Boðar fullt frelsi í nafnagift Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2019 19:30 Sú tillaga Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að leggja niður mannanafnanefnd kemur til vegna þess að í frumvarpi sem nú er til umsagnar í samráðsgátt eru áform um fullt frelsi til nafngiftar. „Það er mín skoðun að réttur fólks til að ráða sínu nafni og barna sinna eigi að vera ríkari en réttur samfélagsins til að takmarka þann rétt. Ég er að leggja fram ákveðin áform um fullt frelsi í þessum málum og þigg allar ábendingar um þá gerð,“ segir Áslaug Arna. Þetta þýðir að upptaka ættarnafna verður leyfð, að ekki þurfi að vera hefð fyrir nafninu og það þurfi ekki að fylgja reglum íslenskunnar. Nöfn verði þá í raun undanskilin íslenskri stafsetningu þótt krafa sé um að nöfnin fylgi latneska stafrófinu. Því gætum við séð nöfn eins og Swanhildur, Cesar og Zigrún.En hvað með nöfn eins og Gardína, Sveppur og Djöfull? „Ég hef litlar áhyggjur af því að fólk ráðist í þannig nafnabreytingar. Það hefur sýnt sig í öðrum löndum að það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Aftur á móti ef þetta eru þannig nöfn sem eru gegn hagsmunum barns þá ætti það að vera á borði barnaverndaryfirvalda, það er verið að skoða þetta í þessari frumvarpsgerð,“ segir Áslaug Arna en til greina kemur að starfsmaður á Þjóðskrá verði með það hlutverk að meta og tilkynna slíkar öfgar. Áslaug segir frelsi í nafnagiftum vera hjartans mál fyrir suma. „Ég hef talað við fólk sem líður illa eða lendir í vandræðum því það getur ekki breytt eftirnafni eða fornafni vegna þessara reglna. Að auki held ég að þær séu ekki í samhengi við almenn viðhorf í samfélaginu.“ Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Undarlegt að nöfn verði undanskilin íslenskri stafsetningu Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. 30. nóvember 2019 12:57 Íslendingum verði leyft að taka upp ættarnöfn Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 30. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Sú tillaga Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að leggja niður mannanafnanefnd kemur til vegna þess að í frumvarpi sem nú er til umsagnar í samráðsgátt eru áform um fullt frelsi til nafngiftar. „Það er mín skoðun að réttur fólks til að ráða sínu nafni og barna sinna eigi að vera ríkari en réttur samfélagsins til að takmarka þann rétt. Ég er að leggja fram ákveðin áform um fullt frelsi í þessum málum og þigg allar ábendingar um þá gerð,“ segir Áslaug Arna. Þetta þýðir að upptaka ættarnafna verður leyfð, að ekki þurfi að vera hefð fyrir nafninu og það þurfi ekki að fylgja reglum íslenskunnar. Nöfn verði þá í raun undanskilin íslenskri stafsetningu þótt krafa sé um að nöfnin fylgi latneska stafrófinu. Því gætum við séð nöfn eins og Swanhildur, Cesar og Zigrún.En hvað með nöfn eins og Gardína, Sveppur og Djöfull? „Ég hef litlar áhyggjur af því að fólk ráðist í þannig nafnabreytingar. Það hefur sýnt sig í öðrum löndum að það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Aftur á móti ef þetta eru þannig nöfn sem eru gegn hagsmunum barns þá ætti það að vera á borði barnaverndaryfirvalda, það er verið að skoða þetta í þessari frumvarpsgerð,“ segir Áslaug Arna en til greina kemur að starfsmaður á Þjóðskrá verði með það hlutverk að meta og tilkynna slíkar öfgar. Áslaug segir frelsi í nafnagiftum vera hjartans mál fyrir suma. „Ég hef talað við fólk sem líður illa eða lendir í vandræðum því það getur ekki breytt eftirnafni eða fornafni vegna þessara reglna. Að auki held ég að þær séu ekki í samhengi við almenn viðhorf í samfélaginu.“
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Undarlegt að nöfn verði undanskilin íslenskri stafsetningu Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. 30. nóvember 2019 12:57 Íslendingum verði leyft að taka upp ættarnöfn Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 30. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Undarlegt að nöfn verði undanskilin íslenskri stafsetningu Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. 30. nóvember 2019 12:57
Íslendingum verði leyft að taka upp ættarnöfn Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 30. nóvember 2019 11:14