Kolbeinn: Verðum að vinna og setja pressuna á Tyrki Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 12. nóvember 2019 10:30 Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Sigurður Már Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur sett sér það markmið að skora á móti Tyrkjum á fimmtudagskvöldið og eignast þar með einn markamet landsliðsins sem hann deilir nú með Eið Smára Guðjohnsen. Draumurinn er að markið færi íslenska liðið nærri því að vinna leikinn en öll önnur úrslit myndu þýða að íslenska landsliðið ætti ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. „Við verðum bara að vinna leikinn og setja pressuna á Tyrkina fyrir síðasta leikinn. Takist það þá getur allt gerst. Við verðum að gera okkar og vona það besta,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson. „Þeir munu koma dýrvitlausir til leiks og reyna að nýta sér meðbyrinn frá stuðningsmönnunum. Við þurfum að vera klárir í byrjun og ekki fá okkur nein mörk, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Kolbeinn „Við þurfum að passa það að varnarleikurinn verði í lagi og þá setjum við eitt til tvö mörk á þá,“ sagði Kolbeinn sem hefur skorað 26 mörk fyrir íslenska landsliðið eða jafnmörg og Eiður Smári Guðjohnsen. „Vonandi næ ég að skora á móti Tyrkjunum og ég fer inn í hvern einasta leik með það markmið. Ég stefni því á að skora,“ sagði Kolbeinn. Hann ber Tyrkjum góða söguna frá tíma sínum í Istanbul „Fólkið hérna er mjög gott en Tyrkirnir vilja fá virðingu. Við sýnum þeim þá virðingu utan vallar og svo tökum við þá inn á vellinum,“ sagði Kolbeinn en hvernig munu Tyrkir taka á móti Kolbeini í leiknum á fimmtudagskvöldið? „Bara vel. Ég vona það alla vega. Það verður bara að koma í ljós en Tyrkir eru fínir,“ sagði Kolbeinn. Hann var heppnari en margir í íslenska landsliðinu þegar hann fór í gegnum vegabréfseftirliðið. „Það tók mig bara fimm mínútur að labba í gegn. Það var ekkert vesen á mér og ég held að ég hafi verið heppnari en margir í liðinu. Ég heyrði að það lentu einhverjir í veseni en það er ekkert sem tekur okkur úr sambandi,“ sagði Kolbeinn. „Hann tók ekki þátt í allri æfingunni en ástæðan var að hann var í endurheimt eftir leik um helgina. Ég verð klár á æfingu á morgun,“ sagði Kolbeinn. Undirritaður vill taka það fram að blaðamaður Vísis og Stöð 2 fékk að taka viðtalið við Kolbein eftir að hafa samþykkt það að spyrja leikmanninn ekki það sem gerðist í Stokkhólmi í síðustu viku. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur sett sér það markmið að skora á móti Tyrkjum á fimmtudagskvöldið og eignast þar með einn markamet landsliðsins sem hann deilir nú með Eið Smára Guðjohnsen. Draumurinn er að markið færi íslenska liðið nærri því að vinna leikinn en öll önnur úrslit myndu þýða að íslenska landsliðið ætti ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. „Við verðum bara að vinna leikinn og setja pressuna á Tyrkina fyrir síðasta leikinn. Takist það þá getur allt gerst. Við verðum að gera okkar og vona það besta,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson. „Þeir munu koma dýrvitlausir til leiks og reyna að nýta sér meðbyrinn frá stuðningsmönnunum. Við þurfum að vera klárir í byrjun og ekki fá okkur nein mörk, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Kolbeinn „Við þurfum að passa það að varnarleikurinn verði í lagi og þá setjum við eitt til tvö mörk á þá,“ sagði Kolbeinn sem hefur skorað 26 mörk fyrir íslenska landsliðið eða jafnmörg og Eiður Smári Guðjohnsen. „Vonandi næ ég að skora á móti Tyrkjunum og ég fer inn í hvern einasta leik með það markmið. Ég stefni því á að skora,“ sagði Kolbeinn. Hann ber Tyrkjum góða söguna frá tíma sínum í Istanbul „Fólkið hérna er mjög gott en Tyrkirnir vilja fá virðingu. Við sýnum þeim þá virðingu utan vallar og svo tökum við þá inn á vellinum,“ sagði Kolbeinn en hvernig munu Tyrkir taka á móti Kolbeini í leiknum á fimmtudagskvöldið? „Bara vel. Ég vona það alla vega. Það verður bara að koma í ljós en Tyrkir eru fínir,“ sagði Kolbeinn. Hann var heppnari en margir í íslenska landsliðinu þegar hann fór í gegnum vegabréfseftirliðið. „Það tók mig bara fimm mínútur að labba í gegn. Það var ekkert vesen á mér og ég held að ég hafi verið heppnari en margir í liðinu. Ég heyrði að það lentu einhverjir í veseni en það er ekkert sem tekur okkur úr sambandi,“ sagði Kolbeinn. „Hann tók ekki þátt í allri æfingunni en ástæðan var að hann var í endurheimt eftir leik um helgina. Ég verð klár á æfingu á morgun,“ sagði Kolbeinn. Undirritaður vill taka það fram að blaðamaður Vísis og Stöð 2 fékk að taka viðtalið við Kolbein eftir að hafa samþykkt það að spyrja leikmanninn ekki það sem gerðist í Stokkhólmi í síðustu viku.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira