Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. desember 2019 17:28 Rauð veðurviðvörun tekur gildi klukkan 17 á morgun á Ströndum og Norðurlandi vestra. veðurstofa íslands Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. Gildir viðvörunin til klukkan eitt aðra nótt að sögn Elín Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Fram til klukkan 17 verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi í þessum landshluta en á vef Veðurstofunnar segir eftirfarandi um rauðu viðvörunina: „Spáð er norðan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 33 m/s) með mikilli snjókomu og skafrenningi. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og tjóni og/eða slysum ef aðgát er ekki höfð. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda, allt að 10 m. ölduhæð og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum.“ Þá hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra á landinu lýst yfir óvissustigi á morgun vegna veðursins sem mun skella á landinu í fyrramálið. Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Viðvaranir taka gildi um allt land strax í fyrramálið og eru í gildi fram á miðvikudag. Á Vestfjörðum, Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Norðurlandi og hálendinu verður í gildi appelsínugul viðvörun en á Austfjörðum og Suðausturlandi er viðvörunin gul. Veðrið mun að öllum líkindum hafa mikil áhrif á samgöngur. Þannig hefur Vegagerðin gefið það út að mögulega verði öllum leiðum út af höfuðborgarsvæðinu lokað eftir hádegi á morgun og þá búast við að strax í fyrramálið verði Holtavörðuheiði lokað sem og vegunum um Þverárfjall og Vatnsskarð. Þá hefur Icelandair aflýst öllu flugi sínu eftir hádegi á morgun, hvort sem um er að ræða brottfarir frá Keflavíkurflugvelli eða komur hingað til lands.Fréttin hefur verið uppfærð. Óveður 10. og 11. desember 2019 Tímamót Veður Tengdar fréttir Öllu Ameríkuflugi aflýst á morgun Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. 9. desember 2019 17:22 Útiloka ekki rauða viðvörun og undirbúa viðbrögð við að „allt fari í skrúfuna“ Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að undirbúningur fyrir veðrið á morgun sé á tveimur vígstöðum; annars vegar sé lögð áhersla á forvarnir og hins vegar viðbrögð við því ef "allt fari í skrúfuna“ 9. desember 2019 13:45 Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. Gildir viðvörunin til klukkan eitt aðra nótt að sögn Elín Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Fram til klukkan 17 verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi í þessum landshluta en á vef Veðurstofunnar segir eftirfarandi um rauðu viðvörunina: „Spáð er norðan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 33 m/s) með mikilli snjókomu og skafrenningi. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og tjóni og/eða slysum ef aðgát er ekki höfð. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda, allt að 10 m. ölduhæð og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum.“ Þá hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra á landinu lýst yfir óvissustigi á morgun vegna veðursins sem mun skella á landinu í fyrramálið. Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Viðvaranir taka gildi um allt land strax í fyrramálið og eru í gildi fram á miðvikudag. Á Vestfjörðum, Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Norðurlandi og hálendinu verður í gildi appelsínugul viðvörun en á Austfjörðum og Suðausturlandi er viðvörunin gul. Veðrið mun að öllum líkindum hafa mikil áhrif á samgöngur. Þannig hefur Vegagerðin gefið það út að mögulega verði öllum leiðum út af höfuðborgarsvæðinu lokað eftir hádegi á morgun og þá búast við að strax í fyrramálið verði Holtavörðuheiði lokað sem og vegunum um Þverárfjall og Vatnsskarð. Þá hefur Icelandair aflýst öllu flugi sínu eftir hádegi á morgun, hvort sem um er að ræða brottfarir frá Keflavíkurflugvelli eða komur hingað til lands.Fréttin hefur verið uppfærð.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tímamót Veður Tengdar fréttir Öllu Ameríkuflugi aflýst á morgun Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. 9. desember 2019 17:22 Útiloka ekki rauða viðvörun og undirbúa viðbrögð við að „allt fari í skrúfuna“ Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að undirbúningur fyrir veðrið á morgun sé á tveimur vígstöðum; annars vegar sé lögð áhersla á forvarnir og hins vegar viðbrögð við því ef "allt fari í skrúfuna“ 9. desember 2019 13:45 Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Öllu Ameríkuflugi aflýst á morgun Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. 9. desember 2019 17:22
Útiloka ekki rauða viðvörun og undirbúa viðbrögð við að „allt fari í skrúfuna“ Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að undirbúningur fyrir veðrið á morgun sé á tveimur vígstöðum; annars vegar sé lögð áhersla á forvarnir og hins vegar viðbrögð við því ef "allt fari í skrúfuna“ 9. desember 2019 13:45
Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42