Listamaðurinn sagði „að við værum öll apar“ en Sería A hefur nú beðist afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 09:30 Myndirnar umdeildu. Skjámynd/Twitter Gærdagurinn var ekkert sérstaklega góður dagur fyrir forráðamenn ítölsku fótboltadeildarinnar en Sería A hefur nú beðist afsökunar á stórfurðulegum veggspjöldum sínum sem áttu að hjálpa í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Serie A has apologised over the imagery used in an anti-racism campaign https://t.co/ORGCtGGceIpic.twitter.com/3AtD5kPLTs— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 Luigi De Siervo, framkvæmdastjóri Seríu A, sendi frá sér yfirlýsingu fyrir hönd deildarinnar. „Ég hef áttað mig núna á því að þetta var ekki við hæfi,“ skrifaði Luigi De Siervo. Veggspjöldin þrjú sem voru hönnuð fyrir Seríu A sýna öll apa málaða í framan og á þeim stendur líka slagorðið „Nei við rasisma“ sem er líklega það eina góða við þessi veggspjöld. Listamaðurinn Simone Fugazzotto gerði öll veggspjöldin og hann var tilbúinn að verja þau með því að segja að „við værum öll apar“ en þau orð hans komu ekki í veg fyrir hneykslun fólks. Það fylgir þó sögunni að Simone Fugazzotto málar apa á nær öllum sínum myndum. Serie A's chief executive has apologised for the monkey artwork used for its anti-racism campaign.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 17, 2019 Baráttusamtök gegn misrétti og kynþáttafordómum kölluðu þetta „sjúkan brandara“ og voru forystumenn þeirra hreinlega orðlausir eftir að hafa séð þessar sorglegu myndir. Það er samt ekki staðfest hvað verður um þessi veggspjöld eða hvort þau fái að hanga uppi í höfuðstöðvum Seríu A í Mílanó eins og áætlað var. „Það sem er ekki hægt að efast um er að Sería A fordæmir allar útgáfur af misrétti og rasisma og við erum staðráðin í að útrýma öllu slíku úr okkar ástkæru deild. Sería A er að vinna að sinni eigin opinberri herferð gegn kynþáttafordómum og hún tengist ekkert verkum Simone Fugazzotto,“ skrifaði De Siervo og tilkynnti jafnframt að von væri á þeirri herferð í febrúar. Það óhætt að segja að pressan á því verkefni hafi aukist mikið eftir atburði síðustu daga. Þetta skrýtna mál bætist ofan á vandræði ítalska fótboltans þegar kemur að kynþáttaformdómum og kynþáttaníði en slíkt hefur ekki aðeins mátt sjá í stúkunni á leikjum heldur einnig á forsíðum blaða. Mario Balotelli og Romelu Lukaku eru tveir af fórnarlömbunum en leikmenn af afrískum uppruna hafa mátt þola kynþáttaníð í langan tíma á Ítalíu. Það er öllum ljóst að Ítalir glíma við stórt og mikið vandamál og því er svona veggjaspjaldagerð ótrúlega klaufalegt og misheppnað innlegg í slíka baráttu. Ítalski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira
Gærdagurinn var ekkert sérstaklega góður dagur fyrir forráðamenn ítölsku fótboltadeildarinnar en Sería A hefur nú beðist afsökunar á stórfurðulegum veggspjöldum sínum sem áttu að hjálpa í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Serie A has apologised over the imagery used in an anti-racism campaign https://t.co/ORGCtGGceIpic.twitter.com/3AtD5kPLTs— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 Luigi De Siervo, framkvæmdastjóri Seríu A, sendi frá sér yfirlýsingu fyrir hönd deildarinnar. „Ég hef áttað mig núna á því að þetta var ekki við hæfi,“ skrifaði Luigi De Siervo. Veggspjöldin þrjú sem voru hönnuð fyrir Seríu A sýna öll apa málaða í framan og á þeim stendur líka slagorðið „Nei við rasisma“ sem er líklega það eina góða við þessi veggspjöld. Listamaðurinn Simone Fugazzotto gerði öll veggspjöldin og hann var tilbúinn að verja þau með því að segja að „við værum öll apar“ en þau orð hans komu ekki í veg fyrir hneykslun fólks. Það fylgir þó sögunni að Simone Fugazzotto málar apa á nær öllum sínum myndum. Serie A's chief executive has apologised for the monkey artwork used for its anti-racism campaign.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 17, 2019 Baráttusamtök gegn misrétti og kynþáttafordómum kölluðu þetta „sjúkan brandara“ og voru forystumenn þeirra hreinlega orðlausir eftir að hafa séð þessar sorglegu myndir. Það er samt ekki staðfest hvað verður um þessi veggspjöld eða hvort þau fái að hanga uppi í höfuðstöðvum Seríu A í Mílanó eins og áætlað var. „Það sem er ekki hægt að efast um er að Sería A fordæmir allar útgáfur af misrétti og rasisma og við erum staðráðin í að útrýma öllu slíku úr okkar ástkæru deild. Sería A er að vinna að sinni eigin opinberri herferð gegn kynþáttafordómum og hún tengist ekkert verkum Simone Fugazzotto,“ skrifaði De Siervo og tilkynnti jafnframt að von væri á þeirri herferð í febrúar. Það óhætt að segja að pressan á því verkefni hafi aukist mikið eftir atburði síðustu daga. Þetta skrýtna mál bætist ofan á vandræði ítalska fótboltans þegar kemur að kynþáttaformdómum og kynþáttaníði en slíkt hefur ekki aðeins mátt sjá í stúkunni á leikjum heldur einnig á forsíðum blaða. Mario Balotelli og Romelu Lukaku eru tveir af fórnarlömbunum en leikmenn af afrískum uppruna hafa mátt þola kynþáttaníð í langan tíma á Ítalíu. Það er öllum ljóst að Ítalir glíma við stórt og mikið vandamál og því er svona veggjaspjaldagerð ótrúlega klaufalegt og misheppnað innlegg í slíka baráttu.
Ítalski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira