Mikil uppbygging nema í Laugardal Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 22. nóvember 2019 17:15 Laugardalsvöllur er rúmlega 60 ára gamall. Miðað við mannvirkjagerð hjá sveitarfélögum landsins er ríkið að draga lappirnar. Fréttablaðið/Anton Brink Fréttablaðið/Anton Brink Skýrsla starfshóps um nýtt knattspyrnuhús Hauka var tekin fyrir í bæjarráði Hafnarfjarðar í gær en bærinn hyggst reisa veglegt knattspyrnuhús á Ásvöllum. Mikil uppbygging er víða um land þegar kemur að knattspyrnu og íþróttum. Þannig var Skessan tekin í notkun í Kaplakrika fyrir skemmstu, Afturelding tók nýverið í notkun sitt hús, Ísafjörður ætlar að bjóða út upphitað hús og í Reykjavík eru framkvæmdir að hefjast við svæði Fram og ÍR. Valsmenn eru komnir langleiðina með sitt svæði og KR er í startholunum. Svona mætti lengi telja. Flest sveitarfélögin standa sig gríðarlega vel í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum og samanlagður kostnaður við þessa mannvirkjagerð nemur mörgum milljörðum króna. Það er þó aðra sögu að segja í Laugardal. Þar standa mannvirki fornra tíma með úrelta íþróttahöll og leikvang með ónýta frjálsíþróttabraut. Uppbygging þar er á ábyrgð ríkisins og þó það sé að þokast í rétta átt er enn langt í land. Á fjáraukalögum er búið að koma á fót hlutafélagi vegna Þjóðarleikvangs í Laugardal og leggja því til fimm milljónir króna í stofnfé. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að fundað sé stíft og vandað sé til verka. Guðni er ekki í öfundsverðu hlutverki en ber sig vel þegar rætt er um uppbygginguna sem vonandi verður. „Starfshópur skilaði af sér vinnu á síðasta ári og í kjölfarið var samkomulag um að fara í nánari greiningarvinnu og úttekt á mögulegum sviðsmyndum hvað varðar völlinn. Þetta nýjasta skref er stigið af hálfu ríkisvaldsins til að hafa fjármagnsheimildir fyrir það verkefni. Það er verið að vinna af þó nokkrum krafti, fundað vikulega og stefnt að því að ljúka þeirri vinnu á næsta ári og þá er kominn tími til að taka ákvörðun í málinu – þótt fyrr hefði verið,“ segir Guðni. Hann bætir við að það sé gangur í þeirri vinnu sem nú sé unnin þó skrefin séu stundum stutt og hæg. „Miðað við mínar upplýsingar hefur varla verið unnin svona ítarleg vinna eins og þessi á evrópskan mælikvarða hvað varðar uppbyggingu íþróttamannvirkis. Það er verið að rýna ítarlega í hlutina.“ Mikið hefur verið rætt og ritað um Laugardalsvöll. Sérstaklega í aðdraganda þess að Ísland er að fara að spila leik og jafnvel tvo í mars. Guðni segir að sveitarfélögin hafi staðið sig vel eftir að málaflokkurinn færðist frá ríkinu yfir á sveitarfélögin. „En manni finnst að ríkið eigi að koma að þessu – sérstaklega þegar rætt er um þjóðarleikvang. Það má auðvitað líka ræða hvernig ríkið styrkir íþróttalífið. Það mætti gera betur þar. Ríkið styrkir rekstur íþróttasambanda og UMFÍ og ferðasjóð og afrekssjóð en miðað við skatttekjur sem ríkið fær af íþróttum mættu framlög til íþróttamála tvímælalaust vera meiri og kannski meira í takt við það sem gerist á Norðurlöndunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Skýrsla starfshóps um nýtt knattspyrnuhús Hauka var tekin fyrir í bæjarráði Hafnarfjarðar í gær en bærinn hyggst reisa veglegt knattspyrnuhús á Ásvöllum. Mikil uppbygging er víða um land þegar kemur að knattspyrnu og íþróttum. Þannig var Skessan tekin í notkun í Kaplakrika fyrir skemmstu, Afturelding tók nýverið í notkun sitt hús, Ísafjörður ætlar að bjóða út upphitað hús og í Reykjavík eru framkvæmdir að hefjast við svæði Fram og ÍR. Valsmenn eru komnir langleiðina með sitt svæði og KR er í startholunum. Svona mætti lengi telja. Flest sveitarfélögin standa sig gríðarlega vel í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum og samanlagður kostnaður við þessa mannvirkjagerð nemur mörgum milljörðum króna. Það er þó aðra sögu að segja í Laugardal. Þar standa mannvirki fornra tíma með úrelta íþróttahöll og leikvang með ónýta frjálsíþróttabraut. Uppbygging þar er á ábyrgð ríkisins og þó það sé að þokast í rétta átt er enn langt í land. Á fjáraukalögum er búið að koma á fót hlutafélagi vegna Þjóðarleikvangs í Laugardal og leggja því til fimm milljónir króna í stofnfé. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að fundað sé stíft og vandað sé til verka. Guðni er ekki í öfundsverðu hlutverki en ber sig vel þegar rætt er um uppbygginguna sem vonandi verður. „Starfshópur skilaði af sér vinnu á síðasta ári og í kjölfarið var samkomulag um að fara í nánari greiningarvinnu og úttekt á mögulegum sviðsmyndum hvað varðar völlinn. Þetta nýjasta skref er stigið af hálfu ríkisvaldsins til að hafa fjármagnsheimildir fyrir það verkefni. Það er verið að vinna af þó nokkrum krafti, fundað vikulega og stefnt að því að ljúka þeirri vinnu á næsta ári og þá er kominn tími til að taka ákvörðun í málinu – þótt fyrr hefði verið,“ segir Guðni. Hann bætir við að það sé gangur í þeirri vinnu sem nú sé unnin þó skrefin séu stundum stutt og hæg. „Miðað við mínar upplýsingar hefur varla verið unnin svona ítarleg vinna eins og þessi á evrópskan mælikvarða hvað varðar uppbyggingu íþróttamannvirkis. Það er verið að rýna ítarlega í hlutina.“ Mikið hefur verið rætt og ritað um Laugardalsvöll. Sérstaklega í aðdraganda þess að Ísland er að fara að spila leik og jafnvel tvo í mars. Guðni segir að sveitarfélögin hafi staðið sig vel eftir að málaflokkurinn færðist frá ríkinu yfir á sveitarfélögin. „En manni finnst að ríkið eigi að koma að þessu – sérstaklega þegar rætt er um þjóðarleikvang. Það má auðvitað líka ræða hvernig ríkið styrkir íþróttalífið. Það mætti gera betur þar. Ríkið styrkir rekstur íþróttasambanda og UMFÍ og ferðasjóð og afrekssjóð en miðað við skatttekjur sem ríkið fær af íþróttum mættu framlög til íþróttamála tvímælalaust vera meiri og kannski meira í takt við það sem gerist á Norðurlöndunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn