Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2019 11:53 Björgunarsveitarfólk hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi var við björgunarstörf norður í landi í gær. Instagram/Hjálparsveit skáta í Kópavogi „Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna veðurofsans sem gengið hefur yfir landið í vikunni. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Þórdísi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við því ofsaveðri sem gengið hefur yfir landið og þær afleiðingar sem það hefur haft. „Nú hafa margir, bæði einstaklingar og fyrirtæki, bændur og fleiri verið án rafmagns í nokkra sólarhringa og eru margir hverjir enn. Bændur hafa þurft að hella niður mjólk, fyrirtæki hafa ekki getað sett vélar sínar í gang til að framleiða vörur, vatn fæst ekki til þess að brynna skepnum eða fólki,“ sagði Gunnar Bragi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.Vísir/Vilhelm Spurði hann hvort eðlilegt væri að staðan væri þessi árið 2019. „Hvernig má það vera að við séum þannig stödd að þó að rafmagnið fari af að þá séu ekki til varaafl til að keyra helstu þéttbýlisstaði jafnvel á þessu landsvæði?“ spurði hann meðal annars. Þórdís tók undir með Gunnari Braga um að flutnings- og dreifikerfi raforku á Íslandi væri ekki nægilega sterkt. Ráðast þurfi í frekari framkvæmdir til að treysta kerfið og byggja það upp. „Höfum við lagt áherslu á að treysta flutningskerfi raforku? Erum við með augun á þeim boltum? Erum við að reyna að gera það sem við getum til að flýta fyrir því og koma þeim framkvæmdum sem þarf að koma á áfram? Svarið við því er já,“ sagði Þórdís. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ljóst sé þó að veður hafi verið mjög óvenjulegt. „Til að mynda ef þú horfir á Þeistareykjalínu eitt sem er topp lína í kerfinu okkar, glæný og mjög sterk. Hún fer samt út sem segir okkur það að veðrið var greinilega mjög átakamikið og vont,“ sagði Þórdís. „Það er auðvitað þannig, að á meðan við erum bæði með frekar flókið regluverk utan um það hvernig við komum svona framkvæmdum á koppinn, það er hægt að gera betur í því og minn vilji stendur til þess. Og það hefur tekið of langan tíma að byggja upp til að mynda, gera þær mikilvægu breytingar á meginflutningskerfinu sem hefur þurft að gera,“ sagði Þórdís. Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Sigríður Björk segir af sér Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Sjá meira
„Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna veðurofsans sem gengið hefur yfir landið í vikunni. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Þórdísi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við því ofsaveðri sem gengið hefur yfir landið og þær afleiðingar sem það hefur haft. „Nú hafa margir, bæði einstaklingar og fyrirtæki, bændur og fleiri verið án rafmagns í nokkra sólarhringa og eru margir hverjir enn. Bændur hafa þurft að hella niður mjólk, fyrirtæki hafa ekki getað sett vélar sínar í gang til að framleiða vörur, vatn fæst ekki til þess að brynna skepnum eða fólki,“ sagði Gunnar Bragi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.Vísir/Vilhelm Spurði hann hvort eðlilegt væri að staðan væri þessi árið 2019. „Hvernig má það vera að við séum þannig stödd að þó að rafmagnið fari af að þá séu ekki til varaafl til að keyra helstu þéttbýlisstaði jafnvel á þessu landsvæði?“ spurði hann meðal annars. Þórdís tók undir með Gunnari Braga um að flutnings- og dreifikerfi raforku á Íslandi væri ekki nægilega sterkt. Ráðast þurfi í frekari framkvæmdir til að treysta kerfið og byggja það upp. „Höfum við lagt áherslu á að treysta flutningskerfi raforku? Erum við með augun á þeim boltum? Erum við að reyna að gera það sem við getum til að flýta fyrir því og koma þeim framkvæmdum sem þarf að koma á áfram? Svarið við því er já,“ sagði Þórdís. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ljóst sé þó að veður hafi verið mjög óvenjulegt. „Til að mynda ef þú horfir á Þeistareykjalínu eitt sem er topp lína í kerfinu okkar, glæný og mjög sterk. Hún fer samt út sem segir okkur það að veðrið var greinilega mjög átakamikið og vont,“ sagði Þórdís. „Það er auðvitað þannig, að á meðan við erum bæði með frekar flókið regluverk utan um það hvernig við komum svona framkvæmdum á koppinn, það er hægt að gera betur í því og minn vilji stendur til þess. Og það hefur tekið of langan tíma að byggja upp til að mynda, gera þær mikilvægu breytingar á meginflutningskerfinu sem hefur þurft að gera,“ sagði Þórdís.
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Sigríður Björk segir af sér Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Sjá meira
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51