„Markmiðið er skýrt - að halda kostnaði í lágmarki“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. nóvember 2019 18:45 Lággjaldaflugfélagið Play ætlar sér að ná fram margvíslegri hagræðingu í rekstri félagsins. Play Flugfélagið Play hyggst spara allt að sjö milljarða króna með minni yfirbyggingu og einfaldari kjarasamningum á næstu þremur árum, ef marka má fjárfestakynningu félagsins. Útgjöld á næstu þremur árum eiga að vera 9 milljörðum lægri samanborið við WOW air. Play kynnti sig fyrir fjárfestum í upphafi mánaðar sem fyrsta alvöru lággjaldaflugfélagið á Íslandi, eða eins og sagði á einni glæru fjárfestakynningar Play:Markmiðið er skýrt - að halda kostnaði í lágmarki Forstjóri félagsins lagði einnig áherslu á kostnaðaraðhald á blaðamannafundi á þriðjudag. Áhersla félagsins á stundvísi og einfaldleika muni draga úr kostnaði, sem svo skili sér í lægra verði til neytenda. „Svo erum við lággjaldaflugfélag og við höfum unnið rosalega vel að samningagerð og að halda kostnaði á réttum stað. Þannig að við ætlum að bjóða upp á hagstæð verð frá fyrsta degi,“ sagði Arnar Már Magnússon á þriðjudag.Helmingi minni yfirbygging Í fjárfestakynningu flugfélagsins er sagt að þessir samningar muni spara félaginu alls 70 milljónir dala á næstu þremur árum, næstum 9 milljarða króna, samanborið við samningana sem WOW air gerði á sínum tíma. Þannig ætlar Play að útvista viðhaldi og flugafgreiðslu í Keflavík til þriðja aðila, sem mun lækka kostnað um 3 milljarða. Þá þurfi Play ekki að leggja út í 1900 milljóna króna þjálfunarkostnað, WOW air hafi staðið straum af þeim kostnaði, auk þess sem ný vefsíða og bókunarvél félagsins muni lækka kostnað um 440 milljónir.Sjá einnig: Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Mesti sparnaðurinn verður þó á starfsmannahliðinni ef marka má fjárfestakynninguna. Hagstæðari kjarasamningar og færri starfsmenn muni spara félaginu sjö milljarða á næstu þremur árum. Launakostnaður vegna flugmanna verður að meðaltali 500 þúsund krónum lægri á mánuði en var hjá WOW air, og allt að 260 þúsund krónum lægri fyrir aðra áhafnarmeðlimi. Ekki er þó um hreina launalækkun að ræða heldur felur kjarasamningurinn í sér ýmsar hagræðingar og tilfærslur; til að mynda verður girt fyrir kaup á frídögum, lífeyrisgreiðslur verða við lögbundið lágmark auk þess sem bílastyrkir koma í stað rútuferða til Keflavíkur. Að auki ætlar flugfélagi ekki að vera með fleiri en 50 starfsmenn fyrir hverja flugvél í flotanum, samanborið við 75 hjá WOW og rúmlega 100 hjá Icelandair.Talsmaður Play sagði við Vísi á föstudag að þrátt fyrir fyrrnefndan sparnað muni félagið bjóða upp á góð laun og ýmis fríðindi. Það sé liður í því að gera Play að góðum vinnustað, en um 2000 manns hafa þegar sótt um störf hjá flugfélaginu. Fréttir af flugi Icelandair Play WOW Air Tengdar fréttir Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45 Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30 Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Flugfélagið Play hyggst spara allt að sjö milljarða króna með minni yfirbyggingu og einfaldari kjarasamningum á næstu þremur árum, ef marka má fjárfestakynningu félagsins. Útgjöld á næstu þremur árum eiga að vera 9 milljörðum lægri samanborið við WOW air. Play kynnti sig fyrir fjárfestum í upphafi mánaðar sem fyrsta alvöru lággjaldaflugfélagið á Íslandi, eða eins og sagði á einni glæru fjárfestakynningar Play:Markmiðið er skýrt - að halda kostnaði í lágmarki Forstjóri félagsins lagði einnig áherslu á kostnaðaraðhald á blaðamannafundi á þriðjudag. Áhersla félagsins á stundvísi og einfaldleika muni draga úr kostnaði, sem svo skili sér í lægra verði til neytenda. „Svo erum við lággjaldaflugfélag og við höfum unnið rosalega vel að samningagerð og að halda kostnaði á réttum stað. Þannig að við ætlum að bjóða upp á hagstæð verð frá fyrsta degi,“ sagði Arnar Már Magnússon á þriðjudag.Helmingi minni yfirbygging Í fjárfestakynningu flugfélagsins er sagt að þessir samningar muni spara félaginu alls 70 milljónir dala á næstu þremur árum, næstum 9 milljarða króna, samanborið við samningana sem WOW air gerði á sínum tíma. Þannig ætlar Play að útvista viðhaldi og flugafgreiðslu í Keflavík til þriðja aðila, sem mun lækka kostnað um 3 milljarða. Þá þurfi Play ekki að leggja út í 1900 milljóna króna þjálfunarkostnað, WOW air hafi staðið straum af þeim kostnaði, auk þess sem ný vefsíða og bókunarvél félagsins muni lækka kostnað um 440 milljónir.Sjá einnig: Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Mesti sparnaðurinn verður þó á starfsmannahliðinni ef marka má fjárfestakynninguna. Hagstæðari kjarasamningar og færri starfsmenn muni spara félaginu sjö milljarða á næstu þremur árum. Launakostnaður vegna flugmanna verður að meðaltali 500 þúsund krónum lægri á mánuði en var hjá WOW air, og allt að 260 þúsund krónum lægri fyrir aðra áhafnarmeðlimi. Ekki er þó um hreina launalækkun að ræða heldur felur kjarasamningurinn í sér ýmsar hagræðingar og tilfærslur; til að mynda verður girt fyrir kaup á frídögum, lífeyrisgreiðslur verða við lögbundið lágmark auk þess sem bílastyrkir koma í stað rútuferða til Keflavíkur. Að auki ætlar flugfélagi ekki að vera með fleiri en 50 starfsmenn fyrir hverja flugvél í flotanum, samanborið við 75 hjá WOW og rúmlega 100 hjá Icelandair.Talsmaður Play sagði við Vísi á föstudag að þrátt fyrir fyrrnefndan sparnað muni félagið bjóða upp á góð laun og ýmis fríðindi. Það sé liður í því að gera Play að góðum vinnustað, en um 2000 manns hafa þegar sótt um störf hjá flugfélaginu.
Fréttir af flugi Icelandair Play WOW Air Tengdar fréttir Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45 Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30 Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45
Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30
Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur