Heimilisföng heiðursverðlaunahafa birt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2019 15:46 Nadiya Hussain, sjónvarpskokkur, (t.v.) og Elton John, tónlistarmaður (t.h). getty/Dia Dipasupil/Ben A. Pruchnie Heimilisföng meira en þúsund handhafa Nýársheiðurs Bretlands, þar á meðal háttsettra lögreglumanna og stjórnmálamanna, voru óvart birt af yfirvöldum. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Skránni var hlaðið upp á opinbera vefsíðu yfirvalda en hefur síðan verið fjarlægð. Talsmaður forsætisráðuneytisins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið: „Við biðjum alla þá sem urðu fyrir áhrifum innilegrar afsökunar og erum að skoða hvað kom fyrir.“ Meðal þeirra heimilisfanga sem voru birt er heimilisfang Elton John og fyrrverandi ríkissaksóknara, Alison Saunders. Meðal þeirra 1.097 á listanum voru krikketleikmaðurinn Ben Stokes, fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins Iain Duncan Smith, Nadiya Hussain sjónvarpskokkur og fyrrverandi framkvæmdarstjóri Ofcom Sharon White. Talsmaður yfirvalda sagði að skráin hafi lekið fyrir slysni og hafi verið fjarlægð um leið og hægt var. „Ein útgáfa Nýársheiðurslistans 2020 var birt af slysni þar sem heimilisföng komu fram,“ sagði hann. „Upplýsingarnar voru fjarlægðar um leið og hægt var. Við höfum tilkynnt málið og erum að láta þá sem þetta hafði áhrif á vita.“ Heimildarmaður sagði í samtali við BBC að hann hafi opnað skránna á heimasíðu yfirvalda, gov.uk, rétt eftir miðnætti á aðfaranótt laugardags en hafi ekki getað gert það klukkan fimm um morguninn á staðartíma. Forsætisráðuneytið segir að gögnin hafi verið aðgengileg í rúman klukkutíma. Bretland Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Sjá meira
Heimilisföng meira en þúsund handhafa Nýársheiðurs Bretlands, þar á meðal háttsettra lögreglumanna og stjórnmálamanna, voru óvart birt af yfirvöldum. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Skránni var hlaðið upp á opinbera vefsíðu yfirvalda en hefur síðan verið fjarlægð. Talsmaður forsætisráðuneytisins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið: „Við biðjum alla þá sem urðu fyrir áhrifum innilegrar afsökunar og erum að skoða hvað kom fyrir.“ Meðal þeirra heimilisfanga sem voru birt er heimilisfang Elton John og fyrrverandi ríkissaksóknara, Alison Saunders. Meðal þeirra 1.097 á listanum voru krikketleikmaðurinn Ben Stokes, fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins Iain Duncan Smith, Nadiya Hussain sjónvarpskokkur og fyrrverandi framkvæmdarstjóri Ofcom Sharon White. Talsmaður yfirvalda sagði að skráin hafi lekið fyrir slysni og hafi verið fjarlægð um leið og hægt var. „Ein útgáfa Nýársheiðurslistans 2020 var birt af slysni þar sem heimilisföng komu fram,“ sagði hann. „Upplýsingarnar voru fjarlægðar um leið og hægt var. Við höfum tilkynnt málið og erum að láta þá sem þetta hafði áhrif á vita.“ Heimildarmaður sagði í samtali við BBC að hann hafi opnað skránna á heimasíðu yfirvalda, gov.uk, rétt eftir miðnætti á aðfaranótt laugardags en hafi ekki getað gert það klukkan fimm um morguninn á staðartíma. Forsætisráðuneytið segir að gögnin hafi verið aðgengileg í rúman klukkutíma.
Bretland Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Sjá meira