Fiskikóngurinn varar við gullgrafaraæði á humarmarkaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 12:45 Kristján Berg Ásgeirsson. Kristján Berg Ásgeirsson, best þekktur sem Fiskikóngurinn, varar við því sem hann kallar gullgrafaraæði á humarmarkaði vegna skorts á íslenskum humri. Hann hvetur íslenska neytendur til þess að hafa augun opin enda lítur hann svo á að verið sé að selja svikna vöru þar sem íshúðun á innfluttum humri geti verið yfir 10 prósent. Líkt og fréttastofa greindi frá um helgina er skortur á íslenskum humri og getur kílóið því kostað allt að 20 þúsund krónur út úr búð. Vegna þessa er verið að flytja inn humar, og það í töluverðu magni að sögn Fiskikóngsins, meðal annars frá Skotlandi og Danmörku. Sjá einnig: Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónurÍ færslu á Facebook-síðu Fiskikóngsins segir að honum finnist það í sjálfu sér í lagi að flytja inn humar en það sem honum finnst ekki vera í lagi er að verið sé að selja svikna vöru: „[…] það er verið að selja VATN, og stærðir eru ekki réttar á vörunni. Þegar ég tala um svik, þá er ég að meina: Íshúðun á vörunni er miklu meiri en sagt er til um á umbúðunum og humarinn stenst ekki stærð. Allar upplýsingar um % hlutfall á íshúðun á vörunni eru rangar.“Þessa mynd af humri með íshúðun birti Fiskikóngurinn á Facebook-síðu sinni.Fiskikóngurinn útskýrir síðan hvað íshúðun er og hvers vegna hún er. „Íshúðun á vöruna er til þess gerð,er að varna því að fiskurinn þorni í frosti. Þegar við erum að tala um íshúðun, þá er fínt að ræða um 5% en það dugir til þess að verja vöruna til geymslu í frystigeymslu í allt að eitt ár. Þegar 10% íshúðun er sett á vöruna þá getur það verið erfitt. Vegna þess að það er mjög erfitt að framkvæma svo mikla íshúðun, nema með mikilli þekkingu á hvernig þetta er framkvæmt og er það til þess gert að þyngja vöruna,“ segir Fiskikóngurinn og segir svo frá því að hann hafi kannað málið hjá einu fyrirtæki sem selur humar. Hann hafi keypt af þeim humar og gert athugun á íshúðuninni. „Mér blöskraði vinnubrögðin. 10 kg kassi. Í kassanum voru 320 stk. sem gera meðalþyngd humarins uppá 31 gramm. Hins vegar er íshúðun á þessum humri 37%!!!! Ég skil bara ekki hvernig hægt er að ná svona mikilli íshúðun. Til þess að framkvæma slíka þyngingu, þá þarf að nota aukaefni. Sprauta humarinn með þyngingarefnum, eða láta humarinn liggja í aukaefnum sem þyngja hann. Þetta kalla ég GULLGRAFARAÆÐI. Að setja íshúðun á vöru sem er meira en 10% er bara til þess gerð, til þess að reyna að selja viðskiptavininum VATN, og ræna hann. Það er alger óþarfi að setja svona mikið vatn/glasseringu/íshúðun á vöruna (í þessu tilviki humar). Þegar búið var að þíða humarinn upp og losa vatnið frá þessum kassa, þá voru ennþá 320stk í kassanum, en þyngdin orðin 6,3 kg af humri. (Restin 3,7 kg var vatn.) Og þá er meðalþyngdin dottin niður í 19,6 grömm pr hali sem er undir þeirri stærð sem ég keypti. Humar kostar mikið. Nokkur þúsund kr.kg. Hver vill greiða nokkur þúsund krónur fyrir líterinn af vatni...........ég bara spyr. Ég vill benda fólki á að í nokkrum vel völdum íslenskum fiskverslunum, þá er ennþá til og seldur íslenskur humar, sem er lítið glasseraður 5-10%. Skoðið humarinn vel áður en þið verslið humarinn,“ segir Fiskikóngurinn. Hann beinir því til neytenda að kaupa ekki humar ef þeir sjá mikið vatn á honum en færslu Fiskikóngsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Neytendur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónur Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. 24. