Hikandi við að leggja Play til hlutafé Hörður Ægisson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi Play, og Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, á blaðamannafundi í upphafi mánaðarins. vísir/vilhelm Erfiðlega hefur gengið að fá innlenda fjárfesta til að leggja lággjaldaflugfélaginu Play til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé en Íslensk verðbréf (ÍV) hafa á síðustu vikum biðlað til fjárfesta um að koma að fjármögnun félagsins. Hlutabréfaverð Icelandair hækkaði um tíu prósent í nærri 350 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í gær og samkvæmt viðmælendum á fjármálamarkaði er sú hækkun rakin til þess að óvissa ríkir um hlutafjársöfnun Play en ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um fjárfesta sem hafi skuldbundið sig til að taka þátt í útboðinu. Forsvarsmenn ÍV hafa kynnt fjárfestinguna fyrir fjölmörgum einkafjárfestum, fyrirtækjum, einkum sem starfa í ferðaþjónustu, og sjóðastýringarfélögum og hefur verið gert ráð fyrir þeir muni eignast 50 prósenta hlut í Play á móti stofnendum og öðrum starfsmönnum félagsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa fjárfestar sett sig upp á móti því að stofnendur Play eignist svo stóran hlut í flugfélaginu og þá hafa þeir sett spurningarmerki við flugrekstrarreynslu stjórnendateymisins. Viðskiptaáætlanir félagsins, sem gera meðal annars ráð fyrir því að Play verði strax farið að skila um 70 milljóna hagnaði á fyrsta fjórðungi næsta árs, þykja helst til bjartsýnar og þá hafa fjárfestar kallað eftir því að fenginn verði kjölfestueigandi að flugfélaginu í hlutafjárútboðinu. Stjórnendur Play hafa sagt að félagið hafi tryggt sér 40 milljóna evra lánsfjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital sem hefur sömuleiðis kauprétt að tíu prósenta hlut í Play. Til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu sem ber átta prósent vexti. Í fjárfestakynningu ÍV segir að lánsfjármögnunin virkist þegar hlutafjárins hafi verið aflað en í viðtali við ViðskiptaMoggann í síðustu viku sagði Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, að flugfélagið „þyrfti ekki 12 milljónirnar til þess að tryggja þessar 40 milljónir“. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45 Play greiðir átta prósent vexti af láninu Lánsfjármögnunin er til níu ára og til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu. 13. nóvember 2019 08:00 Play semur við ungt þjónustufyrirtæki Flugfélagið Play, sem áformar að hefja flugrekstur í vetur, verður í viðskiptum við Íslenska flugafgreiðslufélagið ehf. um flugþjónustu á Keflavíkurvelli, samkvæmt heimildum Markaðarins. 13. nóvember 2019 07:00 Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið að fá innlenda fjárfesta til að leggja lággjaldaflugfélaginu Play til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé en Íslensk verðbréf (ÍV) hafa á síðustu vikum biðlað til fjárfesta um að koma að fjármögnun félagsins. Hlutabréfaverð Icelandair hækkaði um tíu prósent í nærri 350 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í gær og samkvæmt viðmælendum á fjármálamarkaði er sú hækkun rakin til þess að óvissa ríkir um hlutafjársöfnun Play en ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um fjárfesta sem hafi skuldbundið sig til að taka þátt í útboðinu. Forsvarsmenn ÍV hafa kynnt fjárfestinguna fyrir fjölmörgum einkafjárfestum, fyrirtækjum, einkum sem starfa í ferðaþjónustu, og sjóðastýringarfélögum og hefur verið gert ráð fyrir þeir muni eignast 50 prósenta hlut í Play á móti stofnendum og öðrum starfsmönnum félagsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa fjárfestar sett sig upp á móti því að stofnendur Play eignist svo stóran hlut í flugfélaginu og þá hafa þeir sett spurningarmerki við flugrekstrarreynslu stjórnendateymisins. Viðskiptaáætlanir félagsins, sem gera meðal annars ráð fyrir því að Play verði strax farið að skila um 70 milljóna hagnaði á fyrsta fjórðungi næsta árs, þykja helst til bjartsýnar og þá hafa fjárfestar kallað eftir því að fenginn verði kjölfestueigandi að flugfélaginu í hlutafjárútboðinu. Stjórnendur Play hafa sagt að félagið hafi tryggt sér 40 milljóna evra lánsfjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital sem hefur sömuleiðis kauprétt að tíu prósenta hlut í Play. Til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu sem ber átta prósent vexti. Í fjárfestakynningu ÍV segir að lánsfjármögnunin virkist þegar hlutafjárins hafi verið aflað en í viðtali við ViðskiptaMoggann í síðustu viku sagði Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, að flugfélagið „þyrfti ekki 12 milljónirnar til þess að tryggja þessar 40 milljónir“.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45 Play greiðir átta prósent vexti af láninu Lánsfjármögnunin er til níu ára og til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu. 13. nóvember 2019 08:00 Play semur við ungt þjónustufyrirtæki Flugfélagið Play, sem áformar að hefja flugrekstur í vetur, verður í viðskiptum við Íslenska flugafgreiðslufélagið ehf. um flugþjónustu á Keflavíkurvelli, samkvæmt heimildum Markaðarins. 13. nóvember 2019 07:00 Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45
Play greiðir átta prósent vexti af láninu Lánsfjármögnunin er til níu ára og til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu. 13. nóvember 2019 08:00
Play semur við ungt þjónustufyrirtæki Flugfélagið Play, sem áformar að hefja flugrekstur í vetur, verður í viðskiptum við Íslenska flugafgreiðslufélagið ehf. um flugþjónustu á Keflavíkurvelli, samkvæmt heimildum Markaðarins. 13. nóvember 2019 07:00