Þriðjung allra dauðsfalla má rekja til lífsstíls Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. desember 2019 18:37 Nýlega kom út ritröð um yfirlit heilbrigðismála aðildarlanda ESB ásamt Íslandi og Noregi. Er þetta í fyrsta skipti sem gerð er sérstök greining á heilbrigðiskerfi og heilsufari á Íslandi. Góðu fréttirnar eru að almennt er heilbrigðisástand fólks gott á Íslandi og stendur íslenska heilbrigðiskerfið sig tiltölulega vel að sjá öllum fyrir góðu aðgengi að hágæða þjónustu. Minna efnaðir finna helst fyrir mismunun þegar kemur að lyfjakaupum og tannlæknaþjónustu. Síðustu ár hefur myndast munur á lífslíkum eftir menntunarstigi.vísir/hafsteinn Lífslíkur jukust um næstum þrjú ár frá 2000 til 2017, þegar þær náðu 82,6 árum en meðaltalið er 80,9 ár í Evrópu. Þó hefur komið í ljós að munur eftir menntunarstigi hefur aukist á síðustu árum. Þannig lifa konur með mikla menntun um þremur og hálfu ári lengur en þær minna menntuðu og mikið menntaðir karlar lifa næstum fimm árum lengur en þeir sem hafa litla menntun. Sjötta hvert dauðsfall vegna mataræðis Samkvæmt skýrslunni er talið að rúmlega þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi megi rekja til lífsstílsáhættuþátta sem hægt er að breyta. Slæmar matarvenjur leiddu til rúmlega eins sjötta allra dauðsfalla árið 2017, sem rekja mátti til of lítillar ávaxta- og grænmetisneyslu en of mikillar neyslu á sykri og salti. Áhættuþættir vegna lífsstíls útskýra þriðjung dauðsfalla á Íslandi. Það eru þættir eins og mataræði, reykingar, hreyfingarleysi og áfengisneysla.vísir/hafsteinn Þótt reykingar og áfengisneysla séu minni á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi þá er áætlað að tóbak hafi leitt til 15% af öllum dauðsföllunum og áfengisneysla 1% en lítil hreyfing útskýrir 3% dauðsfalla. Þrátt fyrir að Íslendingar, bæði börn og fullorðnir, séu sérstaklega duglegir að hreyfa sig samkvæmt þessari samantekt er offita talið meiriháttar lýðheilsuvandamál hér á landi. Er það tengt slæmum matarvenjum eins og ofar kom fram. Fjórði hver fullorðinn Íslendingur er með offitu samkvæmt útreikningi á BMI-stuðli og hefur hlutfallið aukist mikið síðasta áratuginn. Fimmtungur fimmtán ára ungmenna voru yfir kjörþyngd eða of feit og var það þriðja hæsta hlutfallið í Evrópu. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Er offita sjúkdómur? Misjafnt er hvaða augum umræðan um offitu á Íslandi er litin. Annars vegar að offita sé sjúkdómur og heilbrigðiskerfið þurfi að bregðast við. Hins vegar að ekki eigi að sjúkdómsvæða feitt fólk heldur líta til heilsuvenja burtséð frá holdafari. 10. nóvember 2019 19:42 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Nýlega kom út ritröð um yfirlit heilbrigðismála aðildarlanda ESB ásamt Íslandi og Noregi. Er þetta í fyrsta skipti sem gerð er sérstök greining á heilbrigðiskerfi og heilsufari á Íslandi. Góðu fréttirnar eru að almennt er heilbrigðisástand fólks gott á Íslandi og stendur íslenska heilbrigðiskerfið sig tiltölulega vel að sjá öllum fyrir góðu aðgengi að hágæða þjónustu. Minna efnaðir finna helst fyrir mismunun þegar kemur að lyfjakaupum og tannlæknaþjónustu. Síðustu ár hefur myndast munur á lífslíkum eftir menntunarstigi.vísir/hafsteinn Lífslíkur jukust um næstum þrjú ár frá 2000 til 2017, þegar þær náðu 82,6 árum en meðaltalið er 80,9 ár í Evrópu. Þó hefur komið í ljós að munur eftir menntunarstigi hefur aukist á síðustu árum. Þannig lifa konur með mikla menntun um þremur og hálfu ári lengur en þær minna menntuðu og mikið menntaðir karlar lifa næstum fimm árum lengur en þeir sem hafa litla menntun. Sjötta hvert dauðsfall vegna mataræðis Samkvæmt skýrslunni er talið að rúmlega þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi megi rekja til lífsstílsáhættuþátta sem hægt er að breyta. Slæmar matarvenjur leiddu til rúmlega eins sjötta allra dauðsfalla árið 2017, sem rekja mátti til of lítillar ávaxta- og grænmetisneyslu en of mikillar neyslu á sykri og salti. Áhættuþættir vegna lífsstíls útskýra þriðjung dauðsfalla á Íslandi. Það eru þættir eins og mataræði, reykingar, hreyfingarleysi og áfengisneysla.vísir/hafsteinn Þótt reykingar og áfengisneysla séu minni á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi þá er áætlað að tóbak hafi leitt til 15% af öllum dauðsföllunum og áfengisneysla 1% en lítil hreyfing útskýrir 3% dauðsfalla. Þrátt fyrir að Íslendingar, bæði börn og fullorðnir, séu sérstaklega duglegir að hreyfa sig samkvæmt þessari samantekt er offita talið meiriháttar lýðheilsuvandamál hér á landi. Er það tengt slæmum matarvenjum eins og ofar kom fram. Fjórði hver fullorðinn Íslendingur er með offitu samkvæmt útreikningi á BMI-stuðli og hefur hlutfallið aukist mikið síðasta áratuginn. Fimmtungur fimmtán ára ungmenna voru yfir kjörþyngd eða of feit og var það þriðja hæsta hlutfallið í Evrópu.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Er offita sjúkdómur? Misjafnt er hvaða augum umræðan um offitu á Íslandi er litin. Annars vegar að offita sé sjúkdómur og heilbrigðiskerfið þurfi að bregðast við. Hins vegar að ekki eigi að sjúkdómsvæða feitt fólk heldur líta til heilsuvenja burtséð frá holdafari. 10. nóvember 2019 19:42 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Er offita sjúkdómur? Misjafnt er hvaða augum umræðan um offitu á Íslandi er litin. Annars vegar að offita sé sjúkdómur og heilbrigðiskerfið þurfi að bregðast við. Hins vegar að ekki eigi að sjúkdómsvæða feitt fólk heldur líta til heilsuvenja burtséð frá holdafari. 10. nóvember 2019 19:42