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Kristján Berg Ásgeirsson, best þekktur sem Fiskikóngurinn, varar við því sem hann kallar gullgrafaraæði á humarmarkaði vegna skorts á íslenskum humri. Hann hvetur íslenska neytendur til þess að hafa augun opin enda lítur hann svo á að verið sé að selja svikna vöru þar sem íshúðun á innfluttum humri geti verið yfir 10 prósent. Líkt og fréttastofa greindi frá um helgina er skortur á íslenskum humri og getur kílóið því kostað allt að 20 þúsund krónur út úr búð. Vegna þessa er verið að flytja inn humar, og það í töluverðu magni að sögn Fiskikóngsins, meðal annars frá Skotlandi og Danmörku. Sjá einnig: Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónurÍ færslu á Facebook-síðu Fiskikóngsins segir að honum finnist það í sjálfu sér í lagi að flytja inn humar en það sem honum finnst ekki vera í lagi er að verið sé að selja svikna vöru: „[…] það er verið að selja VATN, og stærðir eru ekki réttar á vörunni. Þegar ég tala um svik, þá er ég að meina: Íshúðun á vörunni er miklu meiri en sagt er til um á umbúðunum og humarinn stenst ekki stærð. Allar upplýsingar um % hlutfall á íshúðun á vörunni eru rangar.“Þessa mynd af humri með íshúðun birti Fiskikóngurinn á Facebook-síðu sinni.Fiskikóngurinn útskýrir síðan hvað íshúðun er og hvers vegna hún er. „Íshúðun á vöruna er til þess gerð,er að varna því að fiskurinn þorni í frosti. Þegar við erum að tala um íshúðun, þá er fínt að ræða um 5% en það dugir til þess að verja vöruna til geymslu í frystigeymslu í allt að eitt ár. Þegar 10% íshúðun er sett á vöruna þá getur það verið erfitt. Vegna þess að það er mjög erfitt að framkvæma svo mikla íshúðun, nema með mikilli þekkingu á hvernig þetta er framkvæmt og er það til þess gert að þyngja vöruna,“ segir Fiskikóngurinn og segir svo frá því að hann hafi kannað málið hjá einu fyrirtæki sem selur humar. Hann hafi keypt af þeim humar og gert athugun á íshúðuninni. „Mér blöskraði vinnubrögðin. 10 kg kassi. Í kassanum voru 320 stk. sem gera meðalþyngd humarins uppá 31 gramm. Hins vegar er íshúðun á þessum humri 37%!!!! Ég skil bara ekki hvernig hægt er að ná svona mikilli íshúðun. Til þess að framkvæma slíka þyngingu, þá þarf að nota aukaefni. Sprauta humarinn með þyngingarefnum, eða láta humarinn liggja í aukaefnum sem þyngja hann. Þetta kalla ég GULLGRAFARAÆÐI. Að setja íshúðun á vöru sem er meira en 10% er bara til þess gerð, til þess að reyna að selja viðskiptavininum VATN, og ræna hann. Það er alger óþarfi að setja svona mikið vatn/glasseringu/íshúðun á vöruna (í þessu tilviki humar). Þegar búið var að þíða humarinn upp og losa vatnið frá þessum kassa, þá voru ennþá 320stk í kassanum, en þyngdin orðin 6,3 kg af humri. (Restin 3,7 kg var vatn.) Og þá er meðalþyngdin dottin niður í 19,6 grömm pr hali sem er undir þeirri stærð sem ég keypti. Humar kostar mikið. Nokkur þúsund kr.kg. Hver vill greiða nokkur þúsund krónur fyrir líterinn af vatni...........ég bara spyr. Ég vill benda fólki á að í nokkrum vel völdum íslenskum fiskverslunum, þá er ennþá til og seldur íslenskur humar, sem er lítið glasseraður 5-10%. Skoðið humarinn vel áður en þið verslið humarinn,“ segir Fiskikóngurinn. Hann beinir því til neytenda að kaupa ekki humar ef þeir sjá mikið vatn á honum en færslu Fiskikóngsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Neytendur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónur Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. 24. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónur Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. 24. nóvember 2019 22:15