Messi hefur verið að skoða hreyfingar markvarða með góðum árangri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 13:30 Lionel Messi stillir boltanum upp fyrir eina af aukaspyrnum sínum á leiktíðinni. Getty/Tim Clayton Lionel Messi hefur raðað inn mörkum úr aukaspyrnum á þessu tímabili. Messi hefur oft verið góður í slíkum spyrnum en í vetur hefur hann skipt yfir í annan gír. Leyndarmál Messi er að hann gerði meira en að æfa sjálfar aukaspyrnurnar. Lionel Messi skoraði 6 mörk úr 41 aukaspyrnu á síðasta tímabili en er þegar búinn að skora fjögur aukaspyrnumörk út tólf spyrnum í spænsku deildinni á þessu tímabili. Það efast enginn um að náttúrulegir hæfileikar Messi hafi mest um þetta að segja en þegar þetta skoðað aðeins betur kemur í ljós að Messi vinnur líka heimavinnuna sína. Messi says studying GK movement has lead to his recent set-piece successhttps://t.co/EuwndVhgcR— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) December 26, 2019 „Undanfarið þá hef ég verið að skoða hreyfingar markvarða betur og þá sérstaklega í aukaspyrnum. Ég hef verið að skoða hvort þeir hreyfa sig fyrir spyrnuna eða ekki en líka hvernig þeir staðsetja sig og vegginn,“ sagði Lione Messi í viðtali við LaLiga í tilefni af 90 ára afmæli deildarinnar. „Það er rétt að ég er að skoða þetta meira en áður. Allt snýst þetta þó um vinnusemi og æfingar. Ég hef verið að bæta mínar spyrnur með meiri æfingu,“ sagði Messi. Messi er markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi með 432 mörk. „Það er mjög sérstækt fyrir mig að vera markahæsti leikmaður sögunnar. Ef ég segi alveg eins og er þá er það líklega besta metið sem ég á,“ sagði Messi. „Í hvert skiptið sem ég fer út á völlinn í dag þá hugsa ég minna um mörk og meira um leikinn sjálfan,“ sagði Messi sem viðurkennir smá erfiðleika í byrjun ferilsins. „Fyrstu árin þá var það erfitt fyrir mig að skora mörk. Annaðhvort klikkaði ég á færum eða að heppnin var ekki með mér,“ sagði Messi og rifjar upp að Samuel Eto'o hafi þá stappað stálinu í hann. Samuel Eto'o spáði því að flóðgáturnar myndu opnast: „Af því að þú ert að fá fullt af færum sem þú ert ekki að klára,“ segir Messi að Eto'o hafi sagt við sig. „Einn dag fór þetta að smella hjá mér og boltinn fór að fara í markið,“ sagði Messi og það er óhætt að segja að hann hafi hætt að skora síðan. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira
Lionel Messi hefur raðað inn mörkum úr aukaspyrnum á þessu tímabili. Messi hefur oft verið góður í slíkum spyrnum en í vetur hefur hann skipt yfir í annan gír. Leyndarmál Messi er að hann gerði meira en að æfa sjálfar aukaspyrnurnar. Lionel Messi skoraði 6 mörk úr 41 aukaspyrnu á síðasta tímabili en er þegar búinn að skora fjögur aukaspyrnumörk út tólf spyrnum í spænsku deildinni á þessu tímabili. Það efast enginn um að náttúrulegir hæfileikar Messi hafi mest um þetta að segja en þegar þetta skoðað aðeins betur kemur í ljós að Messi vinnur líka heimavinnuna sína. Messi says studying GK movement has lead to his recent set-piece successhttps://t.co/EuwndVhgcR— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) December 26, 2019 „Undanfarið þá hef ég verið að skoða hreyfingar markvarða betur og þá sérstaklega í aukaspyrnum. Ég hef verið að skoða hvort þeir hreyfa sig fyrir spyrnuna eða ekki en líka hvernig þeir staðsetja sig og vegginn,“ sagði Lione Messi í viðtali við LaLiga í tilefni af 90 ára afmæli deildarinnar. „Það er rétt að ég er að skoða þetta meira en áður. Allt snýst þetta þó um vinnusemi og æfingar. Ég hef verið að bæta mínar spyrnur með meiri æfingu,“ sagði Messi. Messi er markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi með 432 mörk. „Það er mjög sérstækt fyrir mig að vera markahæsti leikmaður sögunnar. Ef ég segi alveg eins og er þá er það líklega besta metið sem ég á,“ sagði Messi. „Í hvert skiptið sem ég fer út á völlinn í dag þá hugsa ég minna um mörk og meira um leikinn sjálfan,“ sagði Messi sem viðurkennir smá erfiðleika í byrjun ferilsins. „Fyrstu árin þá var það erfitt fyrir mig að skora mörk. Annaðhvort klikkaði ég á færum eða að heppnin var ekki með mér,“ sagði Messi og rifjar upp að Samuel Eto'o hafi þá stappað stálinu í hann. Samuel Eto'o spáði því að flóðgáturnar myndu opnast: „Af því að þú ert að fá fullt af færum sem þú ert ekki að klára,“ segir Messi að Eto'o hafi sagt við sig. „Einn dag fór þetta að smella hjá mér og boltinn fór að fara í markið,“ sagði Messi og það er óhætt að segja að hann hafi hætt að skora síðan.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira