Björgólfur Thor á von á 30 milljarða arðgreiðslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2019 14:15 Björgólfur Thor Björgólfsson í Davos í upphafi árs 2018. Getty/Bloomberg Fjarskiptafélagið WOM í Síle undirbýr sig nú til að greiða Novator, fjárfestingarfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, um 250 milljóna bandaríkjadala arð. Það gerir um 30 milljarða króna. Arðgreiðslan verður fjármögnuð með útgáfu skuldabréfs sem unnið er að því að selja en markmiðið er að sækja um 55 milljarða króna með útgáfunni. Fjárfestar fengu kynningu á skuldabréfaútgáfunni í nóvember. Í umfjöllun Viðskiptablaðsins er vísað til lánshæfismats Moody's á útgáfunni þar sem tíundaðar eru margvíslegar staðreyndir um fjarskiptafyrirtækið. WOM hafi sexfaldað markaðshlutdeild sína frá árinu 2015, þegar Novator keypti fyrirtækið, og eru viðskiptavinir þess nú 6,5 milljónir talsins. Alls hefur Novator lagt WOM til um 400 milljónir dala, næstum 50 milljarða króna, frá kaupunum árið 2015. Tekjur WOM á síðasta rekstrarári voru um 80 milljarðar króna og rekstrarhagnaðurinn um 20 milljarðar.Sjá einnig: Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarðaWOM hyggst sækja alls 650 milljón dala fjármögnun, þar af munu 350 milljónir dala fara í að endurfjármagna fjarskiptafélagið og 250 milljónir til að greiða Novator arð. Fjárfestingar Novators hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum í ár. Þannig hefur verið greint frá kaupum fyrirtækisins í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing, tæknifyrirtækinu Rebag sem rekur verslanir þar sem hægt er að kaupa og selja notaðar lúxushandtöskur, og bandaríska fjártæknifyrirtækinu Stripe.Í eignasafni Novators eru nú á annan tug fyrirtækja; má þar nefna deliveroo, Zwift og Klang. Novator á einnig í fjarskiptafyrirtækjunum Play í Póllandi og Nova á Íslandi. Novator er með um 3 milljarða dala af eignum í stýringu, sem nemur um 360 milljörðum króna. Chile Upplýsingatækni Tengdar fréttir Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarða Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er reiðubúinn að fjárfesta í Síle fyrir 220 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar, jafnvirði tæplega 28 milljarða króna. 28. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Fjarskiptafélagið WOM í Síle undirbýr sig nú til að greiða Novator, fjárfestingarfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, um 250 milljóna bandaríkjadala arð. Það gerir um 30 milljarða króna. Arðgreiðslan verður fjármögnuð með útgáfu skuldabréfs sem unnið er að því að selja en markmiðið er að sækja um 55 milljarða króna með útgáfunni. Fjárfestar fengu kynningu á skuldabréfaútgáfunni í nóvember. Í umfjöllun Viðskiptablaðsins er vísað til lánshæfismats Moody's á útgáfunni þar sem tíundaðar eru margvíslegar staðreyndir um fjarskiptafyrirtækið. WOM hafi sexfaldað markaðshlutdeild sína frá árinu 2015, þegar Novator keypti fyrirtækið, og eru viðskiptavinir þess nú 6,5 milljónir talsins. Alls hefur Novator lagt WOM til um 400 milljónir dala, næstum 50 milljarða króna, frá kaupunum árið 2015. Tekjur WOM á síðasta rekstrarári voru um 80 milljarðar króna og rekstrarhagnaðurinn um 20 milljarðar.Sjá einnig: Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarðaWOM hyggst sækja alls 650 milljón dala fjármögnun, þar af munu 350 milljónir dala fara í að endurfjármagna fjarskiptafélagið og 250 milljónir til að greiða Novator arð. Fjárfestingar Novators hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum í ár. Þannig hefur verið greint frá kaupum fyrirtækisins í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing, tæknifyrirtækinu Rebag sem rekur verslanir þar sem hægt er að kaupa og selja notaðar lúxushandtöskur, og bandaríska fjártæknifyrirtækinu Stripe.Í eignasafni Novators eru nú á annan tug fyrirtækja; má þar nefna deliveroo, Zwift og Klang. Novator á einnig í fjarskiptafyrirtækjunum Play í Póllandi og Nova á Íslandi. Novator er með um 3 milljarða dala af eignum í stýringu, sem nemur um 360 milljörðum króna.
Chile Upplýsingatækni Tengdar fréttir Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarða Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er reiðubúinn að fjárfesta í Síle fyrir 220 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar, jafnvirði tæplega 28 milljarða króna. 28. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarða Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er reiðubúinn að fjárfesta í Síle fyrir 220 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar, jafnvirði tæplega 28 milljarða króna. 28. nóvember 2018 07:30