Namibía ljósárum á undan Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 14:41 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar bar saman viðbrögð íslenskra stjórnvalda og stjórnvalda í Namibíu í skugga Samherjamálsins. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, finnst að íslensk stjórnvöld ættu að taka Namibíu til fyrirmyndar í spillingarvörnum í „stað þess að tala landið niður eins og sumum háttvirtum þingmönnum og hæstvirtum ráðherrum hér í þessum sal hefur orðið á að gera.“ Þórhildur Sunna gerði Samherjamálið að umfjöllunarefni í ræðu sem hún hélt í dag undir liðnum störf þingsins. Hún hóf mál sitt á því rekja þær ráðstafanir sem stjórnvöld í Namibíu hafa gripið til eftir að málið kom upp. Hún bar viðbrögðin saman við viðbrögð íslenskra stjórnvalda. „Sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráðherra hafa sagt af sér, sérstök löggæslustofnun um varnir gegn spillingu hefur hafið rannsókn og handtekið sjávarútvegsráðherra og gefið það út að öll rannsóknargögn beri það með sér að stórfelldar mútur, peningaþvætti, skattsvik og spilling hafi átt sér stað,“ segir Þórhildur Sunna. Uppljóstrarar séu verndaðir með lögum í Namibíu, ólíkt Íslandi. Það auðveldi þeim mönnum sem viti af og hafa jafnvel tekið þátt í glæpsamlegu athæfi að stíga fram og aðstoða stjórnvöld við að upplýsa um glæpastarfsemi og spillingu. „Hér er ég ekki að tala um Ísland, virðulegi forseti, heldur Namibíu, sem sumir vilja afgreiða sem vanþróað og bláfátækt þróunarríki. Namibía er þó ljósárum á undan okkur Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu eins og frásögn mín hér ber með sér.“ Þá nefnir Þórhildur Sunna að öfugt við Ísland hafi Namibía komið á fót stofnun sem sérhæfi sig í að rannsaka spillingarbrot. „Hér heima höfum við horft upp á það ár eftir ár að uppljóstraraverndinni er ýtt út af borðinni á þinginu af óljósum ástæðum. Nú eða kannski ekki svo óljósum ef marka má umsögn Samtaka atvinnulífsins sem finnst fyrirliggjandi frumvarp hæstvirts forsætisráðherra ganga allt of langt og auka líkur á misnotkun starfsmanna sem vilja hefna sín á fyrrum vinnuveitendum. Sömu samtaka sem sögðu okkur, fyrir ekki svo löngu, í umsögn við frumvarp sama ráðherra um skráningu hagsmunavarða, eða lobbíista, með leyfi forseta að hér á landi tíðkist ekki spilling, eða það er að segja að það tíðkist ekki að spilling birtist í því að sterkir sérhagsmunaaðilar nái tangarhaldi á stjórnvöldum og hafi áhrif á þau með viðbrögðum sínum með einstökum ákvörðunum.“ Þegar Þórhildur Sunna hafði lokið við að ræða um inntak umsagnar Samtaka atvinnulífsins skellti hún upp úr. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, finnst að íslensk stjórnvöld ættu að taka Namibíu til fyrirmyndar í spillingarvörnum í „stað þess að tala landið niður eins og sumum háttvirtum þingmönnum og hæstvirtum ráðherrum hér í þessum sal hefur orðið á að gera.“ Þórhildur Sunna gerði Samherjamálið að umfjöllunarefni í ræðu sem hún hélt í dag undir liðnum störf þingsins. Hún hóf mál sitt á því rekja þær ráðstafanir sem stjórnvöld í Namibíu hafa gripið til eftir að málið kom upp. Hún bar viðbrögðin saman við viðbrögð íslenskra stjórnvalda. „Sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráðherra hafa sagt af sér, sérstök löggæslustofnun um varnir gegn spillingu hefur hafið rannsókn og handtekið sjávarútvegsráðherra og gefið það út að öll rannsóknargögn beri það með sér að stórfelldar mútur, peningaþvætti, skattsvik og spilling hafi átt sér stað,“ segir Þórhildur Sunna. Uppljóstrarar séu verndaðir með lögum í Namibíu, ólíkt Íslandi. Það auðveldi þeim mönnum sem viti af og hafa jafnvel tekið þátt í glæpsamlegu athæfi að stíga fram og aðstoða stjórnvöld við að upplýsa um glæpastarfsemi og spillingu. „Hér er ég ekki að tala um Ísland, virðulegi forseti, heldur Namibíu, sem sumir vilja afgreiða sem vanþróað og bláfátækt þróunarríki. Namibía er þó ljósárum á undan okkur Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu eins og frásögn mín hér ber með sér.“ Þá nefnir Þórhildur Sunna að öfugt við Ísland hafi Namibía komið á fót stofnun sem sérhæfi sig í að rannsaka spillingarbrot. „Hér heima höfum við horft upp á það ár eftir ár að uppljóstraraverndinni er ýtt út af borðinni á þinginu af óljósum ástæðum. Nú eða kannski ekki svo óljósum ef marka má umsögn Samtaka atvinnulífsins sem finnst fyrirliggjandi frumvarp hæstvirts forsætisráðherra ganga allt of langt og auka líkur á misnotkun starfsmanna sem vilja hefna sín á fyrrum vinnuveitendum. Sömu samtaka sem sögðu okkur, fyrir ekki svo löngu, í umsögn við frumvarp sama ráðherra um skráningu hagsmunavarða, eða lobbíista, með leyfi forseta að hér á landi tíðkist ekki spilling, eða það er að segja að það tíðkist ekki að spilling birtist í því að sterkir sérhagsmunaaðilar nái tangarhaldi á stjórnvöldum og hafi áhrif á þau með viðbrögðum sínum með einstökum ákvörðunum.“ Þegar Þórhildur Sunna hafði lokið við að ræða um inntak umsagnar Samtaka atvinnulífsins skellti hún upp úr.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira