Geðlæknir starfandi við fangelsin í fyrsta sinn í langan tíma Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. desember 2019 13:44 Fangar hafa framvegis aðgengi að geðlækni þegar á þarf að halda ólíkt því sem verið hefur hingað til. Ráðist á í sérstakt átak til að stórefla geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun framvegis sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Stofnað hefur verið sérhæft geðheilsuteymi fanga sem sinnir verkefnum sem tengjast föngum. Sérstakt samkomulag þessa efnis var undirritað í fangelsinu á Hólmsheiði í morgun. „Þetta er ársverkefni sem við erum að setja af stað. Sem er undirbúningur að því hvernig við sjáum þetta til lengri framtíðar. Það er fjármagnað. Við erum með fimmtíu og fimm milljónir á þessu ári og síðan sjötíu á næsta ári. Vegna þess að ég vil að það liggi algjörlega fyrir að verkefnið sé fjármagnað til fulls,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún vonast til að þjónustan eigi eftir að festa sig í sessi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir mikið ánægjuefni að stórefla eigi þessa þjónustu við fanga. „Þetta er auðvitað magnaður dagur. Við erum búin að bíða eftir þessu í marga áratugi. Berjast fyrir því að fá geðheilbrigðisþjónustu fyrir þennan veika skjólstæðingahóp,“ segir Páll. Hann segir fanga koma til með að finna mikla breytingu. „Fangar hafa núna aðgengi að geðlækni þegar það hentar og þegar það er nauðsynlegt. Það hefur ekki verið geðlæknir starfandi við fangelsi landsins í mörg ár. Bara það eitt og sér skiptir miklu máli en að það sé heilt teymi í kringum það og aðgengi fanganna að þessu teymi þegar það þarf, skiptir miklu máli,“ segir Páll. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Fangar hafa framvegis aðgengi að geðlækni þegar á þarf að halda ólíkt því sem verið hefur hingað til. Ráðist á í sérstakt átak til að stórefla geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun framvegis sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Stofnað hefur verið sérhæft geðheilsuteymi fanga sem sinnir verkefnum sem tengjast föngum. Sérstakt samkomulag þessa efnis var undirritað í fangelsinu á Hólmsheiði í morgun. „Þetta er ársverkefni sem við erum að setja af stað. Sem er undirbúningur að því hvernig við sjáum þetta til lengri framtíðar. Það er fjármagnað. Við erum með fimmtíu og fimm milljónir á þessu ári og síðan sjötíu á næsta ári. Vegna þess að ég vil að það liggi algjörlega fyrir að verkefnið sé fjármagnað til fulls,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún vonast til að þjónustan eigi eftir að festa sig í sessi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir mikið ánægjuefni að stórefla eigi þessa þjónustu við fanga. „Þetta er auðvitað magnaður dagur. Við erum búin að bíða eftir þessu í marga áratugi. Berjast fyrir því að fá geðheilbrigðisþjónustu fyrir þennan veika skjólstæðingahóp,“ segir Páll. Hann segir fanga koma til með að finna mikla breytingu. „Fangar hafa núna aðgengi að geðlækni þegar það hentar og þegar það er nauðsynlegt. Það hefur ekki verið geðlæknir starfandi við fangelsi landsins í mörg ár. Bara það eitt og sér skiptir miklu máli en að það sé heilt teymi í kringum það og aðgengi fanganna að þessu teymi þegar það þarf, skiptir miklu máli,“ segir Páll.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira