Tollar eru ekki séríslenskt fyrirbæri Halla Signý Kristjánsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 28. nóvember 2019 17:35 Umræða um tolla á matvæli og tolla almennt skýtur reglulega upp kollinum í umræðunni hér á landi en þá stíga gjarnan fram á völlinn valinkunnir talsmenn frjálshyggjunnar og fara frjálslega með staðreyndir. Þá virðist oft gleymast að það eru tvær hliðar á öllum málum en tollar á vörum þekkjast út um allan heim. Þjóðir setja á tolla til að vernda framleiðslu sína, þjóðartekjur og jafna þannig aðstöðumuninn sem snertir framleiðslu. Til að mynda er Evrópusambandið mikið tollabandalag þar sem innri markaðurinn er eitt svæði og lönd utan hans annað. Íslendingar hafa ákveðna innflutningstolla inn á ESB-svæðið fyrir skyr, lambakjöt og unninn lax. Þeir tollar eru settir af ESB til að verja eigin framleiðslu og hagkerfi og tryggja að bændur og úrvinnslugeirinn á þessu svæði hafi ákveðið öryggi fyrir sína framleiðslu. Tekjur þjóða vegna mjólkurframleiðslu, eins og t.d. í Hollandi skipta þessar þjóðir máli.Aðstöðumunur Ísland setur tolla á ákveðnar vörur sem og önnur lönd. Af hverju er það gert? Jú, eins og áður hefur verið komi inn á er það gert til að vernda íslenska framleiðslu og hagkerfið. Í hinum fullkomna heimi væri jafndýrt að framleiða kjöt á Spáni og í Barðastrandarsýslu. Svo er hins vegar ekki. Veðurfar, löggjöf um aðbúnað og hirðingu, húsakostur og aðstæður til ræktunar eru ekki sambærilegar. Ísland er í fremstu röð þegar kemur að hirðingu og aðbúnaði, veðurfar hér er gjörólíkt vegna staðsetningar landsins á jarðarkringlunni og því þarf húsakostur að vera betri og veglegri. Það hefur kostnað í för með sér fyrir framleiðsluna. Þarna er síðan ótalinn einn stærsti þátturinn sem er launakostnaður. Við Íslendingar eru heppnir að því leiti að hér ríkir velmegun í samfélaginu. Launastig er hátt og langt frá því að vera nálægt því sem gengur og gerist í landbúnaðargeiranum erlendis. Víða er treyst á ódýrt, aðflutt vinnuafl sem fær einungis brot af þeim launum sem gengur og gerist fyrir sambærileg störf hér á landi. Við viljum hafa matvælaframleiðslu hér á landi. Við viljum hafa hana til þess að við getum keypt hágæðavöru sem framleidd er við bestu mögulegu aðstæður og skapa á sama tíma vinnu fyrir fólkið í landinu. Það gleymist nefnilega oft að það eru þúsundir sem vinna við matvælaframleiðslu hér á landi. Þetta fólk borgar hér skatta og skyldur sem og fyrirtækin sem stunda sína framleiðslu. Það gera verkamennirnir sem vinna á svínabúunum á Spáni ekki. Erlend fyrirtæki borga ekki skatta og skyldur hér á landi og þau skapa ekki störf fyrir fólkið á Húsavík eða Hvammstanga.Tollar um allan heim Oft er látið að því liggja í umfjöllun þeirra sem virðast þjást af einskærri þrá og löngun til að leggja af tolla, að tollar séu séríslenskt fyrirbæri eins og Grýla og Leppalúði. Skal það sérstaklega undirstrikað að undirrituð eru ekki að bugast af slíkri löngun. Tollar eru og verða til staðar á meðan við lifum ekki í hinum fullkomna heimi frjálsra viðskipta. Sá tími mun seint koma því að samkeppnishæfni þjóða og hlutfallslegir yfirburðir þeirra eru mjög ólík. Þjóðir munu áfram vernda framleiðslu sína og störf íbúanna. Það verður líka gert á Íslandi á meðan við höfum ákveðna framleiðslu áfram hér á landi fyrir fólkið í landinu. Það er margt fólk sem starfar við greinar sem njóta tollverndar hér á landi og það fólk er líka íbúar sem á rétt á því að stjórnvöld standi vörð um störf þess.Höfundar eru