Sigga Beinteins fékk blóðtappa Stefán Árni Pálsson skrifar 20. nóvember 2019 11:30 Sigga Beinteins keyrði sig út sem endaði með því að hún fékk blóðtappa. Sigga Beinteins söngkona eignaðist tvíbura með fyrrverandi konu sinni Birnu Maríu þegar hún var 49 ára gömul. Eftir endalausar svefnlausar nætur í mörg ár og álag í vinnu, fékk Sigga blóðtappa sem hafði meðal annars þær afleiðingar að hún mundi ekki nöfn barnanna sinna. Sigga ákvað eftir þessa lífsreynslu að taka líf sitt í gegn, fór að stunda líkamsrækt, breytti um mataræði og passar nú uppá að fá nægan svefn. Í dag er Sigga eldhress og er á fullu að undirbúa sína árlegu jólatónleika í Hörpu sem verða 6. og 7. desember. „Ég held að það sé töluvert álag að fara út í barneignir svona seint,“ segir Sigga. Hún ræddi málin í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég átti í rauninni að vera orðin amma þarna. Það sem veldur þessu álagi og streitu var að tvíburarnir voru alltaf vakandi á sitthvorum tímanum og voru erfið með svefn. Þau voru ekki að sofa nóg. Síðan gerist það að hún fær þessa magakveisu sem börn fá oft og hann er eyrnabarn. Þetta var því ofboðslega lítill svefn hjá okkur báðum þangað til þau voru svona fjögurra, fimm ára.“ Sigga segir að með þessu öllu hafi hún verið að koma fram allar helgar.Sigga í gönguferð með dóttur sinni.„Maður var kannski að spila til tvö, þrjú allar helgar og koma svo heim og leggja sig í tvo tíma og taka þá vaktina. Þá hafði Birna verið að alla nóttina með þau. Þarna 2012 fer ég aftur til heimilislæknisins og þá var mér sagt að ég yrði að minnka vinnuna núna á meðan þessu stendur og ég yrði að ná að sofa meira.“ Sigga segir að læknirinn hafi tilkynnt henni að ef hún myndi ekki breyta um lífstíl myndi hann senda hana í hvíldarinnlögn á Reykjalund. „Ég lofa henni því að breyta til, nema maður heldur bara áfram og keyrir sig út. Þangað til í september 2015, þá keyrði ég bara á vegginn. Ég vakna einn morguninn og er eitthvað miklu meira þreytt en venjulega. Ég kem börnunum á leikskólann og ætla leggja mig aðeins. Eftir nokkrar mínútur segi ég við sjálfan mig að hætta þessu bulli og fara að vinna. Drífa sig í tölvuna og byrja að vinna og hætta þessu bulli, þetta er bara helvítis leti. Ég geri það og fer að vinna í tölvunni. Finn samt þessa gífurlegu þreytu,“ segir Sigga en því næst hringir síminn og er systir hennar á línunni. Hún býr í Noregi og er hjúkrunarfræðingur.Gríðarlegur höfuðverkur „Ég er eitthvað að tala við hana og allt í einu ræð ég ekki við orðin sem ég er að segja. Ég gat ekki stjórnað orðunum og það komu enginn orð út úr mér. Eftir nokkrar mínútur fer ég að detta inn aftur. Þá fær systir mín mig til að tala um eitthvað annað og við ræðum um mataruppskriftir. Ég fer að tala um einhvern pastarétt og þá kemur bara orðið þvottavél út úr mér. Þá segist hún ætla hringja í mig eftir smá stund aftur. Hún vildi ekki hræða mig. Þá gerist það að ég fæ alveg gígantískan höfuðverk. Ég fæ mér bara parkódín og ákveð að láta renna í bað. Nema hausverkurinn fer ekki. Ég hafði áður lesið mig til um blóðtappa og ákveð þarna að hringja upp á bráðadeild. Mér er sagt að ég verði að koma strax og þá er ég sett í allskonar rannsóknir. Svo kemur taugalæknir og talar við mig og spyr mig allskonar spurninga,“ segir Sigga og bætir við að hann hafi spurt hana spurninga mjög hratt. „Ég gat með engu móti munað hvað börnin mín hétu, hvorugt þeirra. Ég mundi það bara nokkru seinna og þá sagði hann að það þyrfti að gera fleiri rannsóknir,“ þá kemur í ljós að söngkonan var með blóðtappa. Hún var í kjölfarið sett á þynnandi lyf og er ennþá í dag á þeim lyfjum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Jól Tónlist Tengdar fréttir Sigga Beinteins með sambýliskonunni og börnum Það er ekkert eins, en allt til hins betra, segir Sigríður Beinteinsdóttir um móðurhlutverkið. Sigga heldur upp á fimmtugsafmæli sitt í mánuðinum með stórtónleikum. Við það tilefni ræddi Ísland í dag við Siggu, sambýliskonuna og nýju börnin. 