Stjörnurnar þrifu upp eggin og gáfu gjafabréf Andri Eysteinsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 8. desember 2019 18:21 Hópur tónlistarmanna og áhrifavalda fór nú síðdegis, vopnaður hreinsibúnaði, að einbýlishúsi í Laugardal til að þrífa upp egg sem grýtt var í húsið í gærkvöldi. Hreingerninguna má rekja til óánægju hópsins með umfjöllun DV sem greindi frá heimilisföngum tónlistarfólks í helgarblaði sínu. Fyrir vikið birtu nokkur úr þeirra hópi myndir af umræddu húsi á samfélagsmiðlum sínum sem þeir töldu vera í eigu ritstjóra DV, Lilju Katrínar Gunnarsdóttur. Hvöttu þeir fylgjendur sína til að „líta inn um gluggann“ á húsinu og sniðganga „sorpmiðilinn“ DV.Sjá einnig: Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmannaStjörnurnar höfðu hins vegar reitt sig á gamalt heimilisfang. Lilja Katrín er flutt úr húsinu og inn er flutt Bóel Guðlaugsdóttir. Henni brá því nokkuð í brún þegar hún heyrði dynk í gærkvöldi sem hún hélt upphaflega að væri eftir snjóbolta, eins og Bóel lýsti í samtali við Vísi í dag.Það var þó ekki um neinn snjóbolta að ræða, heldur egg sem einhver óprúttinn hafði kastað í rúðuna hennar. Bóel hvatti sökudólginn til að stíga fram og þrífa upp eftir sig, sem hann hefur þó ekki gert. Fyrrnefndum hópi tónlistar- og samfélagsmiðlafólks rann því blóðið til skyldunnar og mætti til að þrífa upp eftir eggjakastarann. Hópurinn þáði kaffibolla frá íbúum hússins, enda kalt í Laugardalnum í dag.Vísir/friðrikÞáðu kaffibolla og gáfu gjafabréf Meðal þeirra sem tóku þátt í hreingerningunni í dag voru tónlistarmennirnir Árni Páll Árnason (Herra Hnetusmjör) og Birgir Hákon Guðlaugsson auk Arons Más Ólafssonar (Aron Mola) leikara. Erfiðlega gekk fyrir hópinn að verða sér úti um stiga til að þrífa upp eggin, sem ómögulegt var að komast að með öðrum hætti. Miskunnsamur nágranni hljóp þá undir bagga með stjörnunum sem voru ekki lengi að þrífa upp eggjahvítu, rauðu og skurn af rúðu Bóelar. Í samtali við fréttastofu, sem fangaði hreingerninguna, sagði Aron Már að þetta væri það minnsta sem hópurinn gæti gert eftir misskilning síðasta sólarhrings. Hann segist þó enn ósáttur með umfjöllun DV, sem má „hysja upp um sig buxurnar,“ að sögn Arons. Það fór vel á með eigendum hússins og stjörnunum, sem þáðu kaffibolla og gáfu hinum grýttu húseigendum gjafabréf á veitingahús í skaðabætur fyrir allt ónæðið. Viðtal fréttastofu við Aron Má má sjá í spilaranum hér að ofan. Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. 8. desember 2019 12:30 Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn. 7. desember 2019 19:57 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Hópur tónlistarmanna og áhrifavalda fór nú síðdegis, vopnaður hreinsibúnaði, að einbýlishúsi í Laugardal til að þrífa upp egg sem grýtt var í húsið í gærkvöldi. Hreingerninguna má rekja til óánægju hópsins með umfjöllun DV sem greindi frá heimilisföngum tónlistarfólks í helgarblaði sínu. Fyrir vikið birtu nokkur úr þeirra hópi myndir af umræddu húsi á samfélagsmiðlum sínum sem þeir töldu vera í eigu ritstjóra DV, Lilju Katrínar Gunnarsdóttur. Hvöttu þeir fylgjendur sína til að „líta inn um gluggann“ á húsinu og sniðganga „sorpmiðilinn“ DV.Sjá einnig: Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmannaStjörnurnar höfðu hins vegar reitt sig á gamalt heimilisfang. Lilja Katrín er flutt úr húsinu og inn er flutt Bóel Guðlaugsdóttir. Henni brá því nokkuð í brún þegar hún heyrði dynk í gærkvöldi sem hún hélt upphaflega að væri eftir snjóbolta, eins og Bóel lýsti í samtali við Vísi í dag.Það var þó ekki um neinn snjóbolta að ræða, heldur egg sem einhver óprúttinn hafði kastað í rúðuna hennar. Bóel hvatti sökudólginn til að stíga fram og þrífa upp eftir sig, sem hann hefur þó ekki gert. Fyrrnefndum hópi tónlistar- og samfélagsmiðlafólks rann því blóðið til skyldunnar og mætti til að þrífa upp eftir eggjakastarann. Hópurinn þáði kaffibolla frá íbúum hússins, enda kalt í Laugardalnum í dag.Vísir/friðrikÞáðu kaffibolla og gáfu gjafabréf Meðal þeirra sem tóku þátt í hreingerningunni í dag voru tónlistarmennirnir Árni Páll Árnason (Herra Hnetusmjör) og Birgir Hákon Guðlaugsson auk Arons Más Ólafssonar (Aron Mola) leikara. Erfiðlega gekk fyrir hópinn að verða sér úti um stiga til að þrífa upp eggin, sem ómögulegt var að komast að með öðrum hætti. Miskunnsamur nágranni hljóp þá undir bagga með stjörnunum sem voru ekki lengi að þrífa upp eggjahvítu, rauðu og skurn af rúðu Bóelar. Í samtali við fréttastofu, sem fangaði hreingerninguna, sagði Aron Már að þetta væri það minnsta sem hópurinn gæti gert eftir misskilning síðasta sólarhrings. Hann segist þó enn ósáttur með umfjöllun DV, sem má „hysja upp um sig buxurnar,“ að sögn Arons. Það fór vel á með eigendum hússins og stjörnunum, sem þáðu kaffibolla og gáfu hinum grýttu húseigendum gjafabréf á veitingahús í skaðabætur fyrir allt ónæðið. Viðtal fréttastofu við Aron Má má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. 8. desember 2019 12:30 Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn. 7. desember 2019 19:57 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. 8. desember 2019 12:30
Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn. 7. desember 2019 19:57