Davíð segir Ágúst Ólaf Ágústsson sérstaka blaðsíðu Jakob Bjarnar skrifar 26. nóvember 2019 09:02 Davíð telur að ætla megi að Ágúst Ólafur hafi mátt sæta einelti vegna fátæktar, sem er einskonar öfugmælavísa ritstjórans og fyrrum forsætisráðherra. Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins skrifar torræðan leiðara í blað dagsins þar sem hann dregur Samfylkinguna og einkum Ágúst Ólaf Ágústsson sundur og saman í nöpru háði að hætti hússins. Til að skilja textann þyrftu menn helst að vera með próf í textagreiningu og vita að faðir Ágústs Ólafs er Ágúst Einarsson, fyrrum Þjóðfylkingarmaður, rektor á Bifröst og handhafi kvóta. Tilefni skrifanna er uppákoma á þinginu í gær sem leiddi til þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfirgaf þingsalinn í fússi. Hann taldi sig mega sitja undir ásökunum um að hafa brotið lög um opinber fjármál. Davíð telur málið einkum til háðungar fyrir Samfylkinguna og telur að forseti þingsins hefði átt að grípa í taumana í umræðu sem var undir liðnum fundarstjórn forseta. Hann hefði ekki átt að láta þinginu haldast uppi að niðurlægja sjálft sig eins og gert var í gær, að mati Davíðs.„Þá héldu nokkrir þingmenn uppi undarlegri tilraun til aðfarar að fjármálaráðherranum með svigurmælum um lögbrot án þess að nokkur leið væri að botna í hvað óvitarnir voru að fara,“Menn mega hafa sig alla við til að skilja hinn torræða leiðara en þar dregur Davíð Samfylkinguna og einkum Ágúst Ólaf Ágústsson sundur og saman í nöpru háði.skrifar Davíð og víkur þá að Ágústi Ólafi, en hann vakti fyrstur máls á því að ekki væri forsvaranlegt að Bjarni notaði varasjóði til að fjármagna rannsókn Samherjamálsins. Varasjóðum eru lögum samkvæmt ætlað að mæta ófyrirséðum kostnaði, fyrirsjáanlegt sé að um aukinn kostnað verður að ræða vegna málsins og honum eigi að mæta á fjárlögum. En 3. umræða fjárlaga fer fram í dag. „Það er auðvitað ekki hægt að gera mál úr Ágústi Ágústssyni þingmanni. Hann er sérstök blaðsíða. Án þess að hans ferill hafi verið kannaður sérstaklega mætti auðveldlega ætla að hann hefði átt erfiða æsku. Það kæmi því ekki á óvart ef upplýst væri að hann hefði ungur þurft að fikra sig út úr ljóslitlu braggahverfinu í átt að skólanum og þegar hann nálgaðist í götóttum sokkum í gúmmískónum, gerðum úr dekkjaafgöngum frá hernum, hefðu olíugreiddir kvótadrengir, puntaðir úr P. og Ó. veist að honum með oflæti. Það gæti hæglega verið ástæðan fyrir því að komi mál upp sem tengjast þorskum eða þilförum, þótt fjarlægt sé, eins og uppistand neðan úr Namibíu, ýti það svo illa við beiskum minningum sultaráranna að ekki verði við ráðið,“ segir Davíð háðslega en undirtextinn er vitaskuld sá, fyrir þá sem vita, að Ágúst Ólafur þurfti síður en svo að búa við sult og seyru. Alþingi Fjölmiðlar Samfylkingin Tengdar fréttir Bjarni rauk af þingfundi í fússi Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu. 25. nóvember 2019 16:32 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins skrifar torræðan leiðara í blað dagsins þar sem hann dregur Samfylkinguna og einkum Ágúst Ólaf Ágústsson sundur og saman í nöpru háði að hætti hússins. Til að skilja textann þyrftu menn helst að vera með próf í textagreiningu og vita að faðir Ágústs Ólafs er Ágúst Einarsson, fyrrum Þjóðfylkingarmaður, rektor á Bifröst og handhafi kvóta. Tilefni skrifanna er uppákoma á þinginu í gær sem leiddi til þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfirgaf þingsalinn í fússi. Hann taldi sig mega sitja undir ásökunum um að hafa brotið lög um opinber fjármál. Davíð telur málið einkum til háðungar fyrir Samfylkinguna og telur að forseti þingsins hefði átt að grípa í taumana í umræðu sem var undir liðnum fundarstjórn forseta. Hann hefði ekki átt að láta þinginu haldast uppi að niðurlægja sjálft sig eins og gert var í gær, að mati Davíðs.„Þá héldu nokkrir þingmenn uppi undarlegri tilraun til aðfarar að fjármálaráðherranum með svigurmælum um lögbrot án þess að nokkur leið væri að botna í hvað óvitarnir voru að fara,“Menn mega hafa sig alla við til að skilja hinn torræða leiðara en þar dregur Davíð Samfylkinguna og einkum Ágúst Ólaf Ágústsson sundur og saman í nöpru háði.skrifar Davíð og víkur þá að Ágústi Ólafi, en hann vakti fyrstur máls á því að ekki væri forsvaranlegt að Bjarni notaði varasjóði til að fjármagna rannsókn Samherjamálsins. Varasjóðum eru lögum samkvæmt ætlað að mæta ófyrirséðum kostnaði, fyrirsjáanlegt sé að um aukinn kostnað verður að ræða vegna málsins og honum eigi að mæta á fjárlögum. En 3. umræða fjárlaga fer fram í dag. „Það er auðvitað ekki hægt að gera mál úr Ágústi Ágústssyni þingmanni. Hann er sérstök blaðsíða. Án þess að hans ferill hafi verið kannaður sérstaklega mætti auðveldlega ætla að hann hefði átt erfiða æsku. Það kæmi því ekki á óvart ef upplýst væri að hann hefði ungur þurft að fikra sig út úr ljóslitlu braggahverfinu í átt að skólanum og þegar hann nálgaðist í götóttum sokkum í gúmmískónum, gerðum úr dekkjaafgöngum frá hernum, hefðu olíugreiddir kvótadrengir, puntaðir úr P. og Ó. veist að honum með oflæti. Það gæti hæglega verið ástæðan fyrir því að komi mál upp sem tengjast þorskum eða þilförum, þótt fjarlægt sé, eins og uppistand neðan úr Namibíu, ýti það svo illa við beiskum minningum sultaráranna að ekki verði við ráðið,“ segir Davíð háðslega en undirtextinn er vitaskuld sá, fyrir þá sem vita, að Ágúst Ólafur þurfti síður en svo að búa við sult og seyru.
Alþingi Fjölmiðlar Samfylkingin Tengdar fréttir Bjarni rauk af þingfundi í fússi Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu. 25. nóvember 2019 16:32 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Bjarni rauk af þingfundi í fússi Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu. 25. nóvember 2019 16:32