12. júlí 2012 21:30 Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Sigga Beinteins söngkona eignaðist tvíbura með fyrrverandi konu sinni Birnu Maríu þegar hún var 49 ára gömul. Eftir endalausar svefnlausar nætur í mörg ár og álag í vinnu, fékk Sigga blóðtappa sem hafði meðal annars þær afleiðingar að hún mundi ekki nöfn barnanna sinna. Sigga ákvað eftir þessa lífsreynslu að taka líf sitt í gegn, fór að stunda líkamsrækt, breytti um mataræði og passar nú uppá að fá nægan svefn. Í dag er Sigga eldhress og er á fullu að undirbúa sína árlegu jólatónleika í Hörpu sem verða 6. og 7. desember. „Ég held að það sé töluvert álag að fara út í barneignir svona seint,“ segir Sigga. Hún ræddi málin í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég átti í rauninni að vera orðin amma þarna. Það sem veldur þessu álagi og streitu var að tvíburarnir voru alltaf vakandi á sitthvorum tímanum og voru erfið með svefn. Þau voru ekki að sofa nóg. Síðan gerist það að hún fær þessa magakveisu sem börn fá oft og hann er eyrnabarn. Þetta var því ofboðslega lítill svefn hjá okkur báðum þangað til þau voru svona fjögurra, fimm ára.“ Sigga segir að með þessu öllu hafi hún verið að koma fram allar helgar.Sigga í gönguferð með dóttur sinni.„Maður var kannski að spila til tvö, þrjú allar helgar og koma svo heim og leggja sig í tvo tíma og taka þá vaktina. Þá hafði Birna verið að alla nóttina með þau. Þarna 2012 fer ég aftur til heimilislæknisins og þá var mér sagt að ég yrði að minnka vinnuna núna á meðan þessu stendur og ég yrði að ná að sofa meira.“ Sigga segir að læknirinn hafi tilkynnt henni að ef hún myndi ekki breyta um lífstíl myndi hann senda hana í hvíldarinnlögn á Reykjalund. „Ég lofa henni því að breyta til, nema maður heldur bara áfram og keyrir sig út. Þangað til í september 2015, þá keyrði ég bara á vegginn. Ég vakna einn morguninn og er eitthvað miklu meira þreytt en venjulega. Ég kem börnunum á leikskólann og ætla leggja mig aðeins. Eftir nokkrar mínútur segi ég við sjálfan mig að hætta þessu bulli og fara að vinna. Drífa sig í tölvuna og byrja að vinna og hætta þessu bulli, þetta er bara helvítis leti. Ég geri það og fer að vinna í tölvunni. Finn samt þessa gífurlegu þreytu,“ segir Sigga en því næst hringir síminn og er systir hennar á línunni. Hún býr í Noregi og er hjúkrunarfræðingur.Gríðarlegur höfuðverkur „Ég er eitthvað að tala við hana og allt í einu ræð ég ekki við orðin sem ég er að segja. Ég gat ekki stjórnað orðunum og það komu enginn orð út úr mér. Eftir nokkrar mínútur fer ég að detta inn aftur. Þá fær systir mín mig til að tala um eitthvað annað og við ræðum um mataruppskriftir. Ég fer að tala um einhvern pastarétt og þá kemur bara orðið þvottavél út úr mér. Þá segist hún ætla hringja í mig eftir smá stund aftur. Hún vildi ekki hræða mig. Þá gerist það að ég fæ alveg gígantískan höfuðverk. Ég fæ mér bara parkódín og ákveð að láta renna í bað. Nema hausverkurinn fer ekki. Ég hafði áður lesið mig til um blóðtappa og ákveð þarna að hringja upp á bráðadeild. Mér er sagt að ég verði að koma strax og þá er ég sett í allskonar rannsóknir. Svo kemur taugalæknir og talar við mig og spyr mig allskonar spurninga,“ segir Sigga og bætir við að hann hafi spurt hana spurninga mjög hratt. „Ég gat með engu móti munað hvað börnin mín hétu, hvorugt þeirra. Ég mundi það bara nokkru seinna og þá sagði hann að það þyrfti að gera fleiri rannsóknir,“ þá kemur í ljós að söngkonan var með blóðtappa. Hún var í kjölfarið sett á þynnandi lyf og er ennþá í dag á þeim lyfjum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Jól Tónlist Tengdar fréttir Sigga Beinteins með sambýliskonunni og börnum Það er ekkert eins, en allt til hins betra, segir Sigríður Beinteinsdóttir um móðurhlutverkið. Sigga heldur upp á fimmtugsafmæli sitt í mánuðinum með stórtónleikum. Við það tilefni ræddi Ísland í dag við Siggu, sambýliskonuna og nýju börnin. 12. júlí 2012 21:30 Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Sigga Beinteins með sambýliskonunni og börnum Það er ekkert eins, en allt til hins betra, segir Sigríður Beinteinsdóttir um móðurhlutverkið. Sigga heldur upp á fimmtugsafmæli sitt í mánuðinum með stórtónleikum. Við það tilefni ræddi Ísland í dag við Siggu, sambýliskonuna og nýju börnin. 12. júlí 2012 21:30