Rausnarlegir bónusar IKEA í Noregi þekkjast ekki á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2019 14:24 Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samfélagsábyrgðar og samskiptadeildar IKEA á Íslandi, segir ekki hafa tíðkast hér á landi að greiða starfsfólkinu bónus. Vísir/Vilhelm Um þrjú þúsund starfsmenn IKEA í Noregi eiga von á rúmlega hálfri milljón króna í jólabónus þetta árið. Um einkaframtak stjórnenda sænsku húsgagnakeðjunnar er að ræða. Starfsmenn annars vegar, til dæmis á Íslandi, eru ekki verðlaunaðir með sama hætti.Norski miðillinn The Local greindi frá því í vikunni að starfsmenn IKEA í Noregi væru í jólaskapi enda ættu þeir von á glaðningi í formi jólabónuss. Yfirmaður hjá IKEA í Noregi tjáir Local að bónusinn nemi allt að 40 þúsund norskum krónum eða rúmlega hálfrar milljónar íslenskra króna. Kostnaður IKEA vegna þessa nemur um 1,6 milljarði króna. Jólabónusar til starfsmanna IKEA eru árviss viðburður en eru með hæsta móti í ár.Mbl.is vísaði í frétt norska miðilsins í morgun. Fréttin er ein sú mest lesna á vef miðilsins og velta eflaust einhverjir fyrir sér hvaða glaðningi starfsmenn IKEA á Íslandi eiga von á þetta árið. Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samfélagsábyrgðar og samskiptadeildar IKEA á Íslandi, segir ekki hafa tíðkast hér á landi að greiða starfsfólkinu bónus. „Þetta er vissulega vel gert hjá þeim í Noregi en það er þeirra einkaframtak, ekki samkvæmt tilmælum frá IKEA,“ segir Guðný. Um 450 manns starfa hjá IKEA, þar af um 320 í fullu starfi að sögn Guðnýjar. „Undanfarin ár hefur starfsfólk fengið að velja sér jólagjöf úr nokkrum kostum. Í ár voru það þrjár útgáfur af veglegum matarkörfum eða gjafabréf hjá S4S, sem reka fjölda skóverslana.“ IKEA Jól Jólagjafir fyrirtækja Kjaramál Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Um þrjú þúsund starfsmenn IKEA í Noregi eiga von á rúmlega hálfri milljón króna í jólabónus þetta árið. Um einkaframtak stjórnenda sænsku húsgagnakeðjunnar er að ræða. Starfsmenn annars vegar, til dæmis á Íslandi, eru ekki verðlaunaðir með sama hætti.Norski miðillinn The Local greindi frá því í vikunni að starfsmenn IKEA í Noregi væru í jólaskapi enda ættu þeir von á glaðningi í formi jólabónuss. Yfirmaður hjá IKEA í Noregi tjáir Local að bónusinn nemi allt að 40 þúsund norskum krónum eða rúmlega hálfrar milljónar íslenskra króna. Kostnaður IKEA vegna þessa nemur um 1,6 milljarði króna. Jólabónusar til starfsmanna IKEA eru árviss viðburður en eru með hæsta móti í ár.Mbl.is vísaði í frétt norska miðilsins í morgun. Fréttin er ein sú mest lesna á vef miðilsins og velta eflaust einhverjir fyrir sér hvaða glaðningi starfsmenn IKEA á Íslandi eiga von á þetta árið. Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samfélagsábyrgðar og samskiptadeildar IKEA á Íslandi, segir ekki hafa tíðkast hér á landi að greiða starfsfólkinu bónus. „Þetta er vissulega vel gert hjá þeim í Noregi en það er þeirra einkaframtak, ekki samkvæmt tilmælum frá IKEA,“ segir Guðný. Um 450 manns starfa hjá IKEA, þar af um 320 í fullu starfi að sögn Guðnýjar. „Undanfarin ár hefur starfsfólk fengið að velja sér jólagjöf úr nokkrum kostum. Í ár voru það þrjár útgáfur af veglegum matarkörfum eða gjafabréf hjá S4S, sem reka fjölda skóverslana.“
IKEA Jól Jólagjafir fyrirtækja Kjaramál Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur