Kolbeinn: Verðum að vinna og setja pressuna á Tyrki Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 12. nóvember 2019 10:30 Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Sigurður Már Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur sett sér það markmið að skora á móti Tyrkjum á fimmtudagskvöldið og eignast þar með einn markamet landsliðsins sem hann deilir nú með Eið Smára Guðjohnsen. Draumurinn er að markið færi íslenska liðið nærri því að vinna leikinn en öll önnur úrslit myndu þýða að íslenska landsliðið ætti ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. „Við verðum bara að vinna leikinn og setja pressuna á Tyrkina fyrir síðasta leikinn. Takist það þá getur allt gerst. Við verðum að gera okkar og vona það besta,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson. „Þeir munu koma dýrvitlausir til leiks og reyna að nýta sér meðbyrinn frá stuðningsmönnunum. Við þurfum að vera klárir í byrjun og ekki fá okkur nein mörk, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Kolbeinn „Við þurfum að passa það að varnarleikurinn verði í lagi og þá setjum við eitt til tvö mörk á þá,“ sagði Kolbeinn sem hefur skorað 26 mörk fyrir íslenska landsliðið eða jafnmörg og Eiður Smári Guðjohnsen. „Vonandi næ ég að skora á móti Tyrkjunum og ég fer inn í hvern einasta leik með það markmið. Ég stefni því á að skora,“ sagði Kolbeinn. Hann ber Tyrkjum góða söguna frá tíma sínum í Istanbul „Fólkið hérna er mjög gott en Tyrkirnir vilja fá virðingu. Við sýnum þeim þá virðingu utan vallar og svo tökum við þá inn á vellinum,“ sagði Kolbeinn en hvernig munu Tyrkir taka á móti Kolbeini í leiknum á fimmtudagskvöldið? „Bara vel. Ég vona það alla vega. Það verður bara að koma í ljós en Tyrkir eru fínir,“ sagði Kolbeinn. Hann var heppnari en margir í íslenska landsliðinu þegar hann fór í gegnum vegabréfseftirliðið. „Það tók mig bara fimm mínútur að labba í gegn. Það var ekkert vesen á mér og ég held að ég hafi verið heppnari en margir í liðinu. Ég heyrði að það lentu einhverjir í veseni en það er ekkert sem tekur okkur úr sambandi,“ sagði Kolbeinn. „Hann tók ekki þátt í allri æfingunni en ástæðan var að hann var í endurheimt eftir leik um helgina. Ég verð klár á æfingu á morgun,“ sagði Kolbeinn. Undirritaður vill taka það fram að blaðamaður Vísis og Stöð 2 fékk að taka viðtalið við Kolbein eftir að hafa samþykkt það að spyrja leikmanninn ekki það sem gerðist í Stokkhólmi í síðustu viku. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur sett sér það markmið að skora á móti Tyrkjum á fimmtudagskvöldið og eignast þar með einn markamet landsliðsins sem hann deilir nú með Eið Smára Guðjohnsen. Draumurinn er að markið færi íslenska liðið nærri því að vinna leikinn en öll önnur úrslit myndu þýða að íslenska landsliðið ætti ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. „Við verðum bara að vinna leikinn og setja pressuna á Tyrkina fyrir síðasta leikinn. Takist það þá getur allt gerst. Við verðum að gera okkar og vona það besta,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson. „Þeir munu koma dýrvitlausir til leiks og reyna að nýta sér meðbyrinn frá stuðningsmönnunum. Við þurfum að vera klárir í byrjun og ekki fá okkur nein mörk, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Kolbeinn „Við þurfum að passa það að varnarleikurinn verði í lagi og þá setjum við eitt til tvö mörk á þá,“ sagði Kolbeinn sem hefur skorað 26 mörk fyrir íslenska landsliðið eða jafnmörg og Eiður Smári Guðjohnsen. „Vonandi næ ég að skora á móti Tyrkjunum og ég fer inn í hvern einasta leik með það markmið. Ég stefni því á að skora,“ sagði Kolbeinn. Hann ber Tyrkjum góða söguna frá tíma sínum í Istanbul „Fólkið hérna er mjög gott en Tyrkirnir vilja fá virðingu. Við sýnum þeim þá virðingu utan vallar og svo tökum við þá inn á vellinum,“ sagði Kolbeinn en hvernig munu Tyrkir taka á móti Kolbeini í leiknum á fimmtudagskvöldið? „Bara vel. Ég vona það alla vega. Það verður bara að koma í ljós en Tyrkir eru fínir,“ sagði Kolbeinn. Hann var heppnari en margir í íslenska landsliðinu þegar hann fór í gegnum vegabréfseftirliðið. „Það tók mig bara fimm mínútur að labba í gegn. Það var ekkert vesen á mér og ég held að ég hafi verið heppnari en margir í liðinu. Ég heyrði að það lentu einhverjir í veseni en það er ekkert sem tekur okkur úr sambandi,“ sagði Kolbeinn. „Hann tók ekki þátt í allri æfingunni en ástæðan var að hann var í endurheimt eftir leik um helgina. Ég verð klár á æfingu á morgun,“ sagði Kolbeinn. Undirritaður vill taka það fram að blaðamaður Vísis og Stöð 2 fékk að taka viðtalið við Kolbein eftir að hafa samþykkt það að spyrja leikmanninn ekki það sem gerðist í Stokkhólmi í síðustu viku.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira