem allir fengu frá sveitarfélaginu en það er árskort í sund og líkamsræktarstöð sveitarfélagsins á Hvolsvelli. Sveitarstjórinn segir að ákveðið hafi verið að gefa þessa jólagjöf því sveitarfélagið er heilsueflandi samfélag. Það er æði misjafnt hvað sveitarfélög, ríki, fyrirtæki og stofnanir og einkafyrirtæki gefa starfsfólki sínu í jólagjöf. Starfsmenn Rangárþings eystra hafa allir fengið sína jólagjöf og eru hæst ánægðir með hana en það er ókeypis sundkort og líkamsræktarkort allt árið 2020 í sundlaugina á Hvolsvelli og líkamsræktarstöðina þar. Gjöfin nær til 213 starfsmanna sveitarfélagsins. Birna Sigurðardóttir er skólastjóri Grunnskólans á Hvolsvelli þar sem um 60 starfsmenn vinna. „Fólk er bara heild yfir mjög ánægt með þessa rausnarlegu jólagjöf, hún er ofsalega flott, ég held að hún hafi komið fólki mjög á óvart.“ Mjög góð líkamsræktaraðstaða er á Hvolsvelli og sundlaugin á staðnum er flott og til fyrirmyndar. Anton Kári, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er stoltur af jólagjöfinni 2019, sem starfsfólkið fékk.Vísir/Magnús Hlynur Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra er ánægður með að sveitarstjórn hafi ákveðið að gefa starfsfólkinu svona heilsusamlega jólagjöf. „Og vonandi að fólk verði duglegt að nýta sér þetta og þetta skili sér bara í betri heilsu og vellíðan og auknu starfsþreki okkar starfsmanna hjá Rangárþingi eystra. Ég hef ekki heyrt annað en að allir hafi bara verið virkilega ánægðir með gjöfina og það fylgdi nú í bónus smá gjafabakki frá SS, bruns, hvað er betra en að byrja á smá bruns og skella sér svo í sund og ræktina,“ segir Anton Kári.
Jól Rangárþing eystra Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira