Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2019 16:00 Bloomberg vill í Hvíta húsið. Getty/Sean Zanni Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári, í nóvember 2020. Bloomberg hefur undanfarnar vikur legið undir feldi en hefur nú tekið ákvörðunina um að bjóða sig fram til þess að sigra Donald Trump og endurreisa Bandaríkin eins og segir á vefsíðu Bloomberg.„Bandaríkin ráða ekki við fjögur ár í viðbót af siðlausum og glannalausum stjórnarháttum Trump. Hann ógnar landi okkar og gildum. Verði hann endurkjörinn er óvíst hvort að við munum nokkru sinni jafna okkar á þeim skaða,“ skrifaði Bloomberg.Bandaríkjaforseti, Michael Bloomberg og Jared Kushner árið 2013.Getty/Paul BruinoogeBloomberg sem náði ellefta sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn í heimi á síðasta ári sat í stóli borgarstjóra New York á árunum 2002-2013. Bloomberg hefur flakkað á milli stjórnmálaflokka á ferli sínum en á fyrstu árum sínum sem borgarstjóri var Bloomberg í Repúblikanaflokknum. Fyrir árið 2001 var hann flokksmeðlimur Demókrata en 2007-2018 stóð hann utan flokka. Bloomberg hafði undanfarið gefið það til kynna að hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Hafði hann til að mynda skilað inn tilskyldum gögnum til Alríkiskosningastofnunnar, skráð sig til leiks í þremur forkosningum Demókrata og sett til hliðar gríðarstóran auglýsingasjóð. Talið er að í sjóðnum sé um 30 milljónir dala. AP greinir frá.Sjá einnig: Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Tíu vikur eru til stefnu þangað til að fyrstu forkosningar flokksins fara fram í Iowa. Þeir frambjóðendur sem þegar eru á kjörseðlunum fyrir Demókrata virðast ekki vera hrifnir af hugmyndum Bloomberg um forsetaframboð og því síður eru þeir hrifnir af gríðarlegum auglýsingakaupum milljarðamæringsins. „Ef þú getur ekki byggt upp grasrótarhreyfingu fyrir framboð þitt áttu ekkert erindi að bjóða þig fram til forseta,“ sagði Bernie Sanders sem sakaði Bloomberg um að ætla sér að kaupa sér útnefninguna, að því er AP hefur eftir Sanders. „Hin ríku munu eiga fleiri skó en við, fleiri bíla og hús. En þau fá ekki stærri bita af lýðræðinu,“ sagði mótframbjóðandinn Elizabeth Warren.Af kosningasíðu Mike Bloomberg.SkjáskotRáðgjafi Bloomberg, Howard Wolfson hefur gefið út að Bloomberg muni einungis nota eigið fé til að fjármagna kosningabaráttuna. Hann væri tilbúinn til að eyða hverju því sem þurfi til þess að sigra Donald Trump. Í tilkynningu Bloomberg sem birtist á vef frambjóðandans tíundar hann þann árangur sem náðist í stjórnartíð hans í New York. Þá greinir hann frá sínum helstu stefnumálum, skapa fleiri atvinnutækifæri, tryggja góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla Bandaríkjamenn, berjast gegn loftslagsbreytingum og hækka skatta á auðmenn eins og hann sjálfan. Bloomberg hefur þegar fengið stuðning tveggja borgarstjóra, borgarstjórum Columbia í Suður-Karólínu og Louisville í Kentucky. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári, í nóvember 2020. Bloomberg hefur undanfarnar vikur legið undir feldi en hefur nú tekið ákvörðunina um að bjóða sig fram til þess að sigra Donald Trump og endurreisa Bandaríkin eins og segir á vefsíðu Bloomberg.„Bandaríkin ráða ekki við fjögur ár í viðbót af siðlausum og glannalausum stjórnarháttum Trump. Hann ógnar landi okkar og gildum. Verði hann endurkjörinn er óvíst hvort að við munum nokkru sinni jafna okkar á þeim skaða,“ skrifaði Bloomberg.Bandaríkjaforseti, Michael Bloomberg og Jared Kushner árið 2013.Getty/Paul BruinoogeBloomberg sem náði ellefta sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn í heimi á síðasta ári sat í stóli borgarstjóra New York á árunum 2002-2013. Bloomberg hefur flakkað á milli stjórnmálaflokka á ferli sínum en á fyrstu árum sínum sem borgarstjóri var Bloomberg í Repúblikanaflokknum. Fyrir árið 2001 var hann flokksmeðlimur Demókrata en 2007-2018 stóð hann utan flokka. Bloomberg hafði undanfarið gefið það til kynna að hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Hafði hann til að mynda skilað inn tilskyldum gögnum til Alríkiskosningastofnunnar, skráð sig til leiks í þremur forkosningum Demókrata og sett til hliðar gríðarstóran auglýsingasjóð. Talið er að í sjóðnum sé um 30 milljónir dala. AP greinir frá.Sjá einnig: Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Tíu vikur eru til stefnu þangað til að fyrstu forkosningar flokksins fara fram í Iowa. Þeir frambjóðendur sem þegar eru á kjörseðlunum fyrir Demókrata virðast ekki vera hrifnir af hugmyndum Bloomberg um forsetaframboð og því síður eru þeir hrifnir af gríðarlegum auglýsingakaupum milljarðamæringsins. „Ef þú getur ekki byggt upp grasrótarhreyfingu fyrir framboð þitt áttu ekkert erindi að bjóða þig fram til forseta,“ sagði Bernie Sanders sem sakaði Bloomberg um að ætla sér að kaupa sér útnefninguna, að því er AP hefur eftir Sanders. „Hin ríku munu eiga fleiri skó en við, fleiri bíla og hús. En þau fá ekki stærri bita af lýðræðinu,“ sagði mótframbjóðandinn Elizabeth Warren.Af kosningasíðu Mike Bloomberg.SkjáskotRáðgjafi Bloomberg, Howard Wolfson hefur gefið út að Bloomberg muni einungis nota eigið fé til að fjármagna kosningabaráttuna. Hann væri tilbúinn til að eyða hverju því sem þurfi til þess að sigra Donald Trump. Í tilkynningu Bloomberg sem birtist á vef frambjóðandans tíundar hann þann árangur sem náðist í stjórnartíð hans í New York. Þá greinir hann frá sínum helstu stefnumálum, skapa fleiri atvinnutækifæri, tryggja góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla Bandaríkjamenn, berjast gegn loftslagsbreytingum og hækka skatta á auðmenn eins og hann sjálfan. Bloomberg hefur þegar fengið stuðning tveggja borgarstjóra, borgarstjórum Columbia í Suður-Karólínu og Louisville í Kentucky.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira