Klopp tók þýskan túlk „á teppið“ á miðjum blaðamannafundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2019 14:00 Jürgen Klopp var ekki sáttur með þýðingu túlksins. Getty/ Andrew Powell Liverpool liðið er statt í Austurríki þar sem liðið mætir Red Bull Salzburg á eftir í leik upp á sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Á blaðamannfundi Liverpool fyrir leikinn voru mættir knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp og fyrirliðinn Jordan Henderson. Eftir að Jordan Henderson hafði svarað einni spurningunni á ensku þá var það í verkahring þýsks túlks að færa svar hans yfir á þýsku. Jürgen Klopp er eins og allir vita Þjóðverji og skildi hvert einasta orð hjá túlkunum sem og hjá Jordan Henderson. Klopp var því ekki alveg sáttur við þýðinguna hjá túlkinum eins og sjá má hér fyrir neðan. Fólkið á ESPN hefur klippt út þennan hluta af blaðamannafundinum og láta textann fylgja með. Þar er því hægt að sjá vel hversu mislukkuðu þýðingin hjá túlkinum var. Jurgen Klopp calls out a German translator for misquoting Jordan Henderson pic.twitter.com/4lY4QBcfm2— ESPN FC (@ESPNFC) December 10, 2019 Það má segja að Klopp hafi tekið þennan þýskan túlk „á teppið“ á miðjum blaðamannafundi. Klopp lét hann heyra það eftir að hafa þýtt sjálfur það sem Jordan Henderson sagði. Úr var frekar sérstök stund og alls ekki góð stund fyrir viðkomandi túlk sem hefur væntanlega misst starfið sitt í kjölfarið. Jürgen Klopp fann strax að stemmningin var alltof þung í salnum og henti því í einn Klopp brandara til að létta hana á ný. Hann fékk strax góð viðbrögð við því eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan. Það sést líka á þessu að Klopp er ekki knattspyrnustjóri sem leyfir mönnum að fara með einhverja vitleysu. Það er því líklegt að þrátt fyrir létt fas, húmor og skemmtilegt viðmót þá er þýski stjórinn óhræddur við að láta menn heyra það ef þeir gera hlutina ekki rétt. Leikur Red Bull Salzburg og Liverpool hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Fleiri fréttir Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira
Liverpool liðið er statt í Austurríki þar sem liðið mætir Red Bull Salzburg á eftir í leik upp á sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Á blaðamannfundi Liverpool fyrir leikinn voru mættir knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp og fyrirliðinn Jordan Henderson. Eftir að Jordan Henderson hafði svarað einni spurningunni á ensku þá var það í verkahring þýsks túlks að færa svar hans yfir á þýsku. Jürgen Klopp er eins og allir vita Þjóðverji og skildi hvert einasta orð hjá túlkunum sem og hjá Jordan Henderson. Klopp var því ekki alveg sáttur við þýðinguna hjá túlkinum eins og sjá má hér fyrir neðan. Fólkið á ESPN hefur klippt út þennan hluta af blaðamannafundinum og láta textann fylgja með. Þar er því hægt að sjá vel hversu mislukkuðu þýðingin hjá túlkinum var. Jurgen Klopp calls out a German translator for misquoting Jordan Henderson pic.twitter.com/4lY4QBcfm2— ESPN FC (@ESPNFC) December 10, 2019 Það má segja að Klopp hafi tekið þennan þýskan túlk „á teppið“ á miðjum blaðamannafundi. Klopp lét hann heyra það eftir að hafa þýtt sjálfur það sem Jordan Henderson sagði. Úr var frekar sérstök stund og alls ekki góð stund fyrir viðkomandi túlk sem hefur væntanlega misst starfið sitt í kjölfarið. Jürgen Klopp fann strax að stemmningin var alltof þung í salnum og henti því í einn Klopp brandara til að létta hana á ný. Hann fékk strax góð viðbrögð við því eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan. Það sést líka á þessu að Klopp er ekki knattspyrnustjóri sem leyfir mönnum að fara með einhverja vitleysu. Það er því líklegt að þrátt fyrir létt fas, húmor og skemmtilegt viðmót þá er þýski stjórinn óhræddur við að láta menn heyra það ef þeir gera hlutina ekki rétt. Leikur Red Bull Salzburg og Liverpool hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Fleiri fréttir Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira