Segir þingið ekki hafa annað val en að ákæra Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. desember 2019 19:49 Nancy Pelosi og Donald Trump. Vísir/AP Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot. Fulltrúadeildin mun síðar í kvöld greiða atkvæði um hvort ákæra eigi Trump í tveimur liðum fyrir embættisbrot. Líklegt er að atkvæðagreiðslurnar muni fylgja flokkslínum sem þýðir að Trump mun verða ákærður, þar sem demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni. Trump sendi Pelosi í gær harðort bréf þar sem hann sagði ákæruferlið í þinginu vera ígildi valdaráns. Með því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot myndu demókratar lýsa yfir stríði gegn bandarísku lýðræði.Fylgjast má með umræðum um ákæruna og atkvæðagreiðslu í beinni útsendingu hér að neðan. Pelosi ávarpaði þingmenn nú í kvöld þar sem hún sagði að hlutverk þingmanna í kvöld væri að „verja lýðræðið fyrir almenning í landinu,“ undir dynjandi lófaklappi samflokksmanna hennar í Demókrataflokknum. Sagði hún Trump, með hegðun hans, ekki hafa gefið þingmönnum annað val en að gefa út ákærur á hendur honum. „Það er staðreynd að forsetinn er ógn við þjóðaröryggi og kosningaferlið okkar, hornstein lýðræðisins,“ sagði Pelosi. Verði Trump ákærður fyrir embættisbrot verður hann þriðji forsetinn sem fær ákæru í andlitið. Hinir eru Andrew Johnson árið 1868 og Bill Clinton árið 1998. Hvorugur þeirra var þó fjarlægður af forsetastól. Verði ákærurnar gefnar út fer málið til öldungadeildarinnar þar sem réttarhöld yfir Trump munu fara fram. Tvær ákærur Demókratar hafa opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Meðal annars stöðvaði Trump afhendingu tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt. Þá var fundur Zelensky og Trump, sem Zelensky sóttist eftir, skilyrtur því að forsetinn úkraínski tilkynnti tvær rannsóknir sem koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn sem standa höllum fæti styðja ákærurnar gegn Trump Nokkrir þingmenn Demókrataflokksins, sem þykja flestir nær miðjunni en gengur og gerist og koma frá svokölluðum sveifluríkjum, hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 17. desember 2019 13:45 Hæðast að bréfi Trump til Pelosi: „Þetta bréf er galið!“ Eins og svo oft áður gerðu þáttastjórnendur Bandaríkjanna grín að nýjustu vendingum í kringum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. desember 2019 13:45 Þingmenn ræða ákærur gegn Trump fram á kvöld Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun í kvöld greiða atkvæði um það hvort samþykkja eigi ákærurnar tvær gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 14:34 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot. Fulltrúadeildin mun síðar í kvöld greiða atkvæði um hvort ákæra eigi Trump í tveimur liðum fyrir embættisbrot. Líklegt er að atkvæðagreiðslurnar muni fylgja flokkslínum sem þýðir að Trump mun verða ákærður, þar sem demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni. Trump sendi Pelosi í gær harðort bréf þar sem hann sagði ákæruferlið í þinginu vera ígildi valdaráns. Með því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot myndu demókratar lýsa yfir stríði gegn bandarísku lýðræði.Fylgjast má með umræðum um ákæruna og atkvæðagreiðslu í beinni útsendingu hér að neðan. Pelosi ávarpaði þingmenn nú í kvöld þar sem hún sagði að hlutverk þingmanna í kvöld væri að „verja lýðræðið fyrir almenning í landinu,“ undir dynjandi lófaklappi samflokksmanna hennar í Demókrataflokknum. Sagði hún Trump, með hegðun hans, ekki hafa gefið þingmönnum annað val en að gefa út ákærur á hendur honum. „Það er staðreynd að forsetinn er ógn við þjóðaröryggi og kosningaferlið okkar, hornstein lýðræðisins,“ sagði Pelosi. Verði Trump ákærður fyrir embættisbrot verður hann þriðji forsetinn sem fær ákæru í andlitið. Hinir eru Andrew Johnson árið 1868 og Bill Clinton árið 1998. Hvorugur þeirra var þó fjarlægður af forsetastól. Verði ákærurnar gefnar út fer málið til öldungadeildarinnar þar sem réttarhöld yfir Trump munu fara fram. Tvær ákærur Demókratar hafa opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Meðal annars stöðvaði Trump afhendingu tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt. Þá var fundur Zelensky og Trump, sem Zelensky sóttist eftir, skilyrtur því að forsetinn úkraínski tilkynnti tvær rannsóknir sem koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn sem standa höllum fæti styðja ákærurnar gegn Trump Nokkrir þingmenn Demókrataflokksins, sem þykja flestir nær miðjunni en gengur og gerist og koma frá svokölluðum sveifluríkjum, hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 17. desember 2019 13:45 Hæðast að bréfi Trump til Pelosi: „Þetta bréf er galið!“ Eins og svo oft áður gerðu þáttastjórnendur Bandaríkjanna grín að nýjustu vendingum í kringum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. desember 2019 13:45 Þingmenn ræða ákærur gegn Trump fram á kvöld Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun í kvöld greiða atkvæði um það hvort samþykkja eigi ákærurnar tvær gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 14:34 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
Þingmenn sem standa höllum fæti styðja ákærurnar gegn Trump Nokkrir þingmenn Demókrataflokksins, sem þykja flestir nær miðjunni en gengur og gerist og koma frá svokölluðum sveifluríkjum, hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 17. desember 2019 13:45
Hæðast að bréfi Trump til Pelosi: „Þetta bréf er galið!“ Eins og svo oft áður gerðu þáttastjórnendur Bandaríkjanna grín að nýjustu vendingum í kringum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. desember 2019 13:45
Þingmenn ræða ákærur gegn Trump fram á kvöld Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun í kvöld greiða atkvæði um það hvort samþykkja eigi ákærurnar tvær gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 14:34