þingmenn Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Umræða um tolla á matvæli og tolla almennt skýtur reglulega upp kollinum í umræðunni hér á landi en þá stíga gjarnan fram á völlinn valinkunnir talsmenn frjálshyggjunnar og fara frjálslega með staðreyndir. Þá virðist oft gleymast að það eru tvær hliðar á öllum málum en tollar á vörum þekkjast út um allan heim. Þjóðir setja á tolla til að vernda framleiðslu sína, þjóðartekjur og jafna þannig aðstöðumuninn sem snertir framleiðslu. Til að mynda er Evrópusambandið mikið tollabandalag þar sem innri markaðurinn er eitt svæði og lönd utan hans annað. Íslendingar hafa ákveðna innflutningstolla inn á ESB-svæðið fyrir skyr, lambakjöt og unninn lax. Þeir tollar eru settir af ESB til að verja eigin framleiðslu og hagkerfi og tryggja að bændur og úrvinnslugeirinn á þessu svæði hafi ákveðið öryggi fyrir sína framleiðslu. Tekjur þjóða vegna mjólkurframleiðslu, eins og t.d. í Hollandi skipta þessar þjóðir máli.Aðstöðumunur Ísland setur tolla á ákveðnar vörur sem og önnur lönd. Af hverju er það gert? Jú, eins og áður hefur verið komi inn á er það gert til að vernda íslenska framleiðslu og hagkerfið. Í hinum fullkomna heimi væri jafndýrt að framleiða kjöt á Spáni og í Barðastrandarsýslu. Svo er hins vegar ekki. Veðurfar, löggjöf um aðbúnað og hirðingu, húsakostur og aðstæður til ræktunar eru ekki sambærilegar. Ísland er í fremstu röð þegar kemur að hirðingu og aðbúnaði, veðurfar hér er gjörólíkt vegna staðsetningar landsins á jarðarkringlunni og því þarf húsakostur að vera betri og veglegri. Það hefur kostnað í för með sér fyrir framleiðsluna. Þarna er síðan ótalinn einn stærsti þátturinn sem er launakostnaður. Við Íslendingar eru heppnir að því leiti að hér ríkir velmegun í samfélaginu. Launastig er hátt og langt frá því að vera nálægt því sem gengur og gerist í landbúnaðargeiranum erlendis. Víða er treyst á ódýrt, aðflutt vinnuafl sem fær einungis brot af þeim launum sem gengur og gerist fyrir sambærileg störf hér á landi. Við viljum hafa matvælaframleiðslu hér á landi. Við viljum hafa hana til þess að við getum keypt hágæðavöru sem framleidd er við bestu mögulegu aðstæður og skapa á sama tíma vinnu fyrir fólkið í landinu. Það gleymist nefnilega oft að það eru þúsundir sem vinna við matvælaframleiðslu hér á landi. Þetta fólk borgar hér skatta og skyldur sem og fyrirtækin sem stunda sína framleiðslu. Það gera verkamennirnir sem vinna á svínabúunum á Spáni ekki. Erlend fyrirtæki borga ekki skatta og skyldur hér á landi og þau skapa ekki störf fyrir fólkið á Húsavík eða Hvammstanga.Tollar um allan heim Oft er látið að því liggja í umfjöllun þeirra sem virðast þjást af einskærri þrá og löngun til að leggja af tolla, að tollar séu séríslenskt fyrirbæri eins og Grýla og Leppalúði. Skal það sérstaklega undirstrikað að undirrituð eru ekki að bugast af slíkri löngun. Tollar eru og verða til staðar á meðan við lifum ekki í hinum fullkomna heimi frjálsra viðskipta. Sá tími mun seint koma því að samkeppnishæfni þjóða og hlutfallslegir yfirburðir þeirra eru mjög ólík. Þjóðir munu áfram vernda framleiðslu sína og störf íbúanna. Það verður líka gert á Íslandi á meðan við höfum ákveðna framleiðslu áfram hér á landi fyrir fólkið í landinu. Það er margt fólk sem starfar við greinar sem njóta tollverndar hér á landi og það fólk er líka íbúar sem á rétt á því að stjórnvöld standi vörð um störf þess.Höfundar eru þingmenn Framsóknarflokksins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun